Bændablaðið - 06.09.2018, Side 15

Bændablaðið - 06.09.2018, Side 15
Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 2018 15 KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 / 104 REYKJAVÍK / 590 5280 / klettur.is Þegar velja skal vinnuvéla- og landbúnaðardekk skipta gæði, ending og áreiðanleiki höfuðmáli. Maxam dekkin eru hagkvæmur kostur og hafa reynst vel við krefjandi aðstæður. Gerðu kröfur — hafðu samband við sölumenn okkar í síma 590 5280 og kynntu þér kosti Maxam dekkjanna. HAGKVÆM DEKK FYRIR ALVÖRU KRÖFUR Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020 eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b, 105 Reykjavík Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir bújörðum á söluskrá Smávirkjanir Mannvit veitir víðtæka þjónustu vegna forathugana, áætlanagerðar og undirbúnings smávirkjana. Þjónustan innifelur undirbúningsrannsóknir, hönnunarvinnu og mat á umhverfi sáhrifum þar sem við á. Einnig veitum við þjónustu á sviði veituhönnunar og bortækni til jarðhitanýtingar. Rennslismælingar fyrir smávirkjanir www.mannvit.is Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Gúmmíbelti - Fyrir smágröfur Matvælastefna sett á dagskrá – Verkefnastjórn skipuð Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra hefur sett á fót verkefnis- stjórn sem hefur það hlutverk að móta matvælastefnu fyrir Ísland. Matvælastefnan skal liggja fyrir í árslok 2019. Með matvælastefnunni skulu fylgja tillögur að aðgerðaáætlun til innleiðingar stefnunnar fyrir íslenskt atvinnulíf og stjórnkerfi. Verkefnastjórnin er þannig skipuð: Vala Pálsdóttir, formaður, skipuð af ráðherra Ingi Björn Sigurðsson, skipaður af ráðherra Ragnheiður Héðinsdóttir, tilnefnd af Samtökum iðnaðarins Anna Guðmundsdóttir, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi Sigurður Eyþórsson, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands Verkefnastjórar koma frá Matís og auk þess mun Matarauður Íslands eiga áheyrnarfulltrúa. Í tilkynningu úr ráðuneytinu kemur fram að á Íslandi séu um margt kjöraðstæður til að framleiða úrvals matvörur – þökk sé hreinu vatni, jarðvegi og andrúmslofti. Þá sé lífríki hafsins ríkulegt, orkugjafar umhverfisvænir og hér sé dýrmæt matarhefð. „Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar- innar er lögð áhersla á að Ísland skuli vera leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum og tryggð verði áframhaldandi samkeppnishæfni sjávarútvegs á alþjóðlegum mörkuðum. Þá beri að nýta tækifæri sem byggjast á áhuga á matarmenningu með sjálfbærni og gæði að leiðarljósi, þróa á lífhagkerfið enn frekar og stuðla að nýsköpun og vöruþróun til að auka virði afurða og byggðafestu,“ segir í tilkynningunni. Verkefnisstjórnin mun hafa að leiðarljósi við mótun matvæla- stefnunnar að stuðla að sjálfbærri matvæla framleiðslu í gegnum virðiskeðjuna. Bæta aðgengi að hollum matvælum með áherslu á lýðheilsu. Nýsköpun, vöruþróun og virðissköpun í virðiskeðjunni. Uppruna matvæla, merkingar og matvælaöryggi Aðgengi að upplýsingum og gegnsæi. Mikilvægi þess að draga úr matarsóun og samkeppnishæfni á alþjóðlegum markaði.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.