Bændablaðið - 08.03.2018, Síða 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 8. mars 2018
Fatnaður úr gerviefnum
til að „vernda“
náttúruna!
Það skýtur mjög skökku við
að mitt í þessari umræðu
um plastmengun í höfum
heimsins og drykkjarvatni
skuli rekinn gegndarlaus
áróður fyrir notkun gerviefna
m.a. úr polyethelyne og
polyacryl í nafni umhverfis-
og dýraverndar. Þetta eru efni
sem yfirleitt eru framleidd úr
jarðefnaolíu.
Nýlega tilkynnti tískuhús
Gucci til dæmis að þeir ætluðu
að hætta að framleiða fatnað úr
dýrafeldi og það sama gegnir
um tískuhús Ralph Lauren,
Armani og Hugo Boss.
Síðasti feldurinn sem Gucci
framleiddi var í haustlínunni
þeirra 2017, en frá og með
vorinu 2018 mun Gucci
eingöngu selja gerviefnafeldi.
Forsvarsmenn Gucci segja að það
sé ekki lengur þörf fyrir alvöru feld
því að eftirlíkingarnar séu lúxusvara
sem kemur fyllilega í staðinn.
Þá er tískudrottningin Stella
McCartney nú þegar sögð vera
byrjuð að framleiða fatnað og
fylgihluti úr gervileðri.
Greint var frá þessu á vefsíðunni
TÍSKA.is nýverið og þar sagt að.
„helstu viðskiptavinir tískurisanna
í dag séu „mjög umhverfisvænir og
meðvitaðir um náttúruna“!
Það er einmitt það. Fólk sem
klæðist fötum úr gerviefnum er þá
væntanlega umhverfisvænna og
meðvitaðra um náttúruna en fólk
sem íklæðist lummulegum fatnaði
úr náttúrulegum efnum eins og
ull, bómull eða dýraskinnum. Svo
þykir fólki skrítið í þessu ljósi að
plastmengun á jörðinni sé komin á
þann stað sem hún er nú.
Ekki er þó vitað til að nokkur
vísindarannsókn hafi sýnt fram á
að agnir eða leifar úr náttúrulegum
efnum, séu, eða hafi valdið skaða í
lífríki jarðar í allri sögu mannkyns
á jörðinni. Svo öllu sé haldið til
haga þá er samt vitað að stundum
hefur verið gengið nærri einstaka
sjaldgæfum dýrastofnum vegna
ofveiði og þá einkum vegna
sportveiði. Það er samt alls ekki
tilfellið varðandi framleiðslu
minka- og refaskinna í dag. Þar setja
uppboðshúsin loðdýrabændum mjög
strangar reglur, m.a. um dýravelferð.
Örplast úr gerviefnafatnaði finnst
í kræklingi við Norður-Noreg
Samkvæmt gögnum Umhverfis-
stofnunar Noregs og Vatna-
rannsóknarstofnun Noregs (Norsk
institutt for vannforskning – NIVA),
voru gerðar mælingar á örplasti í
kræklingi á 13 stöðum meðfram
strönd Noregs. Örplast, eða
„miocroplastics“, er skilgreint sem
agnir sem eru minni en 5 millimetrar
í þvermál. Örplast getur líka verið
svo smátt að það sést vart með
berum augum og er þá líka nefnt
nano-plast.
Haft er eftir Oddbjørn Jerijærvi,
sem aðstoðaði rannsóknarteymi
NIVA, að sífellt meira af plastílátum
reki nú á fjörur í Varangerfirði
sem liggur nærri norðvestur
landamærum Rússlands og Rússar
er 100 km að lengd og um 70 km á
breidd þar sem hann er breiðastur.
Mun meira örplast nyrst í Noregi
en í höfninni í Ósló
Mest reyndist af örplasti í skelfiski
við Vardø á Skallnes í Finnmörku
við Barensthaf, nyrst í Noregi. Á
gamalli norsku hét eyjan Vargøy
eða Vargseyja, en vargur var algengt
nafn á úlfi. Þetta er á 70° norður,
nálægt rússnesku lögsögunni. Að
meðaltali mældust þar 4,3 plastagnir
í hverjum kræklingi sem skoðaður
var, sem er tvöfalt meira af örplasti
en fannst í kræklingi í höfninni í
Ósló. Það er því ekki úlfurinn sem er
lengur vargurinn á Vargseyju heldur
plast nútímasamfélagsins.
Plastþræðir úr gerviefnafatnaði
Amy Lusher, vísindamaður hjá
NIVA, lýsir þessari rannsókn. Þar
kemur fram að plastagnirnar hafi
í 39% tilvika verið bláar að lit sem
voru agnir úr plastþráðum sem finna
má í gerviefnafatnaði.
Líklegt er talið að örplast úr
fatnaði skili sér í töluverðu magni í
hafið með skolvatni frá þvottavélum.
Engar fregnir eru hins vegar
af því að skaðlegar öragnir úr
náttúrulegum efnum í fatnaði, hvorki
ofnum, prjónuðum eða úr skinnum
dýra, hafi fundist í skelfiski við
slíkar rannsóknir.
Öryggi matvæla talið ógnað
Matvælaöryggisyfirvöld í Evrópu
hafa (European Food Safety
Authority) lýst miklum áhyggjum
af þessum plastmengunarmálum.
Einkum hafa menn þar horft til hás
hlutfalls af mengandi efnum eins og
polychlorinated biphenyls (PCS) og
polycyclic aromatic hydrocarbons
(PHAs). Matvælaeftirlitsstofnanir
ESB hafa bent á að ostrur og
kræklingur séu í fæðukeðju manna
og örplast og nanoplast geti því
auðveldlega borist í menn við neyslu
á slíkri fæðu. Er örplast nú skilgreint
sem einn af helstu áhættuþáttum í
matvælaöryggi framtíðarinnar.
Plastmengun í heimskautasjó
við Kanada
Á vefsíðu Ocean Conservancy er
fjallað um rannsókn á örplasti í
hafinu við norðurströnd Kanada
sem liggur að Norðurpólnum.
Einkum í austanverðu hafinu
næst grænlensku lögsögunni og í
Hudson flóa. Er byrjað að skoða
þetta eftir fregnir af því að örplast
hafi fundist í ís og yfirborðssjó í
kringum Grænland og Noreg.
Hafa Kanadamenn verið að gera
rannsóknir á þessu á ísbrjótnum og
rannsóknaskipinu CCGS Amundsen
sem gerður er út af kanadísku
strandgæslunni. Þetta merkilega
skip prýðir m.a. kanadíska 50
dollara peningaseðilinn.
Dr. Chelsea Rochma, sem
er aðstoðarprófessor í vistfræði
og þróunarlíffræði við Toronto-
háskóla, lýsir þessum leiðangri í
bloggi sínu á veraldarvefnum. Hún
stýrði einmitt rannsóknarteymi sem
var að skoða örplast í norðurhöfum,
eða á fyrrnefndu hafsvæði við
Kanada.
Leiðangurinn hófst í hinu
tæplega 800 manna inúítaþorpi
Kuujjurapik í Kanada þann 7.
júlí 2017. Markmiðið var að leita
að örlasti í yfirborðssjó, snjó,
botnseti og í þörungum. Vonuðust
leiðangursmenn til að út frá þessu
gætu þeir áætlað útbreiðslu örplasts
og magn þess á svæðinu sem og
hvaðan það væri upprunnið. Tekin
voru sýni á tíu stöðum í sjö daga
leiðangri skipsins. Komið var
við í bænum Iqaluit sem er með
um 8.000 íbúa og m.a. skoðaðar
fjörur við bæinn. Þar mátti finna
talsvert af plastrusli, enda benti
Rochma á að í bænum væri engin
endurvinnslustöð og innviðir
hvað sorphreinsun varðaði væru
ekki góðir. Rusl er þar m.a. urðað
í landfyllingu.
Hún segir að eftir veruna í
bænum hafi hún flogið til síns
heima í Toronto. Hún hafi hugleitt
það á leiðinni að þetta væri nú ekki
hennar fyrsti rannsóknarleiðangur.
Munurinn á fyrri leiðöngrum og nú
væri öll þessi plastmengun sem hún
varð vör við. Í heimskautasjónum
við strendur Kanada varð hún vör
við mikið af plasti, bæði í litlum
og stórum stykkjum á svæðum þar
sem fátt var um fólk. Sagðist hún
vonast til að sýnin sem náðust í
leiðangrinum gæfu betri mynd af
því hvernig plast bærist á afskekkt
hafsvæði á norðurslóðum.
Plastefni af ýmsum toga sem fannst í kræklingi við Noreg.
Tvöfalt meira af örplasti fannst í kræklingi við eyjuna Vardø,
nyrst í Noregi, en fannst í kræklingi í höfninni í Ósló.
Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði
Hafðu
samband
568 0100
www.stolpigamar.is
Gámurinn
er þarfaþing
Þurrgámar
Hitastýrðir gámar
Geymslugámar
Einangraðir gámar
Fleti og tankgámar
Gámar með hliðaropnun
Til leigu eða sölu: Gámahús og salernishús
Færanleg starfsmannaðstaða
Bos gámar og skemmur
Atlas rafsuðu- og öryggisskór
KH Vinnuföt Nethyl 2a 110 Reykjavík Sími: 577 1000 info@khvinnufot.is www.khvinnu-
Atlas 45900 Flash 4005 XP ESD S1P
EN ISO 20345 S1P SRC XP® málmfrí naglavörn í sóla
alu-tec® távörn úr áli 3D dempun í sóla activ-X
fóður Styrking úr kolefnistrefjum á tám MPU tækni,
léttur sóli Möskvar í ytra lagi Innbyggð hitajöfnun
Endurskinsborði. Stærðir: 36-49
Atlas 8300 S3 Rafsuðuskór Duo Soft 765 HI1 HRO
V
Stærðir: 39-48
Verð Flash: kr. 20.596,-
Verð Duo Soft: kr. 20.596,-