Bændablaðið - 08.03.2018, Side 6

Bændablaðið - 08.03.2018, Side 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. mars 2018 Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 10.500 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara kostar 5.250 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Íslenskir bændur standa frammi fyrir fjölmörgum áskorunum, en á nýafstöðnu Búnaðarþingi var ekki að heyra neina uppgjöf heldur þvert á móti. Það sem meira er, að ályktanir þingsins eru um margt ákveðnari og lausnamiðaðri en oft áður. Það er alveg ljóst að íslenskir bændur eru ekki eftirbátar kollega sinna um allan heim þegar kemur að því að framleiða hágæða matvöru og vilja til að tryggja samlöndum sínum fæðuöryggi. Í heimi frjálsra viðskipta milli landa þá hafa ýmsir hagsmunaaðilar samt oft gert lítið úr hugtakinu fæðuöryggi. Það væri eitthvað sem tilheyrði fortíðinni og ætti ekkert erindi í heimi frjálsra milliríkjaviðskipta þar sem unnið væri hörðum höndum að því að brjóta niður alla tollmúra. Gallinn við þessa hugmyndafræði viðskiptagúrúa er að hún gengur bara ekki upp í raunheimi venjulegs fólks. Á átakasvæðum víða um heim og þar sem breytingar á veðurfari eru að hafa mikil áhrif á landbúnað og þar með matvælaframleiðslu, er upplifunin því miður ekki glæsileg. Milljónir manna upplifa hungur á hverjum einasta degi og lífsbarátta þess snýst ekki um glæsikerrur, hátæknihúsbúnað eða nýjustu fatalínutískuna, heldur einfaldlega mat og vatn. Í Bændablaðinu í dag má sjá frétt sem greinir frá því að fæðuöryggi íbúa Austur- Afríku sé víða ótryggt. Verðhækkun á korni og ófriður á svæðinu er helsta ástæða þess. Stór hluti íbúa landa eins og Búrúndi, Úganda og Sómalíu þarf mataraðstoð til þess einfaldlega að halda lífi. Milljónir manna hafa misst heimili sín og möguleika á að stunda búskap sér til lífsviðurværis. Vegna skorts á mat hefur verð á honum víða margfaldast og svartamarkaðsbrask með matvöru er mikið. Niðurfellingar á tollum hjálpa þessu fólki ekki neitt, þar sem markaðurinn er hvort sem er í rúst. Hins vegar geta tollaniðurfellingar eyðilagt þann litla sjálfsbjargarvott sem illa staddur landbúnaður í þessum ríkjum býr þó enn yfir. Hann getur ekki á nokkurn hátt keppt við fjöldaframleiddar afurðir iðnríkjanna. Þetta er sá ískaldi veruleiki sem almenningur í þessum hrjáðu löndum býr við. Það mættu þeir sem búa í vellystingum alla daga hafa í huga þegar af glannaskap er vaðið áfram í samningum er snerta samkeppnismöguleika innlendrar framleiðslu gagnvart innflutningi. Það eru þó ekki bara tollar sem skipta máli þegar rætt er um samkeppni á jafnréttisgrunni. Varðandi Ísland ætti málið að vera nokkuð augljóst en virðist samt ekki hafa verið það í skilningi þeirra sem ráðið hafa ferðinni. Íslendingar gera miklar kröfur um heilnæmi matvæla og heilbrigði þeirra dýrastofna og jurta sem nýtt eru til matvælaframleiðslu. Af hverju í ósköpunum gerum við þá ekki sömu kröfur til framleiðsluhátta í þeim löndum sem verið er að kaupa frá kjöt, grænmeti, ávexti og korn? Er bara allt í lagi að erlendir framleiðendur geti notað eiturefni og sýklalyf eins og þeim sýnist til að auka uppskeru nytjajurta og vöxt dýra á sama tíma og við krefjum íslenska bændur um að gera þetta ekki? Á nýafstöðnu Búnaðarþingi kom m.a. fram að íslenskir bændur ætla ekki að láta hanka sig á að þeir standi ekki sína plikt varðandi litla sem enga notkun eiturefna og sýklalyfja. Þeir undirbúa nú að setja af stað vinnu þar sem allir geti sannreynt að hreinleiki íslenskra landbúnaðarafurða sé ekki bara innantóm orð. Fáum við einhvern tíma að sjá slíkt varðandi matvæli sem hingað eru flutt? /HKr. Harður heimur ÍSLAND ER LAND ÞITT Héðinsfjörður er tæplega 6 km langur eyðifjörður nyrst á Tröllaskaga, á milli Hestfjalls að vestan og Hvanndalabyrðu að austan. Fyrir botni fjarðarins er ágætt veiðivatn, Héðinsfjarðarvatn, og er útrennsli úr því um Héðinsfjarðarós út í fjörðinn. Við vatnið og inn af því voru áður fáeinir var mest farið um Fossabrekkur til Ólafsfjarðar. Árið 2006 hófst vinna við Héðinsfjarðargöng, sem liggja á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar um Héðinsfjörð, og voru þau opnuð 2. október 2010. Búnaðarþingi er nýlokið og búnaðar- þingsfulltrúar komnir til síns heima eftir tvo þingdaga í Bændahöllinni í Reykjavík. Þingið var styttra nú en áður og jafnframt var sú ákvörðun tekin að hafa það pappírslaust. Í aðdraganda hafði ég á orði við samstarfsfólk mitt að nýtt fyrirkomulag væri áhættuatriði. Þær áhyggjur voru tilefnislausar því þingstörfin hafa sjaldan gengið jafn vel og hindrunarlaust fyrir sig. Pappírsleysið kom ekki að sök og það var tímanna tákn að horfa yfir tæplega 50 manna hóp bænda með fartölvur fyrir framan sig. Um 200 manns voru viðstaddir þingsetningu í Súlnasal á mánudaginn. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, heiðraði bændur með nærveru sinni ásamt ráðherrum, þingmönnum og öðrum góðum gestum. Fulltrúar norrænna bænda hafa aldrei verið jafn margir við setningu Búnaðarþings. Það er full ástæða til að þakka þeim fjölmörgu vinum bænda sem sýndu okkur þann heiður að mæta við setningu Búnaðarþings 2018. Stór hagsmunamál Á dagskrá Búnaðarþings voru að venju fjölbreytt mál sem varða hagsmuni bænda og íslensks landbúnaðar. Í ályktun þingsins um endurskoðun búvörusamninga er þess krafist að henni verði flýtt vegna forsendubrests. Jafnframt krefst Búnaðarþing þess að stjórnvöld lögleiði nú þegar heimild til landbúnaðarráðherra til tímabundinnar íhlutunar í lambakjötsmarkaðinn vegna bráðavanda sauðfjárbænda og afurðastöðva. Það er ljóst að þær vonir sem gerðar voru við þróun afurðaverðs í sauðfjárræktinni hafa ekki staðist. Kúabændur vilja flýta ákvörðunum um framtíðarfyrirkomulag framleiðslustýringar og þess vegna leggur Búnaðarþing til að kosning um kvótakerfið fari fram í ársbyrjun 2019. Þá leggur þingið til að stuðningur verði aukinn í garðyrkjunni svo markmið um niðurgreiðslu dreifingarkostnaðar raforku náist. Tollvernd á kartöflum og útiræktuðu grænmeti verði færð í eðlilegt horf og að tryggðir verði fjármunir til að bæta afurðatjón vegna alvarlegra plöntusjúkdóma. Jafnframt er farið fram á að eftirlit með innflutningi á plöntum og grænmeti verði stóraukið. Bændur hafa um langt skeið gagnrýnt þverrandi virkni tollverndar fyrir íslenskan landbúnað. Í ályktun um tollamál er ætlast til að ríkisstjórn Íslands og Alþingi taki stöðu með innlendri matvælaframleiðslu með því að styrkja tollvernd íslensks landbúnaðar. Svo fast er kveðið að orði að samningum við ESB um tollfrjálsa kvóta fyrir landbúnaðarafurðir frá árunum 2007 og 2015 verði sagt upp með vísan til breyttra forsendna. Búnaðarþing ályktaði líka um aðgerðir vegna dóms EFTA-dómstólsins um innflutning á hráu kjöti, eggjum og ógerilsneyddri mjólk. Þar leggja bændur höfuðáherslu á að íslensk löggjöf tryggi áfram vernd heilsu manna og dýra með bestu mögulegu aðferðum til að vernda innlenda búfjárstofna, koma í veg fyrir fjölgun matarsýkinga og aukningu á sýkingum af völdum sýklalyfjaónæmra baktería. Við förum einfaldlega fram á að niðurstaða EFTA- dómstólsins í málum E-2/17 og E-3/17 frá 14. nóvember 2017 verði ekki innleidd óbreytt. Það verði gert með samningaviðræðum við Evrópusambandið. Fleiri mál voru í deiglunni sem of langt mál er að telja upp hér. Vísað er í nánari umfjöllun í blaðinu og á vefnum bondi.is. Veljum íslenskt Merkileg ályktun var gerð á þinginu um innkaupastefnu opinberra aðila. Því er beint til fjármálaráðuneytis að endurskoða innkaupastefnu ríkisins og lög um opinber innkaup með það að markmiði að opinberar stofnanir skuli velja innlend matvæli þar sem því er við komið. Það gæti skipt verulegu máli fyrir innlenda matvælaframleiðslu ef hér verður hugarfarsbreyting. Áætlað er að opinberar stofnanir íslenska ríkisins noti um 150 milljarða króna í innkaup á hverju ári og 300 milljarða ef sveitarfélög eru meðtalin. Með aukinni áherslu á innlend matvæli í innkaupastefnu ríkisins yrði samkeppnishæfni íslensks landbúnaðar styrkt. Landbúnaðarráðherra kom inn á þetta í ræðu sinni við setningu þingsins og greindi frá því að nú þegar hefði ríkisstjórnin skipað starfshóp til að vinna málinu brautargengi. Við sama tækifæri sagði ráðherra frá því að vinna væri að hefjast í ráðuneytinu um mótun heildstæðrar matvælastefnu fyrir Ísland. Það voru góðar fréttir. Ekki einkamál sauðfjárbænda Ekki voru allir bændur jafn ánægðir með orð Kristjáns Þórs Júlíussonar við setningu Búnaðarþings þegar hann vék tali sínu að rekstrarvanda sauðfjárbænda. Þar orðaði hann það sem svo að lausn vandans ætti ekki að koma eingöngu frá stjórnvöldum. Bændur yrðu að taka frumkvæði að því að greiða úr stöðunni og spyrja hvernig þeir gætu styrkt tekjugrundvöll greinarinnar og náð jafnvægi í framleiðslu. Það er mikill misskilningur nýs landbúnaðarráðherra að bændur hafi ekki haft frumkvæði að því að leita lausna. Allir sem fylgst hafa með þessu máli vita að þar hefur ekki staðið á bændum. Staðreyndin er sú að stjórnvöld drógu lappirnar alltof lengi og höfðu ekki dug til þess að ráðast að rótum vandans í samvinnu og sátt við bændur. Kosningar og ríkisstjórnarskipti settu svo strik í reikninginn. Vonandi ber nýjum ráðherra gæfa til að finna leiðir út úr vandanum í samvinnu við bændur. Hann er ekki einkamál sauðfjárbænda og ráðuneyti landbúnaðarmála getur aldrei orðið stikkfrí í jafn viðamiklu máli. Ný stjórn og fleiri félög í BÍ Stjórn Bændasamtakanna er kjörin til tveggja ára á hverju Búnaðarþingi. Guðný Helga Björnsdóttir, bóndi á Bessastöðum í Vestur-Húnavatnssýslu, gaf ekki kost á sér til endurkjörs en það gerðu aðrir stjórnarmenn sem allir hlutu góða kosningu. Guðnýju Helgu er þakkað ákaflega gott samstarf og framlag sitt í félagsstörfum fyrir bændastéttina. Um leið fögnum við nýrri stjórnarkonu, Guðrúnu Tryggvadóttur, bónda í Svartárkoti í Bárðardal. Tvö ný félög gengu til liðs við Bændasamtök Íslands á þinginu. Það eru Beint frá býli og VOR-verndun og ræktun, félag framleiðenda í lífrænum búskap. Sannarlega góður liðstyrkur og eru félögin boðin velkomin í samtökin. Það var góður andi í búnaðarþingssalnum þegar þinginu var slitið síðla þriðjudags. Samstaða og samhljómur voru einkennandi fyrir þingið. Fulltrúar komu vel undirbúnir og úr nefndunum komu beittar tillögur og vel unnar. Erfið mál hafa þjappað okkur saman og allir eru einbeittir í því að vinna að auknum hag stéttarinnar. Fram undan eru spennandi tímar og við þurfum ekki að kvíða framtíðinni. Við erum á réttri leið. Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands sindri@bondi.is Beittar tillögur frá Búnaðarþingi 2018 Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Anna Kristín Ólafsdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.