Bændablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. mars 2018 Á síðasta ári var slegið met í útflutningi sjávarafurða frá Noregi. Útflutningurinn nam sem samsvarar rúmum 1,2 þúsund milljörðum íslenskra króna, sem er tæplega sex sinnum hærri upphæð en fékkst fyrir útfluttar sjávarafurðir og eldisfisk frá Íslandi á árinu. Norðmenn eru mikil fiskveiðiþjóð og veiða þeir rúmlega tvöfalt meira en Íslendingar, eins og áður hefur verið vikið að í sjávarútvegspistli hér í Bændablaðinu. Munurinn á löndunum er þó ennþá meiri þegar kemur að útflutningi sjávarafurða. Skýrist það af því að Norðmenn eru stærsta laxeldisþjóð í heimi og þeir flokka afurðir fiskeldis með sjávarafurðum í útflutningstölum sínum. Norðmenn reka gríðarlega öfluga sameiginlega sölustarfsemi fyrir sjávarútveg á mörkuðum erlendis á vegum opinbers félags, Norges sjømatråd (norska sjávarafurðaráðið), sem er fjármagnað með gjöldum á greinina sjálfa. Norges sjømatråd heldur utan um tölur um útflutning norskra sjávarafurða og á heimasíðu ráðsins er því slegið upp í ítarlegri samantekt að á árinu 2017 hafi verið sett enn eitt metið í útflutningsverðmæti. Þá voru flutt út 2,6 milljónir tonna af sjávarafurðum fyrir 94,5 milljarða norskra króna, sem samsvarar rúmum 1,2 þúsund milljörðum íslenskum. Þetta er um 3% aukning verðmæta og 7% aukning í magni frá metárinu 2016. Um 72% af þessum verðmætum koma frá fiskeldi, en 28% eru afurðir úr sjávarfangi. Sé litið á magntölur þá eru 40% útflutningsins eldisfiskur en 60% vegna veiða. Norðmenn hafa reiknað út að útfluttar norskar sjávarafurðir dugi til að matreiða hvorki meira né minna en 36 milljónir máltíða hvern einasta dag allt árið um kring. Tæplega sex sinnum lægri útflutingstekjur Ekki liggja fyrir endanlega opinberar tölur um útfluttar sjávarafurðir frá Íslandi árið 2017 en í bráðabirgðatölum Hagstofunnar um vöruútflutning í fyrra kemur fram að tekjur af sjávarafurðum hafi verið 197 milljarðar króna. Það er um 15% samdráttur frá árinu 2016. Mestur samdráttur varð í útflutningi á frystum flökum og ferskum fiski. Þess má geta að sjávarafurðir eru um 38% alls vöruútflutnings frá Íslandi. Hagstofan hefur ekki fiskeldi með í heildaryfirliti um útfluttar sjávarafurðir. Til að unnt sé að bera saman tölur frá Íslandi og Noregi er nauðsynlegt að taka fiskeldið með í reikninginn. Samkvæmt upplýsingum sem fengust frá Landssambandi fiskeldisstöðva má áætla að seld hafi verið rúm 20 þúsund tonn af íslenskum eldisfiski, aðallega laxi, fyrir um 15 milljarða á síðasta ári. Alinn fiskur og villt sjávarfang skila því væntanlega samanlagt um 212 milljörðum í útflutningstekjur sem er tæplega sex sinnum lægri upphæð en Norðmenn fá fyrir sinn útflutning. Athygli vekur hvað eldisfiskur er farinn að vega þungt í útflutningi hér á landi og stefnir eldislaxinn óðfluga í að verða sá fiskur sem kemur næst á eftir þorskinum að verðmætum. Eldisfiskur fyrir 870 milljarða Víkjum aftur að Noregi en Norðmenn fluttu út nánar tiltekið 1 milljón tonna af eldisfiski fyrir 67,7 milljarða norskra króna á árinu 2017, eða sem samsvarar rúmum 870 milljörðum íslenskum. Útflutningurinn jókst um 2,3 milljarða norskra króna frá árinu 2016 en magnið er svipað. Útfluttar fiskafurðir í fyrra (þ.e. hvítfiskur, uppsjávarfiskur og skel- og krabbadýr) námu 1,6 milljónum tonna að verðmæti 26,8 milljarðar norskra króna, eða um 345 milljarðar íslenskir. Þetta er 2,4% aukning í verðmætum en 12% aukning í magni. Laxinn er að sjálfsögðu lang- mikil vægasti fiskurinn í norskum sjávarútvegi og gefur um 68% af heildarverðmætum sjávarafurða. Þorskur kemur þar á eftir með tæp 10% verðmætanna og makríll er í þriðja sæti með 4,4%. Hvítfiskur og uppsjávarfiskur Norskur hvítfiskur gaf í heild um 15 milljarða norskra króna í úflutningstekjur, um 193 milljarða íslenska. Skipting eftir afurðaflokkum er þannig að frystar afurðir skiluðu 5,3 milljörðum norskum, þurrkaður saltfiskur (klippfisk) gaf rúma 4 milljarða, ferskar afurðir 3,4 milljarða og blautverkaður saltfiskur um 1,3 milljarða. Uppsjávarfiskurinn skilaði 7,7 milljörðum norskra króna, rétt um 100 milljörðum íslenskum. Þar af gaf makríllinn rúma 4 milljarða og síld um 2,8 milljarða. Mest til ESB Norðmenn fóru mjög illa út úr innflutningsbanni Rússa á matvælum á sínum tíma en þeir hafa náð vopnum sínum og herja nú grimmt á aðra markaði. Helstu markaðir fyrir norskar sjávarafurðir eru í Evrópusambandslöndunum en þangað fóru afurðir fyrir 61 milljarð norskan, eða 786 milljarða íslenska. Til Asíu fóru sjávarafurðir fyrir 18,7 milljarða norska. Pólland er það land sem kaupir mest af norskum sjávarafurðum en mestur vöxtur í útflutningi var til Bandaríkjanna. Lágt hlutfall af unnum fiski Norska sjávarafurðaráðið vekur sérstaka athygli á því í samantekt sinni hvað óunninn fiskur er hátt hlutfall af útfluttum sjávarafurðum. Árið 2017 var óunninn heill fiskur um 69% af öllum útflutningi sjávarafurða, jafnt hvítfiski, uppsjávarfiski og eldisfiski. Þetta skiptist þannig að aðeins 17% af útfluttum eldislaxi eru unnin í Noregi en restin er seld sem heill lax, annaðhvort ferskur eða frystur. Þess má geta að frændur okkar Danir eru duglegir að kaupa heilan lax frá Noregi og vinna úr honum verðmæta útflutningsvöru. Hærra hlutfall af villtum fiski er tekið til vinnslu ýmissa afurða heima fyrir í Noregi. Engu að síður er tæplega helmingur af þorskinum fluttur út sem heill fiskur, frosinn eða ferskur, svo dæmi sé tekið. Aðeins um 53% af þeim þorski sem Norðmenn veiða fara í vinnslu á sérstökum þorskafurðum svo sem saltfiski eða flökum. Plöntur eru merkilegar lífverur og ýmislegt merkilegt sem rekur á fjörur manns þegar þær eru skoðaðar nánar. Hraðasti vöxtur Bambusa oldhamii er bambustegund sem vex í Kína. Vöxtur bambussins er sá hraðasti sem mælst hefur í plöntu en hann getur verið allt að einn metri og tuttugu sentímetrar á dag. Plantan verður sjaldan hærri en átján metrar og nær þeirri hæð á tveimur mánuðum. Hægasti vöxtur Talið er að plöntur af ættinni Dioon vaxi hægast allra plantna í heiminum. Elsti runni sem vitað er um af ættinni er um þúsund ára gamall en aðeins tæpir tveir metrar á hæð. Seinvaxnasta brönugrasið Orkidea sem heitir Cypripedium calceolus vex hægast allra brönugrasa, það tekur hana um sautján ár að blómstra. Hundrað og fimmtíu ár að blómstra Sjaldgæf planta í Bólivíu, Puya raimondii, gefur sér lengsta tímann til að mynda blóm. Plantan er eitt hundrað og fimmtíu ár að ná fullum þroska, blómstrar einu sinni og deyr. Blómkransinn er einstaklega tilkomumikill með allt að átta þúsund litlum blómum í sveip sem verður allt að 2,4 metar í þvermál á tæplega ellefu metra háum stilk. Elsta trjátegundin Ginkgo biloba er elsta trjátegundin sem vitað er um. Trén komu fyrst fram fyrir hundrað og áttatíu milljónum ára. Stærsti brúðarvöndurinn Samkvæmt heimsmetalista Guinness voru 1.500 blóm í stærsta blómvendi sem settur hefur verið saman til þessa. Í vendinum voru 500 rósir, 400 nellikur, 60 liljur, 200 fagurfíflar og 340 slæðublóm. Vöndurinn vó 92 kíló. Hátt tré Hæsta tré sem vitað er um er rauðviður af tegundinni Sequoia sempervirens, tréð sem er í Humboldt-þjóðgarðinum í Kaliforníu var um 117 metrar á hæð í síðustu mælingu. Mesta breidd Breiðasti trjábolur sem mælst hefur er á heslihnetutré, Castanea sativa, við rætur eldfjallsins Etnu á Sikiley. Ummál bolsins er 51 metri, þrátt fyrir að hann hafi orðið fyrir miklum skemmdum í gegnum tíðina af völdum eldinga og annarra náttúruhamfara. Stærsta blómkróna Planta sem heitir Rafflesia á latínu státar af stærsta blómi í heimi. Ummál blómsins nær allt að 91 sentímetra og getur orðið sjö kíló á þyngd. Rafflesia vex í Suður-Ameríku og gengur undir nafninu rotnandi lilja vegna megnrar ýldulyktarinnar sem leggur af blóminu. Flugur laðast að lyktinni og frjóvga plöntuna. Minnsta blómið Wolffia arrhiza blómstrar minnsta blómi sem vitað er um. Plantan er af ættinni Lemnaceae en blómin eru frá 0,5–1,2 millímetrar að ummáli. /VH Stærst og mest í plöntuheimi STEKKUR HLUNNINDI&VEIÐI Kjartan Stefánsson kjartanst@simnet.is Mælingar á loðnu við Ísland: Ráðgjöf um loðnuveiðar óbreytt Undanfarin ár hafa orðið breytingar á göngumynstri loðnu við landið. Í febrúar á síðasta ári fannst töluvert af loðnu út af Norðurlandi sem leiddi til aukningar í aflamarki á þeirri vertíð. Mælingar í ár gefa ekki tilefni til aukningar á aflamarki að svo stöddu. Loðnan á síðasta ári virtist hafa komið seint inn á hefðbundna gönguslóð og því verið utan mæl- inga svæðis leiðangurs sem farinn var í janúar 2017. Því var ákveðið að halda að nýju til mælinga nú í febrúar. Á heimasíðu Hafrannsókna- stofnunar segir að meginmarkmið leiðangurs, sem lauk skömmu fyrir síðastliðin mánaðamót, hafi verið að fylgjast með göngum loðnunnar og að kanna hvort nýjar loðnugöngur hefðu komið inn á svæðið fyrir norðan land eftir að mælingum í janúar lauk. Rannsóknaskipið Árni Friðriks- son fór frá Reykjavík þann 12. febrúar og r/s. Bjarni Sæmundsson tók einnig þátt í mælingunni en hann var í árlegum leiðangri við mælingar á ástandi sjávar um hverfis landið. Ekki vísbendingar um nýjar göngur Umtalsvert magn af loðnu fannst yfir grunnum út af Norðurlandi, meðal annars á svæðum í kringum Grímsey, við Skjálfandadjúp og Öxarfjarðardjúp. Talsverður fjöldi norskra veiðiskipa var að loðnuveiðum á svæðinu, fyrst við Þistilfjarðardjúp og síðar í Öxarfirði og Skjálfanda og gáfu þau upplýsingar um dreifingu og göngur á svæðinu. Alls mældust rúm 200 þúsund tonn vestan línu sem dregin er norður úr Fonti á Langanesi, en í janúar síðastliðnum höfðu mælst rúm 300 þúsund tonn á því svæði. Magn og dreifing loðnunnar fyrir Norðurlandi ásamt aldurs- og stærðarsamsetningu hennar gefa ekki ákveðnar vísbendingar um að nýjar loðnugöngur hafi bæst við það sem áður var mælt. /VH Enn eitt metárið í Noregi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.