Bændablaðið - 08.03.2018, Qupperneq 9

Bændablaðið - 08.03.2018, Qupperneq 9
9Bændablaðið | Fimmtudagur 8. mars 2018 Í samræmi við sjálfbærnisstefnu Hótels Fljótshlíðar þá hafa starfsmenn mælt lífrænan úrgang í nokkur tíma, sett sér markmið og innleitt verklag til að draga úr matarsóun hótelsins. „Já, við settum okkur það markmið fyrir árið 2017 að draga úr matarsóun um 25% á milli ára. Niðurstöður liggja nú fyrir og það kom okkur ánægjulega á óvart að þær aðgerðir sem við gripum til leiddu til þess að matarsóun fyrir hvern gest var hvorki meira né minna en 57% minni árið 2017 miðað við árið á undan,“ segir Arndís Soffía Sigurðardóttir hótelstjóri, hæstánægð með árangurinn. Sofna ekki á verðinum Arndís Soffía segir að margt hafi verið gert á hótelinu til að draga úr matarsóuninni. „Fyrst þurftum við að komast að því hvar við stæðum með mælingum. Þá tók við markmiðssetning, fræðsla til starfsfólks og hvatning til gesta til að draga úr sóun. Við tókum innkaupin okkar í gegn og framsetningu hlaðborða. Margs konar verklag í eldhúsi var innleitt til að sporna við sóun. Þá er stór þáttur í þessum árangri nýtt skipulag á kælum og birgðum sem veitti betri yfirsýn. Fyrst og fremst er mikilvægt að hafa markmið til að keppa að og vera sífellt að leita nýrra leiða til að draga úr sóuninni, reyna að sofna ekki á verðinum,“ segir Arndís Soffía og leggur áherslu á að allir starfsmenn voru tilbúnir að vinna að verkefninu og ná tilsettu markmiði sem tókst. /MHH góðir hálsar Um 200 íslenskir karlmenn greinast árlega með krabbamein í blöðruhálskirtli. Með því að kaupa Mottumarssokkana leggur þú baráttunni gegn krabbameini í blöðruhálskirtli lið. Pantaðu þitt par í vefverslun okkar á mottumars.is # mottumars Hótel Fljótshlíð nær frábærum árangri í betri nýtingu matvæla: Matarsóun minnkaði um 57% á milli ára Sérstök sjálfbærnisstefna er rekin á Hótel Fljótshlíð sem hefur virkað mjög vel. Arndís Soffía Sigurðardóttir, hótelstjóri og einn eigenda hótelsins. Umferðin í nýliðnum febrúar á Hringveginum dróst saman um 2,6 prósent sé tekið mið af sama mánuði fyrir ári síðan. Samdráttinn má líklega rekja til tíðarfarsins sem var óvenju erfitt í mánuðinum. Mest dróst umferðin saman á Vesturlandi, eða um rúm 7 prósent, en umferð jókst mest um teljarasnið á Austurlandi, um ríflega 9%. Hvað einstaka teljarasnið varðar þá dróst umferðin mest saman um Hringveg undir Hafnarfjalli, eða um 10,6%, aftur á móti varð mesta aukningin um teljarasnið á Fagradal á Austurlandi, eða um 10,8%. Þrátt fyrir samdrátt miðað við síðasta ár mældist umferðin, í nýliðnum febrúar, sú næstmesta í febrúarmánuði frá upphafi samantektar, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. /MÞÞ Umferð á Hringvegi: Tæplega 3% sam- dráttur í febrúar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.