Bændablaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 39
Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 2018 39 Félag skógarbænda á Norður- landi bauð til skógar göngu fimmtu daginn 16. ágúst síðastliðinn að Hróarsstöðum í Fnjóskadal. Þátttaka var þokkaleg eða um 30 manns. Sigurlína formaður félagsins bauð fólk velkomið og bauð stjórnin upp á heimagerða lerkisveppasúpu og brauð. Skógarbændurnir Agnes og Kristján á Hróarsstöðum fræddu gesti um sögu skógræktar í Fnjóskadal og á Hróarsstöðum. Genginn var hringur um skógræktarsvæðið og tré skoðuð, eins bar fyrir augu rjúpuhreiður og kolagrafir, sem eru algengar í dalnum. Að lokinni göngu bauð Félag skógarbænda upp á ketilkaffi og kleinur sem var þegið með þökkum og fóru menn saddir og ánægðir heim. Í um 100 metra hæð yfir sjávarmáli Hróarsstaðir eru í miðri sveit og er dalbotninn í um 100 metra hæð yfir sjávarmáli. Jörðin er um 2 km frá norðri til suðurs og frá miðri Fnjóská upp undir vatnaskil á Vaðlaheiði til vesturs. Landið er sundurskorið af þremur djúpum giljum, en einnig grófum og lækjarfarvegum. Hólar (eða hjallabrot) eru í um 260 m.h.y.s. Þeir mynduðust við afrennsli af skriðjökli á ísöld sem var í Eyjafirði og náði að loka Dalsmynni sem er nyrst í Fnjóskadal. Það myndaði stórt og mikið stöðuvatn í dalnum og eru hólarnir gömlu vatnsyfirborðin í dalnum. Öskufall frá eldgosum olli miklu tjóni Talið er að um 1650 hafi verið svo há tré í Fnjóskadal að bolur þeirra hafi verið um 20 álnir upp að greinum. Birkiskóga er getið í heimalandi flestra jarða í Fnjóskadal 1712, þar á meðal Hróarsstaða. Í ferðabók Eggerts Ólafssonar 1752-1757 er sagt að Fnjóskadalsskógur hafi staðið verulega framar öðrum skógum. En öskufall úr Kötlugosi 1755, Heklugosi 1766 og Skaftáreldagosi í Lakagígum 1783 olli miklu tjóni á skógum. Eyddust þá skógar í Eyjafirði og Skagafirði og varð ásókn í skóga í Fnjóskadal því mikil, bæði í kol og raftviði. Mjög kalt var árin 1753-1757 og hefur það ekki verið til að bæta ástandið. Mjög margar kolagrafir Mjög mikið er af kolagröfum í landi Hróarsstaða, stundum stór og lítil hlið við hlið og bendir það til að mikið hafi fallið til af skógi. Sauðfjárbeit, ekki síst vetrarbeit hefur síðan tekið allan nýgræðing, því hefur skógurinn ekki náð að halda sér við. Talið er að skógur hafi eyðst að fullu á Hróarsstöðum seint á átjándu öld. Hróarsstaðir í „Fnjóska- dalshreppi“ voru í eign Munka - þverárklausturs, síðar Munka- þverárkirkju árið 1712 en þjóðjörð til ársins 1916. Þá kaupir hana Helgi Sigurðsson frá Veturliðastöðum og býr þar til 1924. Árið 1924 kaupa afi og amma Kristjáns, Sigurður Davíðsson og kona hans Kristín Benediktsdóttir, Hróarsstaði. Þar bjuggu einnig með þeim sonur þeirra Davíð og dóttir þeirra Guðrún. Neðan við girðingu uxu strax birkiplöntur. Þá er skóglaust með öllu á jörðinni og talsverður uppblástur. Fljótlega eftir það var farið að girða í kringum túnið og hluti af því svæði var friðað. Hróarsstaðir standa á móti Vaglaskógi og þaðan er mikið fræfok yfir Fnjóskána sem stuðlaði að sjálfsáningu birkisins sem kom upp í brekkunni þegar friðað var. Fyrst plantað 1949 Fyrsta plöntunin á Hróarsstöðum og jafnframt fyrsta skjólbeltið er þegar túnið neðan brekkunnar var sléttað en þá flutti móðurbróðir Kristjáns, Davíð H. Sigurðsson, sjálfsánar plöntur úr stykkinu og plantaði þeim meðfram girðingunni rétt neðan við bæinn árið 1949. Ísleifur Sumarliðason var skógarvörður á Vöglum frá 1949–1987, í hans tíð var hægt að fá plöntur til gróðursetningar og smávegis af lerki, rauðgreni, blágreni og skógarfuru var plantað í vik og eyður í brekkuna. Þessar plöntur lifðu misvel, af skógarfurunni eru innan við fimm lifandi vegna furulúsar, en þær eru samt beinvaxnar. Þar sem skógurinn var ekki stór en með hlutfallslega stóran jaðar, þá safnaði hann miklum snjó sem braut tré, ekki síst grenið. Uppgræðsla mela hefur lengi átt sér stað á Hróarsstöðum. Allt heyrusl hefur verið sett á mela nálægt túnum í mörg ár og þeir gróið vel upp af því. Eftir 1970 er farið að friða stærra svæði, skógræktarsvæðin stækkuðu til norðurs og upp, norðan heimatúns í um 400 m hæðarlínu y.s.m Segja má að utan um heimatúnið sé að koma skjól eða skjólbelti bæði með plöntun og af sjálfsáningu birkis og víðis. Árin 1981 til 1995 plantaði Kristján og frá 1985 með Agnesi á eigin vegum 200 til 1000 plöntum flest árin, alls ca. 6.000 plöntum. Fyrstu árin var lerkið úr móbandi en stafafuran berrótarplöntur Hróarsstaðir gerðust aðili að Nytjaskógrækt á bújörðum árið 1997. Plantað var um 2.500 plöntum árin 1996-1999. Hróarsstaðir gerðust aðili að Norðurlandsskógum árið 2000. Búið er að planta um 138.000 þúsund plöntum á vegum Norðurlandsskóga frá árinu 2002 til 2018. Mest plantað af rússalerki Mest hefur verið plantað af rússalerki eða um 105.000 plöntum, stafafuru 14.600 og grenitegundum um 14.000 plöntum, alls 32 plöntutegundum með skjólbeltum. Lögð var áhersla á að planta í mela og þar sem jarðvegur er rýr og skilyrði erfið. Sleppt er röku landi, enda er þar víða gulvíðir og ekki er heldur plantað í skógviðarbróðurbrúska. Skógræktarsvæðið á Hróars- stöðum er núna um 131 hektari, en friðun lands er rúmlega helmingi stærra og þar kemur birkið upp að sjálfu sér. Búið er að planta í um 68 hektara af svæðinu. Höfundur: Agnes Þórunn Guðbergsdóttir, skógarbóndi á Hróarsstöðum. VIÐ SKÓGAREIGENDUR Skógarganga Félags skógarbænda á Norðurlandi að Hróarsstöðum í Fnjóskadal Hellt upp á ketilkaffi. Frá skógargöngunni að Hróarstöðum í Fnjóskadal. Gestgjafarnir Agnes og Kristján sitja í stólum sínum og fyrir aftan þau standa stjórnarliðarnir Sigurlína Jóhannesdóttir, Sigrún Þorsteinsdóttir og Birgir Steingrímsson. Lerkistólar sem smíðaðir voru af Lars Nielsen. Vesturhrauni 3 - 210 Garðabær 480-0000 - sala@aflvelar.is - www.aflvelar.is Cleanfix TW300S er virkilega góð og sterkbyggð teppahreinsivél Vinnslubreidd: 26 cm Afl: 1000W Sog: 210 mbar Tankar: 7+7 lítra Verð: 99.944 kr Teppahreinsivél Húsgagnahaus Hentar vel í t.d. bílaþrif Vinnslubreidd: 8 cm Verð: 16.698 kr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.