Bændablaðið - 06.09.2018, Side 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 20182
Nú í haust verða settir upp 40
fósturvísar af Aberdeen Angus
nautgripum í íslenskar kýr. Búist
er við að næsta sumar fæðist um
20 hreinræktaðir Angus kálfar til
viðbótar þeim 11 sem vænst er á
næstu vikum.
Baldur Helgi Benjamínsson
búfjárerfðafræðingur segir að 50%
afföll séu algeng þegar settir eru
upp fósturvísar og að af þeim 34
Aberdeen Angus fósturvísum sem
settir voru í íslenskar kýr á síðasta
ári hafi 11 haldið og að tveir séu
enn til ónotaðir.
Fyrsti kálfur borinn
„Það fæddist einn nautkálfur 30.
ágúst síðastliðinn og við eigum von
á tíu til viðbótar núna í september.
Snemma í ágúst síðastliðinn
komu til landsins 38 nýir fósturvísar
frá Noregi af sama kyni og þeir
verða settir upp ásamt þessum
tveimur sem við áttum fyrir í haust
eða þegar við erum búnir að safna
kúnum saman. Þannig að það má
búast við að það fæðist um 20
Aberdeen Angus kálfar í júní til
ágúst á næsta ári.
Um næstu jól gerum við því ráð
fyrir að það verði ellefu Aberdeen
Angus kálfar í einangrunarstöðinni
að Stóra Ármóti og um það bil
tuttugu fangskoðaðar kýr sem bera
næsta sumar.“
Kvígurnar byggja upp hjörð
Baldur segir að tekið verði sæði úr
nautkálfunum sem fæðast í haust
þegar þeir ná kynþroska og það
fryst til geymslu og notkunar síðar.
Síðan er mögulegt að selja þá sem
kynbótagripi eftir að sóttkvínni
lýkur til notkunar fyrir bændur.
Kvígunum munum við halda til að
byggja upp hjörð af hreinræktuðum
gripum af Aberdeen Angus-kúm.
Þegar þær ná kynþroska getum við
hætt að flytja inn fósturvísa og flutt
inn sæði í staðinn sem er margfalt
ódýrara þar sem sæðisskammturinn
kostar innan við tíu þúsund krónur
en fósturvísir vel á annað hundrað
þúsund.
Hugmyndin er að Stóra Ármót
verði í framtíðinni ræktunarbú
fyrir Aberdeen Angus nautgripi
þar sem bændur hafa aðgang að
kynbótagripum. /VH
FRÉTTIR
Ellefu svartir Aberdeen Angus
kálfar munu koma í heiminn á
nýrri einangrunarstöð á Stóra
Ármóti í september.
Fyrstu kálfarnir eru fæddir en það
var kálfurinn Vísir sem var fyrstur
til að koma í heiminn 30. ágúst.
Kýrnar sem bera kálfunum eru
staðgöngumæður en sæðið kemur úr
norskum nautum. Tilgangurinn með
einangrunarstöðinni er að rækta
hreinræktaða gripi til að fá betra
nautakjöt inn á íslenskan markað
en Aberdeen Agnus kynið gefur
af sér einstaklega bragðgott kjöt,
auk þess að vera harðgert kyn sem
hentar vel íslenskum aðstæðum.
Allir kálfarnir sem munu fæðast í
september á stöðinni verða svartir
á litinn. Nautið Stóri Tígur er faðir
tíu kálfa. /MHH
Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands (t.h.) og Baldur Sveinsson, bústjóri
sem fæðist á Íslandi. Vísir fer nú í níu mánaða einangrun áður en það verður byrjað að taka sæði úr honum.
Mynd / MHH
Fyrstu holdanautakálfarnir af norskum uppruna bornir á Stóra Ármóti:
Ellefu svartir Angus kálfar
í heiminn í september
Innflutningur á Aberdeen Angus fósturvísum hófst frá Noregi haustið 2017:
Fjörutíu fósturvísar
settir upp í haust
Raunverð afurðastöðva fyrir lambakjöti sem greitt er til sauðfjárbænda er stöðugt að lækka:
Raunlækkunin er 38% síðan 2015
– Verð í smásölu hefur á sama tíma lækkað að meðaltali um 12% á kg samkvæmt tölum Hagstofu Íslands
Sauðfjárbændur munu fá að
meðaltali 387 kr. fyrir hvert kg af
lambakjöt nú í haust. Hefur orðið
töluverð raunlækkun frá 2015, en
þá var verðið 210 krónum hærra
fyrir hvert kg. Ef verðið hefði fylgt
almennri verðlagsþróun væri það
nú 629 kr. Raunlækkun til bænda
síðastliðin þrjú ár er því 38%.
Á sama tíma og raunlækkun til
bænda hefur verið 38%, þá hefur
raunlækkun í smásölu verið 12%
samkvæmt mælingum Hagstofu
Íslands.
Verðið nú svipað og í fyrra
Verðið til bænda er nokkuð mis-
munandi milli þeirra sex afurða-
stöðva sem hér starfa, þótt meðaltalið
sé 387 krónur á kg. Þó hefur verið
lítil breyting að meðaltali nú frá
sláturtíðinni 2017, eða sem nemur
um 20 aurum á kg. Það þýðir samt
sem áður í raun nokkra lækkun
miðað við verðlagsvísitölu.
Sláturfélag Suðurlands greiðir
hæsta verðið fyrir lambakjöt við
haustslátrun 2018, eða tæpar 423
krónur á kg. Þá greiðir SS næsthæsta
verð fyrir kjöt af fullorðnu fé, eða
tæplega 117 krónur á kg. Hæsta verð
fyrir fullorðið fé er hjá Fjallalambi,
eða tæplega 120 kr. á kg. Fjallalamb
er aftur á móti að greiða rúmlega
381 kr. á kg fyrir lambakjötið, eða
42 krónum lægra verð en SS.
/HKr. Sauðfjárbændur bera stöðugt minna úr býtum fyrir afurðir sínar. Mynd / HKr.
Gæludýraeinangrun:
Rekstrarleyfi háð
skilyrðum MAST
Eins og fram hefur komið í fjöl-
miðlum hugðust rekstraraðilar
nýrrar einangrunar stöðvar fyrir
gæludýr að Selási í Rangár-
vallasýslu, hefja starfsemi þann
3. september síðastliðinn en
framkvæmdir við stöðina hafa
staðið yfir undanfarin misseri.
Í frétt á heima-
síðu Mast segir
að þegar fulltrúar
Matvæla stofn-
unar komu á
staðinn þann 21.
ágúst vantaði
það mikið upp á
frágang einangrunar stöðvarinnar að
ekki var tilefni til úttektar. Í ljósi alls
þess sem út af stóð á þeim tímapunkti
tóku rekstraraðilar þá ákvörðun að
fresta opnun stöðvarinnar. Úttekt
mun ekki geta farið fram fyrr
en byggingarframkvæmdum er
lokið og húsnæðið tilbúið fyrir
starfsemina.
Rekstrarleyfi einangrunar-
stöðvarinnar sem veitt er af
atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneytinu er háð því að stöðin
uppfylli reglugerð þar að lútandi. Við
vinnslu umsagnar Matvælastofnunar
sumarið 2017 voru mikil samskipti á
milli stofnunarinnar og rekstraraðila
m.a. þar sem skorti upplýsingar
um byggingu og búnað. Reglugerð
um einangrunarstöðvar og
sóttkvíar fyrir gæludýr kveður
á um þær kröfur sem gerðar eru
til einangrunarstöðva. Í umsögn
Matvælastofnunar er afstaða tekin
til umsóknar og framlagðra gagna.
Í henni felast ítarlegar leiðbeiningar
um skilyrðin sem rekstraraðilum ber
að uppfylla. /VH
Þjónustujöfnuður
dregst saman
Heildartekjur af þjónustu útflutn-
ingi á öðrum ársfjórðungi 2018
voru, samkvæmt bráða birgða -
tölum Hagstofu Íslands, rúmar
175,7 milljarðar króna.
Heildarútgjöld vegna innfluttrar
þjónustu voru 120,8 milljarðar.
Þjónustujöfnuður við útlönd var því
jákvæður um 55 milljarða króna á
öðrum ársfjórðungi en var jákvæður
um 61,4 milljarða á sama tíma árið
áður, á gengi hvors árs.
Þjónustujöfnuður við útlönd fyrri
helming ársins 2018 var jákvæður
um 89,8 milljarða króna en var
jákvæður um 103,6 milljarða á sama
tíma árið áður, á gengi hvors árs.
Á öðrum ársfjórðungi 2018 var
verðmæti þjónustuútflutnings 11,8
milljörðum hærra en á sama tímabili
árið áður, eða 7,2% á gengi hvors
árs. Útflutningur á ferðaþjónustu
var 88,2 milljarðar eða 50,2% af
heildarútflutningi og var 8,1% hærri
en á sama tíma árið áður. Tekjur af
samgöngum og flutningum námu 59
milljörðum og hækkuðu um 1,5%
miðað við sama tíma árið áður.
Fyrstu sex mánuði þessa árs var
verðmæti þjónustuútflutnings 19,6
milljörðum hærra en á sama tímabili
árið áður eða 6,8% á gengi hvors
árs. Útflutningur á ferðaþjónustu var
stærsti liðurinn, 150,6 milljarðar eða
48,8% af heildarútflutningi og var
8,2 % hærri en á sama tíma árið áður.
Á öðrum ársfjórðungi 2018 var
verðmæti þjónustuinnflutnings
18,3 milljörðum hærra en sama
tíma árið áður eða 17,8% á gengi
hvors árs. Útgjöld vegna innfluttrar
ferðaþjónustu námu 55,5 milljörðum
og hækkuðu um 17,5% frá sama tíma
árið áður.
Fyrstu sex mánuði þessa árs
var verðmæti þjónustuinnflutnings
33,4 milljörðum hærra en á sama
tímabili árið áður eða 18% á gengi
hvors árs. Ferðalög voru stærsti
liðurinn, 97,5 milljarðar, eða 44,6%
af heildarinnflutningi og var 20,2%
hærri en á sama tíma árið áður. /VH