Bændablaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 51

Bændablaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 51
51Bændablaðið | Fimmtudagur 24. maí 2018 Eins og flestir vita tók í gildi ný reglugerð við ýmsum umferðarbrotum þann 1. maí síðastliðinn. Þar sem að ég tel mig vera atvinnubílstjóra ákvað ég að renna yfir reglugerðina svona rétt til þess að kynna mér breytingarnar og í leiðinni reyna að fækka mínum óþarfa sektum aðeins. Við lesturinn fannst mér reglugerðin vera frekar torlesin, en á köflum ágætis skemmtilesning. Í of mörgum tilfellum fannst mér orðalagið vera illskiljanlegt og skildi eftir fleiri spurningar en svör og lítið um frávik samanber að í ár hafa margir ferðalangar þurft að vera með nagladekk á ferðum á milli landshluta þrátt fyrir að nagladekk megi ekki nota í maí, en sektin fór úr 5000 í 20.000 á dekk. Útgefið af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 28. febrúar 2018, undirskrifað: Sigurður Ingi Jóhannsson. Reglugerð no. 288: Í fyrstu grein er strax endað á eftirfarandi: Heimilt er að víkja frá ákvæðum í viðaukum ef veigamikil rök mæla með því. Hér er greinilegt að maður þarf að vera með röksemdir á hreinu við umferðarlagabrot ætli maður að komast upp með brotið. Svo í 2. gr. er þetta: Lögreglustjóra ber að veita sakborningi 25% afslátt af sektarfjárhæð sem ákveðin er af lögreglustjóra, ef sakborningur greiðir sektina ásamt sakarkostnaði að fullu innan 30 daga frá dagsetningu sektar á vettvangi, sektarboðs eða undirritun sektargerðar sem sakborningur hefur gengist skriflega undir. Lítil samantekt úr nýju reglugerðinni 10. gr. Skyldur við umferðaróhapp 1. mgr.: Eigi numið staðar og veitt hjálp (ekki slys á fólki) 20.000 sekt. Hér finnst mér hart gengið fram þar sem að á mjög mörg- um stöðum er hættulegra að stoppa en að halda áfram (þekki þetta mjög vel þar sem ég þarf reglulega að kalla til lögreglu til að hafa blá blikkandi ljós fyrir umferðinni til að ég geti unnið mína vinnu í skjóli bláu ljósanna við vegaaðstoð á biluð- um bílum). Dæmi eru um mjög alvarleg slys á þeim sem eru að veita hjálp þeirra sem eru í nauð í vegköntum. 18. gr. Akstur við biðstöð hópbifreiða o.fl. 1. mgr.: Eigi virtur forgangur hópbif- reiðar til aksturs frá biðstöð 20.000. Stjórnandi hópbifreiðar vanrækir aðgát við akstur frá biðstöð 20.000. Hér er svolítið mikill tví- skinnungur og þessar tvær línur alveg óskiljanlegar fyrir mig. 32. gr. Ljósanotkun 1. mgr.: Ökuljós eigi tendruð í dagsbirtu 20.000. 2. mgr.: Ökuljós eigi tendruð þegar birta er ófullnægjandi 20.000. 3.–8. mgr.: Óheimil eða röng notkun ljósa 20.000. Miðað við þessar línur eru greinilega mjög margir í mikilli sektarhættu á nýrri bílum sem eru bara með „ledljósin“ kveikt að framan, en þau ljós eru ekki ökuljós, en samkvæmt lögunum eiga að vera ökuljós að framan og afturljós kveikt þegar ekið er í umferð. 36. gr. Almennar reglur um ökuhraða 1.–3. mgr.: Ökuhraði eigi miðaður við aðstæður 20.000. Hér er reglugerð sem er of sjaldan skoðuð, en ökuhraði er ótrúlega sjaldan lækkaður þó að vegur sé illfær eða nánast ónýtur. Um sviptingu ökuréttinda: 37. gr. Almennar hraðatakmarkanir: Í þessari grein og töflu fannst mér vanta miklar útskýringar samanber að þegar ekið er á tvöföldum hámarkshraða tapa menn ökuskírteininu um tíma. Einnig vantar nánari upplýs- ingar um hámarkshraða ýmissa ökutækja samanber að sé verið að draga bíl með dráttartógi má aldrei fara upp fyrir 30 km hraða (og sé einhver svo óheppinn að vera mældur á 61 km hraða tapar sá sem dregur ökuréttindunum). 45. gr. Ölvunarakstur: Almenna reglan er ökuleyfis- missir við ölvun, þó er ein grein svolítið loðin.: 6. mgr.: Stjórnað eða reynt að stjórna hjóli eða hesti undir áhrifum áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna 20.000. Svolítið undarlegt að beita sektum hér, en hefði haldið að stjórnun á reiðhjóli og hesti í umferð væri ökuleyfissvipting en ekki bara sekt (allavega er það svoleiðis erlendis). Löngu tímabært að hækka sekt við símanotkun 47. gr. a. Notkun farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur vélknúins ökutækis 40.000. Mikil umræða hefur verið um hækk- un á sekt við að nota farsíma þegar bíl er stjórnað, en sú sekt hækk- aði úr 5000 í 40.000. Það eru ekki margir sem átta sig á að þegar þeir eru stopp í umferðinni má ekki kíkja á símann (t.d. á rauðu ljósi). Svo er það skemmtilegasta setningin sem ég rakst á við lesturinn á reglugerðinni: 72. gr. Öryggisbelti og annar öryggis- og verndarbúnaður við akstur bifhjóla. 5. mgr.: Öryggisbelti ekki notað á bifhjóli 20.000. Ég er búin að eiga og keyra mótorhjól í yfir 40 ár og ekki enn séð öryggisbelti á mótorhjóli. Sektir við umferðarlagabrotum eru misháar og stundum óskiljanlegar – Sektir og orðalag í nýrri reglugerð getur verið ágætis skemmtun til lestrar Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 KROSSGÁTA Bændablaðsins Lausn á krossgátu í síðasta blaði ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is FARNAST ÁRS-GAMALL HNUSA SKAR FÍFLA- GANGUR TÆLA SPRIKL SDRUNGI V E F N H Ö F G I LAFGANGAR E I F A R AÐSTOÐFRÍA L I Ð ATÁL G N S Ó L I N MATAR-ÍLÁT N Æ P A RJÚFASKEL O P N A GROBB RÓTA KLAFI S K A R A MATJURTSTEFNA A S P A S TVEIR EINSDÆLD KÖLDURHÚSTOGVINDA SUNNAN LEIKUR D R O P I SVIF STJÓRNADVALDIST R Á Ð A TALA MATGJÖF KDREITILL R A K I SKAMMAGRÓÐI Á V Í T A KERALDIÆTÍÐ Á M USAGGI A U ÞYKJASTHLUTI L Á T A S T HÁLFGRASBEYGÐU S T Ö RTVÍHLJÓÐI U P P MÆLI- EINING SKJÁLFA B A R DRYKKUR RÚMT KAPPSAMT V Í T T PESTNEÐAN G SÓÐALÝÐ A T A HALLI S K Á I UMFRAMSTUNDA A U K A F R I T HNAPPURUPPTÖK T A K K I ÁTTLYKT N VUPPSKRIFT D Ó T T I R LÚÐULAKIÍ RÖÐ K A U Ð I GAT EAFKOM-ANDI Y S L K U R R A OFNEYSLA T Ó T H I Ó TRAÐK F T SKREF R K A L M O P FHLÝJA FJANDI 83 VARNA TRJÁ-TEGUNDAR HVIÐA DÝRA- HLJÓÐ ÓSKORÐAÐ BOGI SKÝLA SVISS FLYTJA SVALL SPIL RÓL KVABB ORG FLÓN Í RÖÐ MANNS- NAFN FÁLM SKJÁLFA SKÓLI SPRIKLBARN BLAÐRA RAUP HRAÐAÐ BEIN MARGS- KONAR ÓLGU UTANMÁL KROT TVEIR EINS RAUÐ- BRÚNI FESTA RÆTUR SKYLDLEIKI URGUR SOÐNINGUR SKVETTA Á DANS TALA EINHVERJIR LÉLEGT MÓLAG TVEIR EINS VAFI AFHENDING LÖGUNAR RÁÐGERA PILLAFARFA OF LÍTIÐ STAÐ- SETTNING NÁKOMIÐ HYLLI SPYRJA FUGL SPENDÝR GANGÞÓFI SKURÐ-BRÚNBIT SKAÐI RÁS VAFI ÆST VOG TEYMA HUGSA URGA KLÓSTORKA ÁTT 84 Að morgni 19. maí 2018 á Hellisheiðinni hefði verið gott að vera á nagladekkjunum. NÝ TÆKNI LOFT Í LOFT Kynningar tilboð frá Daikin og erum við að safna í sendingu á þessu tilboðsverði. Daikin Siesta N35 0,8-6,7kW Allt að 160m2 Fullt verð: 299.900.- Tilboð: 199.900.- Daikin S25 1,3-4,7kW Allt að 80m2 Fullt verð: 199.000.- Tilboð: 149.000.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.