Bændablaðið - 08.03.2018, Qupperneq 30

Bændablaðið - 08.03.2018, Qupperneq 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. mars 2018 olíu- og gerviefnaiðnaðinum. Við þetta þurfum við að berjast og það er bratt fjall að klífa.“ Sjálfbær framleiðsla er algjört lykilatriði „Það þýðir ekkert að gefast upp því sjálfbær framleiðsla er algjört lykilatriði ef við ætlum ekki að eyðileggja okkar náttúru. Þar verðum við líka að taka til hendi varðandi þætti eins og sútun minkaskinna. Við verðum að horfast í augu við að hún hefur ekki verið sjálfbær fram að þessu frekar en önnur sútun. Þar eru menn samt að þróa góða hluti. Nú telja menn sig sjá fram á að geta notað eingöngu til sútunar hráefni sem ekki valda neinum umhverfisskaða. Þannig að sútunin sem slík verði sjálfbær. Ég sá skinn sem voru sútuð með þessari aðferð. Þar voru sérfræðingar sem sögðu að sútun skinna með þessari aðferð gæti náð sömu gæðum og skinn sem sútuð eru með kemískum efnum. Þetta er því mjög stórt skref við að gera alla þætti varðandi skinnaframleiðsluna sjálfbæra. Það er bara spurning um hversu langan tíma tekur að innleiða nýjar aðferðir. Það mun hjálpa þar til ef aðrir framleiðendur skinna og leðurs taka líka upp þessar aðferðir. Þetta er vissulega seinvirkara og þar af leiðandi dýrara vinnsluferli, en á móti kemur að það skaðar ekki náttúruna og jörðin endist mannkyninu því aðeins lengur.“ Sjálfbærni var ekki á dagskrá fyrir 15 árum Björn segir að framleiðendur minkaskinna hafi lengi stefnt að aukinni sjálfbærni greinarinnar í sátt við náttúruna. „Á þeim tíma sem ég hef starfað í þessu hefur gríðarlega mikið gerst í þessa átt. Fyrir 18 árum var enginn að tala um sjálfbærni af nokkru tagi. Ekki heldur fyrir 15 árum. Það var trúlega fyrst fyrir um 10 árum að þeir fyrstu fóru að tala af alvöru um sjálfbærni greinarinnar. Allavega að menn yrðu að fara að huga að þessum málum. Síðan hefur mikið gerst. Það er búið að gera mikið átak í meðferð og umgengni við dýrin. Hvernig farið er með úrgang frá dýrunum og nú er verið að sýna fram á að menn séu á réttri leið. Bæði að menn séu að stunda þessa grein með velferð dýranna í huga á eldistímanum og á vistvænni hátt. Stóru tískuhúsin eru t.d. mjög ánægð með þetta velferðarkerfi sem er að fara í gang í loðdýraræktinni. Það kostar vissulega mikla fjármuni, m.a. vegna stækkunar á búrum. Ég tel nokkuð öruggt að margir muni hætta vegna aukins kostnaðar og að framleiðslan t.d. í Frakklandi leggist af vegna þess. Hér á landi eru menn búnir að gera áætlanir um hvernig að þessu verði staðið og hvernig framkvæmdir verði fjármagnaðar. Þetta kemur vissulega á versta tíma um leið og skinnaverð er lágt. Hefðum við fengið þetta verkefni 2013, þá hefði þetta ekki verið mikið mál fyrir greinina. Núna er þetta mikið mál þar sem rekstraraðilar eru að fara inn í fimmta árið í röð með taprekstur.“ Stækkun búra er hrein pólitísk ákvörðun – Af hverju þarf að stækka búrin, eru dýrin orðin svona mikið stærri, eða hvað? „Á bak við þessa kröfu er ekkert annað en hrein pólitísk ákvörðun. Það viðurkenna allir sem að þessu koma að það eru samt engar rannsóknir sem styðja rökin fyrir þessari ákvörðun.“ Það er greinilegt að Björn veit mæta vel hvað er í raun á bak við þá pólitísku ákvörðun sem þarna hefur verið tekin. Hann er þó ekki tilbúinn að tjá sig um það opinberlega, en samt er alveg ljóst að danskir framleiðendur og danska uppboðshúsið eru afgerandi og ráðandi öfl í þessum heimi. Þeir geta því auðveldlega með harðri stefnumótun í greininni haft áhrif til að útiloka þá aðila sem ekki vilja fylgja almennum skilningi um dýravelferð og sinna t.d. ekki reglum um fjölda dýra í búrum. Það skiptir síðan augljóslega miklu máli gagnvart almenningsálitinu að rekstrarsóðarnir fái ekki að komast upp með að eyðileggja orðspor greinarinnar í heild. Eins og fram hefur komið, er vitað að danskir minkabændur eru flestir ef ekki allir þegar búnir að stíga þessi dýravelferðarskref fyrir nokkru. Þeir eru því komnir í afar sterka samkeppnisstöðu á heimsmarkaði gagnvart öðrum framleiðendum. Ljóst er að skilyrðin sem sett hafa verið í greininni um dýravelferð og stærð búra munu ná til allra framleiðenda sem selja skinn hjá þeim fáu uppboðshúsum sem eftir eru. Því fleiri sem gefast upp vegna kostnaðar, þeim mun fljótar mun skinnamarkaðurinn líka ná jafnvægi. Þá munu þeir sem þegar hafa farið í gegnum kostnaðarsamar breytingar auðvitað standa með pálmann í höndunum. Bjartsýnn á framtíð greinarinnar Björn er þrátt fyrir allt bjartsýnn á framtíð minkaræktar á Íslandi. „Ég er ekki í minnsta vafa um að pels verður áfram vinsæll. Það er mörg þúsund ára hefð á bak við notkun skinna til að klæða fólk á norðurhveli jarðar, allt frá nyrstu byggðum og niður í Kákasusfjöll. Það er ekkert sem bendir til að það sé að breytast. Ég er sannfærður um að skinnaverð mun rétta sig af, þar er bara spurning um að lifa af erfiða tíma.“ Ísland hefur alltaf verið hlynnt loðdýrarækt Nú eru yfirvöld á Íslandi búin að gefa út mjög skýr skilaboð og skýrari en í nokkru öðru landi um að þeim hugnist að hafa hér loðdýrarækt. Það var samþykkt að setja peninga í að aðstoða menn við að komast í gegnum erfiðleika. Í framhaldi af því tók Byggðastofnun ákvörðun um að hjálpa bændum að fjármagna það sem upp á vantaði. Það eru líka mjög skýr skilaboð til bænda sem í þessari grein starfa. Ef bankarnir skilja ekki þau skilaboð, þá eru þeir sennilega á enn verri stað en ég hélt. Það er bara eitt land í Evrópu sem er pólitískt grænt hvað varðar afstöðu pólitíkurinnar til loðdýraræktar og þannig hefur það alltaf verið. Allan þann tíma sem ég hef verið formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda, þá er Ísland eina landið sem hefur verið algjörlega grænt í pólitískri afstöðu til greinarinnar. Sennilega er Úkraína þó líka að komast á þennan stað núna. Þar er mikill vilji fyrir því að byggja upp loðdýrarækt.“ Pólitískt umrót í Noregi þjappar bændum saman – Nú hafa stjórnvöld í Noregi lýst andstöðu við greinina, mun það ekki hafa áhrif hér? „Það er því miður búið að vera mikið basl í greininni í Noregi í mörg ár. Loðdýraræktin hefur staðið svolítið ein í norskum landbúnaði. Þessar yfirlýsingar stjórnvalda, þ.e. eins lítils stjórmálaflokks, hafa gert það að verkum að norskur landbúnaður hefur slegið skjaldborg um loðdýraræktina. Menn hafa áttað sig á því að ef loðdýraræktin verður slegin af þá er bara spurningin hvaða grein verður látin falla næst. Það er ljóst að ef „dýraverndunarsinnar“ innan stórra gæsalappa, vinna þennan slag, þá fá þeir vind í seglin til að ganga enn lengra. Norski landbúnaðurinn er búinn að átta sig á því og sameinaður er hann mjög sterkur. Þar, líkt og hér, byggist talsvert stór hluti hinna dreifðu byggða algjörlega á landbúnaði og sjávarútvegi. Ólíkt því sem hér hefur oft verið hefur ríkt meiri almennur og pólitískur skilningur fyrir því í Noregi að það þurfi að styðja landbúnaðinn kröftuglega út frá byggðasjónarmiðum. Án landbúnaðarins hrynja byggðirnar. Hér á landi vantar talsvert á að allir sem eru í landsmálapólitík skilji þetta samhengi hlutanna,“ segir Björn Halldórsson. /HKr. Myndir / HKr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.