Bændablaðið - 06.09.2018, Page 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 2018 21
hópi stjórnmálamanna sem tilnefndir
hafa verið af stjórn viðkomandi
svæðis eða bæjarfélags.“
Á fundinum var Morales spurður
að því hvernig hinir áhugasömu væru
valdir inn í stjórnir sparisjóðanna.
Sagðist hann alls staðar hafa verið
spurður að þessu þar sem hann hafi
verið að kynna þessa starfsemi, bæði
á Írlandi og í Bandaríkjunum.
„Hver og einn getur sótt um að
gerast stjórnarmaður í Sparkassen
og sett af stað eigin kosningabaráttu
fyrir slíku ef hann vill. Venjulega fer
þetta þó þannig fram að einhverjir
stjórnmálamenn á viðkomandi svæði
leggja fram nöfn einstaklinga sem
ekki starfa í pólitík. Það getur verið
slátrarinn á horninu, bakarinn í
bænum, kennari, eftirlaunaþegi eða
einhver annar. Ítök stjórnmálamanna
eru því æði mikil.
Stjórn Sparkassen á hverju svæði
verður þó að haga sér nákvæmlega
eins og samfélagið á viðkomandi
svæði ætlast til og verður að þjóna
því.
Sérstök staða í Berlín
Í Berlín er staðan svolítið
sérstök af sögulegum ástæðum.
Sparkassen þar í borg verður að
vera í eigu allra hinna 385 sjóðanna
í landinu. Þetta er tilkomið vegna
átaka sem áttu sér stað á milli
Sparkassen og framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins í Brussel fyrir
rúmum áratug,“ segir Morales.
Hörð átök um einkavæðingu
Sparkassen í Berlín
Tekist var á um Berlin Landesbank
sem átti að gera að stórum banka
með samkrulli við Sparkassen í
Berlín. Þannig var gerð tilraun til að
sprengja upp Sparkassekerfið, ekki
svo ólíkt því sem átti sér stað varðandi
sparisjóðina á Íslandi. Bankinn lenti
hins vegar í fjárhagsvandræðum út
af fasteignabraski og kom þá til
kasta yfirvalda í Berlín að bjarga
honum. Stjórnvöld í Brussel skipuðu
þá stjórnvöldum í Berlín að selja
hlut sinn í Landesbank og þar með
í raun líka Sparekassen í Berlín sem
stofnaður var 1818, gegn því að
heimild yrði gefin til að bankanum
yrði bjargað.
Til að koma í veg fyrir að þarna
yrði til fyrsti einkarekni Sparkassen,
var ákveðið af Deutscher
Sparkassen- und Giroverband
(DSGV), að Landesbank með
Sparkassen innanborðs og sínar
2 milljónir viðskiptavina og 100
milljarða evra eignir, yrði keyptur á
yfirverði, eða tvöföldu markaðsverði
árið 2007. Starfar hann nú sem
hreinn Sparkasse undir nafninu
Landesbank Berlin AG og lýtur
fullum sameiginlegum yfirráðum
Sparkassen samsteypunnar.
Deutsche Bank reyndi líka að
sprengja upp kerfi Sparekassen
Segir Morales að hörð átök hafi
einnig verið við Deutsche Bank
á tíunda áratug síðustu aldar sem
reyndi með hjálp sérhæfðs lögmanns
á alþjóðasviði yfirtöku á Sparkassen
í bænum Stralsund í norðurhluta
landsins við strönd Eystrasaltsins.
„Ég man vel eftir þessum
átökum við kollega mína í Deutsche
Bank þar sem við höfðum sigur.
Nú eru lögin mjög skýr um að
banka Sparkassen getur enginn
keypt, hvorki einstaklingar,
félagasamtök, fyrirtæki eða aðrir. Ef
einhverjar efnahagslegar forsendur
kalla á slíkt geta tveir eða fleiri
sparisjóðir innan samsteypunnar
sameinast á jafnréttisforsendum og
án þess að þar sé um það að ræða að
einn kaupi annan,“ segir Morales.
„Þar er því ekki um að ræða neina
fjármagnsflutninga frá einum stað
til annars.“
Banki fólksins með hagsmuni
nærsamfélagsins í fyrirrúmi
Sparkassen Finanzgruppe, eða
Finanz gruppe Deutscher Spare-
kassen- und Giroverband,
er önnur stærsta af 403
peningastofnunum Þýskalands á
eftir Deutsche Bank. Alls eru um
600 fyrirtæki í nánu samstarfi í
Sparkassen-Finanzgruppe. Auk
þess að sparisjóðirnir eru með
aðgengi að sérfræðingum og
stofnunum í fjármálageiranum
eins og Landesbausparkassen,
Deutsche Leasing, DekaBank
eða Landesbankkonzerne. Þetta
dreifða net er það sem menn kalla
„Allfinanz-Anbieter“.
Bannað að selja eða
hlutafélagavæða
Eins og Morales lýsti á fundinum
í Reykjavík er Sparekassen í raun
eign samfélagsins sem hann starfar
í. Eins konar fé án hirðis eins og
frægt var á Íslandi í aðdraganda
þess að íslensku sparisjóðirnir
voru hlutafélagavæddir. Um þessa
starfsemi í Þýskalandi gildaireins
og fyrr segir sérstök ströng löggjöf.
Því er ekki hægt að selja eða
hlutafélagavæða slíka banka á
nokkurn hátt. Aðild að bankanum
eiga allir þeir sem þar eru í
viðskiptum.
Sparkassen Finanzgruppe
skuldbindur sig til að hafa
samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi í
sinni starfsemi. Þessir sparisjóðir, ef
svo má kalla, hafa t.d. ekki heimild
til að stunda áhættuviðskipti með
skuldabréfavafninga og þess háttar
og alls ekki út fyrir landamæri
Þýskalands. Það var þeim til happs
í efnahagshruninu 2008.
Sparkassen bankar
eru 385 talsins
Sparkassen Finanzgruppe var með
134.573 útibú í Þýskalandi 2016
og um 50 milljón viðskiptavini.
Innlánsstofnunum sem heyra undir
þessa keðju hefur fækkað talsvert
í Þýskalandi á síðustu árum, m.a.
vegna sameininga og þeirra sem
lagðir hafa verið niður. Þannig hafði
þeim fækkað úr 417 árið 2013 í
390 árið 2017. Nú eru þær 385 með
eignir upp á rúmlega 1.173 milljarða
evra [um 145 þúsund milljarðar ísl.
kr.] eða 16,38% af heildareignum
á Þýskalandsmarkaði (2016). Hafa
eignir þessara stofnana stöðugt verið
að vaxa á undanförnum árum, eða úr
rúmlega 1.120 milljörðum árið 2014.
Fyrir utan Sparkassen í Berlín
með sínar 100 milljarða evra eignir
þá eru stærstir í Sparekassen-
keðjunni Hamburger Sparekasse
AG með eignir upp á 43,9 milljarða
evra og 187 útibú og Sparkasse
KölnBonn með um 30 milljarða
evra eignir. Margir sparisjóðanna
eru svo miklum mun minni, með
kannski um 200 milljóna evra eignir.
Til samanburðar er Deutsche
Bank sem er ellefti stærsti banki
heims með heildareignir sem voru
í maí 2018 metnar á 1.770 milljarða
dollara. Það svarar til nærri 180
þúsund milljörðum íslenskra króna.
Um fjögur þúsund milljarða króna
eignir íslensku lífeyrissjóðanna eru
því nánast eins og skiptimynt í þeim
samanburði.
Aðalatriðið að bankinn geti
þjónað samfélaginu
Wolfram Morales segir ekki
nauðsynlegt að hver og einn
sparisjóður sé mjög stór til að geta
þjónað hlutverki sínu vel í sínu
samfélagi. Hins vegar telur hann að
ekki sé hægt að uppfylla öll skilyrði
fyrir útibúum frá slíkum banka nema
að samfélagið í kringum bankann sé
að ákveðinni lágmarksstærð hvað
íbúafjölda varðar. Þar sé lágmarkið
um 5.000 manns, eða 4.000
viðskiptavinir. Þá skiptir auðvitað
líka hver hlutdeild bankans, eða
útibúsins, er á viðkomandi markaði.
Bendir Wolfram Morales á að
markaðshlutdeild Sparkassen á
þéttbýlum svæðum þar sem hann
starfar sé um 50%, en í dreifbýlinu
um 70 til 90%. Ef viðskiptasvæði
útibús telur ekki nema um 5.000
manns þá telur hann að meirihlutinn
þurfi að vera í viðskiptum við
útibúið. Að vísu tók Morales
fram að erfitt væri að negla niður
ákveðna tölu í þessum efnum því
ýmsir þættir gætu spilað þar inn í.
Þyrfti víðtækan stuðning íbúa á
fámennari svæðunum
Miðað við þessa formúlu Wolfram
Morales þá gæti samfélagsbanki
af þessum toga með móðurbanka
á höfuðborgarsvæðinu og þar
hugsanlega með tvö útibú,
mögulega rekið þokkalega stórt
útibú á Eyjafjarðarsvæðinu.
Síðan eitt á Egilsstöðum eða í
Fjarðabyggð, eitt á Selfossi og
eitt í Reykjanesbæ. Hugsanlega
eitt á Akranesi og mögulega eitt
í Skagafirði ef engin væri þar
samkeppnin. Varla væri raunhæfur
möguleiki á rekstri útibús á
Snæfellsnesi né á Vestfjörðum
samkvæmt orðum Morales, nema
íbúar þar stæðu allir sem einn þétt
á bak við slíkan samfélagsbanka.
Spinder fjósainnréttingar eru
hannaðar og prófaðar eftir
ströngustu gæðakröfum og miða
að velferð bæði dýra og manna.
Áralöng reynsla hefur leitt af
sér innréttingakerfi sem auðvelt
er að aðlaga að nánast öllum
þörfum nútímafjósa.
Við afgreiðum stíur, jötugrindur
og milligerði í mörgum stærðum
og gerðum og í flestum tilfellum
er afgreiðslutíminn stuttur og
varan flutt heim í hlað.
Hafðu samband:
bondi@byko.is
INNRÉTTINGAR
byko.is
Í Kaliforníu í Bandaríkjunum voru
stofnuð sérstök samtök áhugafólks
um stofnun samfélagsbanka.
Deutsche Bank gerði atlögu að spari-
tíunda áratugnum en mistókst.
Sparkassekeðjan er næststærsta
Frá fundi áhugamanna um samfélagsbanka sem haldinn var í Reykjavík 31. júlí. Talið frá Vinstri. Vilhjálmur Bjarnason, varaformaður Hagsmunasamtaka
Mynd / HKr.
Hodgson Braun, stofnanda framkvæmdastjóra Public Banking Institute í
af hálfu fram kvæmda stjórnar
kaupum Deutscher Sparkassen-und