Bændablaðið - 06.09.2018, Qupperneq 20

Bændablaðið - 06.09.2018, Qupperneq 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 201820 Háir vextir, verðtrygging og húsnæðisþáttur í neysluvísitölu eru líklega þeir þættir sem hafa haft skaðlegust áhrif á efnahag fjölskyldna á Íslandi á liðnum árum og áratugum. Þótt þorri landsmanna virðist meðvitaður um þetta vandamál hefur nær ekkert miðað í að bæta úr stöðunni þar sem pólitískan vilja skortir. Í umræðum um lausnir á þessum málum virðist fólk hafa gefist upp á að ræða möguleika á að hinir hefðbundnu bankar á íslenskum markaði hafi nokkurn vilja til að breyta stöðunni. Enda horfir almenningur á ofurhagnað bankanna einmitt vegna ofurvaxta og margvíslegs innheimtukostnaðar af almennum viðskiptavinum. Fjöldinn virðist því ekki reikna með því lengur að nokkur vilji sé fyrir breytingu í bankakerfinu, jafnvel þótt stærsti hluti bankakerfisins sé í eigu ríkissjóðs. Umræður um samfélagsbanka hefur skotið upp kollinum af og til á undanförnum misserum. Hún hefur snúist um væntingar og að kannski sé von til að slíkur banki í eigu fjöldans eða samfélaganna á starfssvæði slíks banka geti breytt stöðunni. Einhvern veginn hefur sú umræða þó aldrei komist á framkvæmdastig og stoppað á því að einhver væri tilbúinn að draga þann vagn af stað. Þó hafa verið uppi vangaveltur um að Sparisjóður Suður-Þingeyinga gæti verið sú stofnun sem mögulega hrinti af stað atburðarás sem leitt gæti til stofnunar samfélagsbanka. Ástæðan er væntanlega sú að innan þeirrar stofnunar er starfandi fólk sem er mjög samfélagslega sinnað og hefur jafnvel lýst andúð sinni á núverandi vaxtastefnu í þjóðfélaginu. Horft til þýska Sparkassen sem á yfir 200 ára sögu Sem leið til stofnunar samfélags- banka hefur töluvert verið horft til hins þýska sparisjóðs, eða „Sparkasse“, sem á sér yfir 200 ára sögu í bankamálum þar í landi. Náði sá áhugi það langt í sumar að einn af framámönnum Sparkassen- Finanzgruppe í Þýskalandi, var fenginn til að setjast niður með áhrifamönnum úr íslenska sparisjóðakerfinu. Þessi maður heitir Wolfram Morales og er forstöðumaður skrifstofu forstjóra austurþýsku sparisjóða samtakanna „Finanz- gruppe Ostdeutscher Sparkassen- verband“. Hann kom hingað til lands í sumar til að gifta sig á Siglufirði og lét sig hafa það að halda þennan fund á Akureyri í brúðkaupsferðinni með konu sinni, Annette Seiltgen [nú Morales]. Á fundinn voru m.a. mættir fulltrúar Sparisjóðs Suður-Þingeyinga. Í framhaldinu hélt Wolfram Morales annan fund í Reykjavík 31. júlí að tilstuðlan Helgu Þórðardóttur, formanns Dögunar, með áhugafólki um samfélagsbanka. Þar mættu einnig fulltrúar nokkurra stærstu verkalýðsfélaga landsins, lífeyris- sjóða, sparisjóða, Samtaka heimilanna og fleiri til að ræða þessi mál að viðstöddum tíðindamanni Bændablaðsins. Wolfram Morales hefur farið víða til að kynna starfsemi Sparkasse keðjunnar, m.a. til Írlands og Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem mikill áhugi hefur verið á stofnun samfélagsbanka. Sparkassen-Finanzgruppe tilbúinn að veita ráðgjöf Á fundinum í Reykjavík lýsti hann sögu Sparkassen og hvað þyrfti til að slíkt kerfi gæti gengið upp. Þá lýsti Wolfram Morales því yfir að Sparkassen-Finanzgruppe væri tilbúinn til að veita ráðgjöf og aðstoða á einhvern hátt ef áhugi væri á að stofna samfélagsbanka sem byggður yrði á svipaðri hugmynd og hinn þýski Sparkasse. Vilhjálmur Bjarnason, ekki fjárfestir eins og hann kallar sig, og varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna, lýsti því á fundinum hvernig hópur áhugafólks hafi um langan tíma rætt þessa hugmynd um stofnun samfélagsbanka á Íslandi. Auk þess að kynna Wolfram og Annette konu hans til leiks, þá kynnti hann Gerði Sigtryggsdóttur og Jón Sigtryggsson frá Sparisjóði Suður-Þingeyinga, sem einmitt sátu fyrri fundinn með Wolfram á Akureyri fyrr í júlí. Sagði Vilhjálmur að líklega þyrfti um einn milljarð króna til að stofna banka af þessum toga auk þolinmóðs fjár sem innlegg í slíkan banka. Sparisjóður Suður-Þingeyinga býður fram aðstoð sína Auk þess að starfa hjá Sparisjóði Suður-Þingeyinga, þá hefur Jón starfað hjá Sambandi íslenskra sparisjóða og situr þar í stjórn. Hann sagði að sparisjóðurinn hafi fylgst náið með umræðunni um samfélagsbanka enda teldu stjórnendur þeirra að spari- sjóðirnir störfuðu á svipuðum hugmyndagrunni. Taldi hann sparisjóðina vera í þokkalegri stöðu til að styðja við uppbyggingu hér á landi á stærra kerfi eins og Sparkassen Finanzgruppe vinnur eftir. Mögulega gæti Sparisjóður Suður-Þingeyinga verið beinn þátttakandi í slíku eða veitt hlutaðeigandi aðgang að kerfum sem nauðsynleg eru til að reka slíkar stofnanir. „Við erum reiðubúin til að aðstoða eins og við mögulega getum,“ sagði Jón. Hann benti á að lög heimiluðu þeim slíkt samstarf að vissu marki. Ein leið til að vinna sig inn í stofnun stærri samfélagsbanka eða hvað það yrði kallað, væri að ganga til samstarfs við sparisjóðina fjóra sem eftir eru í landinu, eða stofna hreinlega nýjan frá grunni, sem væri þó bæði erfitt og kostnaðarsamt. Regluverkið í kringum sparisjóðina setti þeim þó ákveðnar skorður til að stækka mikið frá því sem þeir nú eru. Ef það ætti að nýta sjóðina í þessa veru þyrftu þeir aukið fjármagn í formi stofnfjár og aukins lausafjár. „Ef menn vilja skoða eitthvert samstarf við okkur, þá erum við opin fyrir því. Hingað til hefur það þó verið skortur á fjármagni sem stoppað hefur slíkar hugmyndir.“ Benti Jón á að ríkið ætti mikið fjármagn í gegnum eignarhald í þrem bönkum, Landsbanka, Íslandsbanka og Arion banka. Ýmsar hugmyndir hafi verið uppi um að breyta einhverjum þeirra banka í samfélagsbanka. Ef hugmyndin væri hins vegar að stofna samfélagsbanka fyrir utan þessa banka, þá gætu sparisjóðirnir mögulega verið gluggi inn í það umhverfi. Gerður Sigtryggsdóttir tók undir orð Jóns og sagði að á fundinum á Akureyri hafi Wolfram Morales ítrekað boð um aðstoð við að hrinda stofnun samfélagsbanka í framkvæmd. Sú aðstoð gæti m.a. falist í fræðslu og mögulega á nýtingu kerfa sem Sparkassen Finanzgruppe hefur yfir að ráða. „Hvað sem út úr þessu kemur, hvenær eða hvort af stofnun samfélagsbanka verður, þá munum við þiggja það boð og leita til Sparkassen í Þýskalandi,“ sagði Gerður. Spenntur yfir þeim mikla áhuga sem hér er á samfélagsbanka Wolfram Morales þakkaði boðið og sagðist spenntur yfir þeim áhuga sem væri fyrir stofnun samfélagsbanka á Íslandi. Hann sagðist vera búinn að starfa fyrir Finanzgruppe Ostdeutscher Sparkassenverband, (austurþýsku sparisjóðasamtökin) síðan 1992. Þar hóf hann störf sem hagfræðingur, en þá var þessi fjármálastofnun rekin í fjórum af sextán ríkjum Þýskalands, þ.e. gamla Austur-Þýskalandi, sem sameinaðist Vestur-Þýskalandi formlega 3. október 1990 í kjölfar falls Berlínarmúrsins 9. nóvember 1989. Nú starfar Morales sem ráðgjafi forstjóra austurþýsku sparisjóða- samtakanna þar sem hann hefur vakandi auga með að Sparkassen fari ekki út af braut sinni, hvorki fjárhagslega né gagnvart samfélaginu, eða í alþjóðlegum samskiptum. Hann annast líka tengsl við þýska þingið og á alþjóðavísu hefur Morales m.a. umsjón með samskiptum við Mið-Ameríku, Bandaríkin og Mið-Asíu. Wolfram Morales gantaðist með það að Ísland væri, eins og flestir fundarmenn vissu, ekki ríki í Mið- Asíu. Hins vegar væri þetta í fjórða sinn sem hann kæmi til Íslands. „Eftir að Helga Þórðardóttir [formaður Dögunar] bauð mér að koma hingað fyrir tveim árum í kjölfar meðmæla frá Ellen Hodgson Braun, stofnanda framkvæmdastjóra Public Banking Institute í Kaliforníu, þá hefur Ísland raunverulega orðið hluti af mínu starfi líka.“ Nær 240 ára gömul bankastofnun Fyrsti Sparkassen var stofnaður í Hamborg árið 1779 og spannar saga þessara bankastofnana því 239 ár. Stærstur hluti sparisjóðanna í Þýskalandi var stofnaður á fyrri hluta nítjándu aldar, eða frá Napoleon- stríðinu og fram undir 1850. Í dag eru sparisjóðirnir 385 talsins og strangt skilgreindir samkvæmt lögum sem svæðisbundnir bankar. Í hverju ríki sambandslýðveldisins Þýskalands eru sérstök lög um Sparkassen. Verður hver slík bankastofnun að vera með aðild að Sparkassen samtökunum eða Sparkassen Finanzgruppe. Þá er stafsemi hvers banka skilgreind þannig að hann megi ekki starfa utan þess byggðarsamfélags eða sveitarfélags sem hann starfar í. Saman geta þeir þó unnið á víðara sviði og á alþjóðavísu. Segir Morales að þetta sé lykilatriði, þar sem Sparkassen hafi verið stofnaður í upphafi sem banki samfélagsins og hluti af stjórnkerfi viðkomandi bæjarfélags. Því sé bæjar- eða borgarstjóri á viðkomandi svæði alltaf formaður stjórnar í hverjum Sparkasse. Heyrir bankinn því undir bæjar- eða sýslustjórnir hverju sinni upp að vissu marki. Ýmsar atlögur hafa þó verið gerðar að þessu kerfi. Í peningavandræðum í krepp- unni miklu árið 1931 ákvað þáverandi stjórn Þýskalands að skera á völd bæjarstjórna og sýslna yfir sparisjóðunum samkvæmt stjórnartilskipun einræðisgreinar stjórnarskrárinnar. Var öllum bæjarstjórum þá skipað að láta af hendi peninga úr sparisjóðunum til ríkisins. Á þessum tíma ríkti hálfgerð upplausn á þýska þinginu og nasistar að brjótast þar til valda. Samfélagseign og enginn annar skilgreindur eigandi Í dag er þetta þannig að hvorki bæjarfélög né einstök ríki geta gert eignartilkall til Sparkassen á þeirra svæði og geta því ekki ráðskast að eigin vild með þeirra fé. „Það er einfaldlega enginn einn eigandi að Sparkassen í Þýskalandi. Það er einnig rangt að segja að hver Sparkasse eigi sig sjálfur. Þetta eru eigur almennings. Því höfum við sérstök almenningslög sem segja að enginn, hvorki einstaklingur, hópar eða fyrirtæki, geti gert tilkall til þessara banka. Á hinn bóginn er hver banki nátengdur samfélögunum sem þeir starfa í og í stjórnum þeirra eru því alltaf kjörnir fulltrúar fólksins með bæjar- eða borgarstjóra sem stjórnarformann. Einn þriðji stjórnarmanna er úr hópi verkafólks, einn þriðji úr hópi áhugafólks um rekstur bankans og einn þriðji úr FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Hagfræðingur og ráðgjafi Sparkassen-Finanzgruppe í Þýskalandi fundaði með íslenskum áhugamönnum í sumar: Mikill áhugi fyrir samfélagsbanka á Íslandi – Þýski Sparkassen býður fram liðsinni við skoðun á málinu sem og Sparisjóður Suður-Þingeyinga Wolfram Morales, forstöðumaður skrifstofu forstjóra austurþýsku sparisjóðasamtakanna „Finanz gruppe Ostdeutscher Sparkassen verband“, hélt fundi í sumar með áhugamönnum um stofnun samfélagsbanka. Hann er hagfræðingur Mynd / HKr. Fyrsti Sparkassen var stofnaður í Hamborg í Þýskalandi árið 1779 og spannar saga þessara bankastofnana því 239 ár. Stærstur hluti sparisjóðanna í Þýskalandi var stofnaður á fyrri hluta nítjándu aldar, eða frá Napoleon- stríðinu og fram undir 1850. Í dag eru sparisjóðirnir 385 talsins og strangt skilgreindir samkvæmt lögum sem svæðisbundnir bankar.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.