Bændablaðið - 06.09.2018, Síða 10

Bændablaðið - 06.09.2018, Síða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 201810 FRÉTTIR „Málsókn fimm innflutnings- fyrirtækja á hendur íslenska ríkinu til endurgreiðslu á ofteknum sköttum í formi tolla á landbúnaðarvörum er óneitanlega stórfrétt vikunnar,“ segir Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands. Páll Rúnar M. Kristjánsson hæstaréttarlögmaður, sem rekur málin, hefur áður lagt ríkið að velli fyrir dómstólum fyrir ólögmæta gjaldtöku vegna innflutnings á búvörum. Hann segir ólögmæti þeirrar gjaldtöku sem nú reynir á, jafnaugljóst og í fyrri málum. Skylda stjórnvalda að eyða óvissu Erna segir að rík skylda hvíli á Alþingi og stjórnvöldum að tryggja lögmæti þegar innheimta skatta og gjalda á í hlut. Óþolandi sé að mikilvægar stoðir íslensks landbúnaðar eins og tollvernd og framkvæmd hennar séu ekki yfir vafa hafin hvað þetta varðar. „Ég er ekki lögfræðingur og hef því ekki forsendur til að tjá mig um lagalegt efni kröfu þessara fyrirtækja en það er mikið í húfi, bæði hvernig þessu máli reiðir af og ekki síður hvernig úr niðurstöðu þess verður unnið reynist umrædd gjaldtaka ólögmæt.“ Málið varðar í stuttu máli tvenns konar útfærslu á tollvernd, annars vegar afnám tolla, til dæmis á grænmetistegundum, þegar innlend framleiðsla er ekki á markaði. Hins vegar svokallaða opna tollkvóta sem eru útfærðir þannig að tollar á tilteknar afurðir eru lækkaðir í tiltekinn tíma þegar innlendar afurðir skortir á markað. Herðir umræðuna „Ég tel augljóst að þetta mál muni herða á umræðum um þessa tilteknu lagaheimild varðandi opnu tollkvótana. Skilgreining á skorti á innlendum vörum er að mínu mati á algerum villigötum eins og framkvæmdin er í dag og í því samhengi að magn tollfrjálsra kvóta frá ESB er að stóraukast. Stjórnvöld, sem hafa sem yfirlýsta stefnu að efla innlenda matvælaframleiðslu, verða að takast á við þessa umræðu,“ segir Erna Bjarnadóttir. /VH Engar bráðaaðgerðir fyrir sauðfjárbændur í haust – Brýnt að skoða hagræðingu í afurðageiranum, segir framkvæmdastjóri LS Að loknum samningafundi ríkis og bænda, sem haldinn var föstudaginn 31. ágúst, er ljóst að ekki er von á bráðaaðgerðum nú í haust. Bændur verða því að taka ákvarðanir sínar nú í haust með hliðsjón af því. Samninganefnd ríkis og bænda gaf út eftirfarandi yfirlýsingu að loknum fundinum. Viðræður ríkis og bænda um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar hófust 20. ágúst sl. Til grund- vallar í þeim viðræðum var yfirlýsing frá sjávarútvegs- og land búnaðarráðherra og Bænda- samtökum Íslands frá 27. júlí sl. Þó niðurstaða um aðgerðir hafi ekki fengist verður viðræðum haldið áfram um almenna endurskoðun sauðfjársamnings. Aðspurður um stöðu viðræðna sagði Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri LS. þetta: „Það eru nokkur vonbrigði að við náðum ekki fram aðgerðum fyrir sláturtíð. Miðað við horfur á mörkuðum væri æskilegt að framleiðsla á lambakjöti myndi dragast saman um 8–10% haustið 2019 frá því sem við áætlum að hún verði í komandi sláturtíð. Samninganefndin mun halda viðræðum áfram um almenna endurskoðun sauðfjársamnings á grundvelli yfirlýsingar sem gefin var út 27. júlí. Það eru fjölmörg atriði sem ríkir sátt og samhljómur um. Meðal annars er brýnt að halda áfram að skoða möguleika á hagræðingu í afurðageiranum. Þar getum við byggt á því sem kemur fram í skýrslu KPMG. Við munum leggja áherslur á aðgerðir sem bæta afkomu bænda og skapa stöðugleika í greininni til framtíðar,” sagði Unnsteinn. /HKr. Málsókn vegna tolla á landbúnaðarvörur: Vekur spurningar um framkvæmd tollverndar – segir Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur BÍ Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri LS. Einboðið að auka verði frelsi sauðfjárbænda og annarra – segir Kristján Þór Júlíusson land búnaðar ráðherra eftir stranga fundalotu Viðræður ríkis og bænda um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar hófust 20. ágúst síðastliðinn. Viðræðurnar fara fram á grunni tillagna sem samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga hefur skilað en ráðherra beindi þeim tilmælum til hópsins í mars 2018 að setja í forgang tillögur til að bregðast við erfiðleikum í sauðfjárrækt. Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir að undanfarið hafi hann hitt um sex hundruð manns á níu bændafundum um stöðu sauðfjárræktarinnar. „Fundirnir hafa verið mjög upplýsandi fyrir mig og tvímælalaust gagnlegir og gott fyrir mig að kynnast viðhorfum fólks sem hefur lifibrauð sitt af sauðfjárrækt.“ Búa þarf bændum frelsi Kristján segist telja einboðið að búa verði sauðfjár- og öðrum bændum meira frelsi til að vinna úr sínum málum á grunni þeirra réttinda sem þeir hafa. „Mínar áherslur liggja í þá veru og með að markmiði að efna til samnings við bændur þar sem þeim er tryggð öruggari framtíð en þeir búa við í dag. Staða sauðfjársamninganna er þannig að fulltrúar stjórnvalda og Bændasamtaka Íslands eru að vinna úr þeim hugmyndum sem komu frá samráðshópnum um endurskoðun búvörusamninganna og út frá þeim skoðunum og viðhorfum sem uppi eru í greininni. Ég vísaði tillögum sem komu inn á mitt borð frá samráðshópnum til samninganefndarinnar að höfðu samráði við Bændasamtök Íslands og það er sá grunnur viðræðnanna sem ég tel að við eigum að byggja á.“ Vinna sem tekur tíma Kristján segir að auðvitað sýnist sitt hverjum um gang samningaviðræðnanna. „Við erum með búvörusamninga sem gilda í tíu ár og fyrri endurskoðun þeirra á að hefjast á næsta ári. Ég óskaði eftir því við samráðshópinn að hann einbeitti sér núna að sauðfjárræktinni vegna þess hvernig árar í greininni. Auk hugmynda frá samráðshópnum hafa komið tillögur frá Landssamtökum sauðfjárbænda og mínum fulltrúum í samningaviðræðunum. Samninganefndin er því að skoða ýmis úræði sem þarf að útfæra. Flestar tillögurnar sem eru til umræðu, hvort sem þær koma frá bændum eða ríkinu, kalla á lagabreytingar sem þarf að útfæra, sníða í frumvarp og leggja fyrir þingið og fá afgreitt og það tekur að sjálfsögðu sinn tíma eftir að samkomulag hefur tekist milli samningsaðila. En það eru allir sammála því að flýta þessari vinnu eins og kostur er.“ /VH „Stjórnvöld, sem hafa sem Mynd / HKr. Eðlilegt að fjármununum verði skilað til neytenda – segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA Ólafur Stephensen, framkvæmda- stjóri Félags atvinnurekenda, svaraði fyrirspurn Bændablaðsins um það hvort og hvernig FA mundi bæta neytendum ofálagningu landbúnaðarvara ynni félagið málið gegn ríkinu vegna tolla á búvörum. „Félag atvinnurekenda er ekki aðili að þessu máli, heldur einstök fyrirtæki. FA fær því enga peninga í hendur ef það vinnst og félagið mun augljóslega ekki útdeila neinu fé. Hvað varðar hins vegar fyrirtækin sem eiga aðild að þessum dómsmálum, þá geri ég ráð fyrir að þessum fjármunum verði skilað til neytenda með einum eða öðrum hætti. Mér þykir slíkt leiða af sjónarmiðum um góða viðskiptahætti og virka samkeppni. Endurgreiðslur útboðsgjaldanna samkvæmt fyrri dómum hafa almennt skilað sér til neytenda í lægra verði á vörum viðkomandi fyrirtækja í framhaldinu. Sum hafa auglýst það sérstaklega, önnur ekki. Það sem meira máli skiptir fyrir neytendur er að þeir muni auk þess njóta í framhaldi af slíkum dómi þess ávinnings í formi lægra verðs, sem niðurstaða dómstóla kallaði á. Það er líka rétt að íslenska ríkið komi sjálft að því að rétta hlut neytenda við þessar aðstæður, því það má ekki gleymast að sé skattlagningin ólögleg þá er það ríkið sem ber bótaábyrgðina í lagalegum skilningi. Við hjá FA höfum alla tíð hvatt okkar félagsmenn til að láta lækkanir á opinberum gjöldum og sköttum ganga áfram til neytenda. Kannanir og rannsóknir hafa sýnt að það gekk eftir, t.d. við niðurfellingu tolla og vörugjalda. Við skipum engum félagsmanni fyrir verkum eða stöndum fyrir einhverjum samstilltum aðgerðum um það hvernig fyrirtækin ráðstafa sínum fjármunum. Þetta er hins vegar okkar einlæga von um framgöngu málsins og eftirmál þess.“ /VH Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Mynd / Georg Theodórsson

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.