Bændablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 8. mars 2018 AFSLÁTTUR AF DÚNSÆNGUM OG KODDUM 1 BÍÓMIÐI Í SAMBÍÓIN FYLGIR EF VERSLAÐ ER FYRIR 15.000 KR EÐA MEIRA BÍÓMIÐI 800 GR ANDADÚNSSÆNG 1 RÚMFÖT AÐ EIGIN VALI KÓSÝFÖT AÐ EIGIN VALI, BUXUR OG BOLUR *2 BÍÓMIÐAR VERÐMÆTI 63.640 KR VERÐ NÚ 43.900 KR RÚMFÖT FJALLA EYVINDUR OG HALLA 9.990 VERÐ ÁÐUR 11.990 DRAUMUR 9.990 VERÐ ÁÐUR 11.980 FIÐRILDI 9.990 VERÐ ÁÐUR 12.490 LAMBAGRAS 9.990 VERÐ ÁÐUR 12.490 ÁTTABLAÐARÓS 9.990 VERÐ ÁÐUR 12.980 ÁTTABL.RÓS OG SÓLKROSS 9.990 VERÐ ÁÐUR 12.980 www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 RÚÐUR Í MIKLU ÚRVALI John Deere Zetor Case IH McCormick Steyr Claas Ford Fiat New Holland Deutz-Fahr Massey Ferguson EIGUM TIL Á LAGER RÚÐUR Í FLEST ALLAR GERÐIR DRÁTTARVÉLA – FRÁBÆR VERÐ SÉRPÖNTUM RÚÐUR Í ALLAR GERÐIR DRÁTTARVÉLA MEÐ SKÖMMUM FYRIRVARA haft meira eftirlit með heilbrigði og öryggi eigin matvælaframleiðslu en þeirri sem kemur að utan. Þá nefndi Jóhannes byggðamál sem mikilvægt atriði, sem þó væri oft illa skilgreint. Það hafi ekki verið verðmetið sérstaklega til dæmis í búvörusamningum, heldur blandað saman við annað. Þó séu flestir sammála um að þessi hlutur sé mjög mikilvægur. Menning og menningarlandslag er mikilvægur þáttur í verðmætasköpun – til dæmis ferðaþjónustu – og loks nefndi Jóhannes hinn umhverfislega ávinning sem fælist í því að framleiða fæðuna hér á landi. Þetta sýndi að virði landafurðanna snerist um margt annað en matinn sjálfan – sem oft væri ekki uppi á yfirborðinu – en opinberi stuðningurinn væri samt að mestu tengdur matvælaframleiðslunni sjálfri. Stuðningsformið að breytast Jóhannes sagði að beina stuðnings formið væri á vissan hátt að breytast, en það er ennþá að langmestu leyti bundið við sauðfjár- og nautgriparækt. Greiðslurnar væru almennt að mjakast frá framseljanlegum stuðningi, bundnum í kvótakerfi, yfir í greiðslur á framleidda lítra mjólkur og kjöts, og einnig yfir í gripagreiðslur. Þetta væri til bóta vegna þess að framseljanlegi stuðningurinn endaði oft að drjúgum hluta hjá fyrrverandi bændum og fjármálastofnunum. Í kjúklinga- og svínarækt er tollvernd notuð til stuðnings við greinarnar. Hún virkar allvel, að sögn Jóhannesar, vegna þess að erlent heildsöluverð er mun lægra en innlent. Í garðyrkju voru tollar felldir niður á papriku, gúrku og tómata árið 2002 og teknar upp beinar greiðslur í staðinn og einnig niðurgreiðslur á rafmagni. Jóhannes segir að þessi breyting teljist hafa skilað hagræðingu, ekki síst til neytenda. Þó hafi markaðshlutdeild innlendu framleiðslunnar minnkað til að byrja með en svo aftur vaxið hin síðari ár. Það hafi gerst einfaldlega af því að neytendur voru tilbúnir til að borga meira fyrir þetta íslenska grænmeti en innflutt. Stuðningurinn enn of bundinn búgreinunum Jóhannes vék síðan talinu aftur að stuðningsgreiðslum í lambakjöts- og mjólkurframleiðslunni. Hann sagði að margt jákvætt væri við þróunina, en þó væru nokkur atriði við fyrirkomulagið sem væru bændum óhagkvæm. Greiðslurnar væru alltof bundnar búgreinunum. Það gerði það að verkum að erfitt væri að sveigja framleiðsluna að eftirspurn. Bændur væru þannig valdalausir í verðmyndunarferlinu. Jóhannes tók dæmi af því ef sauðfjárbóndi vildi draga úr sinni ræktun og snúa sér til dæmis að hrossarækt, landgræðslu eða ferðaþjónustu í einhverjum mæli – tapaði hann stuðningsgreiðslum sem næmi samdrættinum. Ekki sé metið til stuðnings að þessar greinar geta verið jafn hliðhollar byggð, menningu og umhverfi – eins og sauðfjárræktin – og að skipta yfir í þær dragi ekki úr matvæla- eða fæðuöryggi við þær aðstæður sem við búum í dag. Beinn stuðningur við ræktunarlandið Jóhannes sagði að það væru næg rök fyrir því að standa vörð um íslenskan landbúnað og íslenskar byggðir. Varðandi matvæla- og fæðuöryggi væri nokkuð markviss vinna í gangi en varðandi þætti eins og byggðamál, menningu og umhverfi væri fókusinn óskýrari. Jóhannes telur að með því að huga meira að beinum stuðningi við ræktunarlandið yrði kerfið sveigjanlegra. Byggðastuðningurinn mætti vera til staðar sjálfs síns vegna en ekki hengdur á ákveðnar greinar eins og til dæmis sauðfjárrækt. Hann gæti verið til staðar vegna ferðaþjónustunnar, öryggismála og almennrar þjónustu. Það mætti setja verðmiða á tengsl menningar, matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu og sömuleiðis viðhald og uppbyggingu gróðurauðlindarinnar – sem bændur eru vel í stakk búnir til að halda utan um. Vegna þess að ef halda eigi í þessi verðmæti, verði að meta þau til verðs. /smh Jóhannes Sveinbjörnsson telur að með því að huga meira að beinum stuðningi við ræktunarlandið yrði Mynd / smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.