Bændablaðið - 08.03.2018, Síða 14

Bændablaðið - 08.03.2018, Síða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. mars 2018 „Okkur tekst núna í ár að heimsækja alla grunnskóla landsins utan Reykjavíkur með skemmtilega listviðburði í farteskinu. Við erum mjög ánægð með þann árangur, viðtökur hafa verið góðar og börnin hafa notið listviðburða af ýmsu tagi,“ segir Elfa Lilja Gísladóttir, verkefnasjóri verk- efnisins List fyrir alla, sem er barnamenningarverkefni á vegum mennta- og menningar- málaráðuneytis. Þessu verkefni er ætlað að velja og miðla listviðburðum um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Elfa Lilja segir að höfuðáherslan sé lögð á menningu fyrir börn og með börnum, með það markmið að leiðarljósi að öll grunnskólabörn á Íslandi eigi þess kost að njóta reglulegra heimsókna listafólks. „Við setjum stefnuna á að yfir tíu ára grunnskólagöngu fái börnin að kynnast fjölbreytileika listanna, íslenskum menningararfi og list frá ólíkum menningarheimum,“ segir hún. Rúmlega 13.000 börn í samtals 123 grunnskólum njóta listviðburða skólaveturinn2017–2018. Alls hafa 14 viðburðir af ýmsu tagi verið í boði. „Við höfum ekki náð að sýna hverju einasta barni alls staðar á landinu þessa viðburði, sumir þeirra eru ætlaðir börnum á yngsta stigi, aðrir eru fyrir mið- eða unglingastig, en við höfum náð því að bjóða öllum skólum upp á listviðburð,“ segir Elfa Lilja. Í liðinni viku komu góðir gestir norður yfir heiðar og buðu börnum á yngsta stigi grunnskólans, frá Akureyri og nærsveitum, upp á hljóðsöguna Heyrðu Villuhrafninn mig með Dúó Stemmu. Þau Herdís Anna Jónsdóttir fiðluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari skipa Dúó Stemmu, bæði starfa sem hljóðfæraleikarar í Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Umgjörð eins og best verður á kosið „Það er virkilega gaman þegar við getum boðið upp á okkar listviðburði í menningarhúsum, eins og í Hofi, þar sem öll umgjörð er eins og best verður á kosið,“ segir Elfa Lilja. Hún bætir við að hvarvetna megi finna fyrir velvilja innan menningarhúsanna að fá grunnskólanemendur inn í húsin, en samstarf þar um er m.a. við Menningarfélag Akureyrar, Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs, Salinn í Kópavogi, Listasafn Árnesinga, Listasafn Íslands, Þjóðleikshúsið, Edinborgarhúsið á Ísafirði og Bæjarbíó í Hafnarfirði. „Við fögnum þessu samstarfi mjög,“ segir hún. Á Akureyri, Húsavík og nágrannasveitarfélögum mættu tæplega 1.500 börn úr fyrsta til fjórða bekk úr alls 19 grunnskólum. Í lok febrúar upplifðu allir nemendur í 7.–10. bekk í Fjarðabyggð og Fljótsdalshéraði leikritið Skuggamynd stúlku. Það fjallar um Brynju sem verður vitni að alvarlegu einelti sem gengur allt of langt. Hreindís Ylva Garðardóttir Hólm leikkona fer með hlutverk Brynju í leikstjórn Agnesar Wild sem jafnframt sá um tæknihlið verksins. Nú í byrjun mars fá nemendur á Austurlandi í heimsókn brúðugerðarkonuna Greta Claugh og læra af henni að hanna brúður. Greta Claugh rekur Brúðuleikhús á Hvammstanga. „Við fögnum samstarfi við alla þessa ólíku listamenn og listhópa,“ segir Elfa Lilja og bendir á að áhugasamir geti kynnt sér öll þau verkefni sem í boði eru á heimasíðu verkefnisins, listfyriralla.is. Auk þess sem markmið með verkefninu List fyrir alla er að bjóða grunnskólabörnum upp á vandaðan listviðburð óháð búsetu og efnahag og jafna þannig aðgang barna að slíkum viðburðum, segir Elfa Lilja að með því náist einnig að tengja saman hóp listamanna og skólanna sem taka höndum saman og miðla skemmtilegum viðburðum til barnanna. Viðburðirnir eru af ýmsu tagi og snerta flest svið, en leitast er við að gera allar listgreinar sýnilegar sem kostur er. Í öllum tilvikum eru viðburðir unnir af fagfólki. Börn eiga aðeins það besta skilið „Það er langt í frá sama hvernig við kynnum listviðburð fyrir börnum. Stundum höfum við fullorðna fólkið tilhneigingu til að afgreiða barnamenningu sem léttvæga afþreyingu í samanburði við hinn djúpa og flókna menningarheim fullorðinna. Það er hættulega röng ályktun því dæmið snýr öfugt. Það er dauðans alvara að börn lesi bækur, hlusti og horfi á leikrit, upplifi litríkar sýningar, njóti tónlistar, dansi, læri að syngja, semji ljóð og spili á hljóðfæri. Það er lykill að framtíð mildi og mannúðar. Þannig búum við til betra fólk til framtíðar litið og um leið mannlegri samfélög og tilvist. Börn eru um 25% þjóðarinnar, þau eru nú þegar neytendur þegar að listinni kemur, ekki bara hugsanlegir neytendur þegar til framtíðar er litið og eiga því jafnan rétt á við fullorðna að njóta metnaðarfullrar menningar við bestu aðstæður. Gæðin verða ávallt að vera í fyrirrúmi og hvergi má slaka á kröfum,“ segir Elfa Lilja. Snertum ekki hvert einasta hjarta, en ... Hún bætir við að börn líkt og fullorðnir hafi ólíkan smekk, sum taki eitt fram yfir annað, leikrit fram yfir tónleika eða öfugt. „Við leggjum því áherslu á að bjóða fjölbreytt úrval listviðburða. Okkar hlutverk er að örva skapandi hugsun, hlúa að mennskunni og virkja kraft og gera fjölbreytileikann sýnilegan. Við viljum gefa börnum tækifæri á að njóta lista og skapandi upplifunar, þannig þurfum við að flytja listina til þeirra. Við gerum okkur grein fyrir að við snertum ekki hvert einasta hjarta, en vonandi vaknar áhugi hjá mörgum úr hópi áhorfenda sem jafnvel sjá færi á að vettvangur listarinnar gæti orðið framtíðarstarfsvettvangur. Börnum leyfist að hafa skoðun á verkum, við viljum þjálfa þau í að rýna til gagns, vekja þau til umhugsunar, og hreyfa við tilfinningum. Þá er tilgangnum náð,“ segir Elfa Lilja. /MÞÞ Barnamenningarverkefnið List fyrir alla: Rúmlega 13 þúsund börn í 123 skólum víðs vegar um landið hafa notið listviðburðanna FRÉTTIR Miðhraun 2 210 Garðabær Sími 587 1300 kapp@kapp.is www.kapp.is KLEFAR Kæli- & frystiklefar í miklu úrvali. Vottaðir gæðaklefar með mikla reynslu á Íslandi. Einfaldir í uppsetningu. HILLUR fyrir kæli- & frystiklefa. Mikið úrval og auðvelt að setja saman. Sérhannaðar fyrir matvæli. KÆLI & FRYSTI BÚNAÐUR Hafðu samband í síma 587 1300 og við sérsníðum lausn sem hentar þér!

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.