Bændablaðið - 08.03.2018, Side 32

Bændablaðið - 08.03.2018, Side 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. mars 2018 Ályktanir Búnaðarþings 2018 » VÍSINDA- OG RANNSÓKNASTARF Í LANDBÚNAÐI Markmið Að styrkja samkeppnishæfni íslensks landbúnaðar með öflugra vísinda-, mennta- og rannsóknastarfi í greininni. Ályktun Búnaðarþings 2016 um landbúnaðarháskóla er ítrekuð. Leiðir Að unnin verði vönduð sérstöðu grein- ing fyrir landbúnaðinn í heild þar sem jafnframt verði kortlagt hvar þörfin er mest á rannsókna- og þróunar starfi. Að landbúnaðarháskólunum í landinu verði tryggt nægilegt fjármagn til að starfrækja öflugt rannsóknarstarf, þ.m.t. með rekstri tilrauna- og kennslubúa í búfjár- og jarðrækt. Áhersla verði lögð á hagnýtar landbúnaðarrannsóknir. Að komið verði á sérstökum vísindasjóði landbúnaðarins til þess að efla rannsókna- og þróunarstarf, auka virði afurða og búa til fleiri hvata fyrir nemendur til að afla sér framhaldsmenntunar á sviði landbúnaðar. Unnið verði að fjármögnun í samvinnu samtaka bænda, stjórnvalda og fyrirtækja í landbúnaði til dæmis með því að láta tolltekjur renna í sjóðinn. Umsýsla sjóðsins verði í höndum Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Að vönduð haggögn verði gefin út árlega fyrir helstu búgreinar. Framgangur Stjórn BÍ er falið að vinna málunum framgang. Tillögur að fjármögnun vísindasjóðs verði tilbúnar við endurskoðun búvörusamninga 2019. » BÚVÖRUSAMNINGAR Endurskoðun búvörusamninga Búnaðarþing 2018 krefst þess að endurskoðun búvörusamninga verði flýtt vegna forsendubrests. Endurskoðun skal liggja fyrir á árs- fundi BÍ 2019. Jafnframt krefst Búnaðarþing þess að stjórnvöld lögleiði nú þegar heimild til landbúnaðarráðherra til tímabundinnar íhlutunar í lambakjötsmarkaðinn vegna bráðavanda sauðfjárbænda og afurðastöðva. Greinargerð Markmið samningsins voru að verð sauðfjárafurða hækkaði um 7,5% fram að endurskoðun 2019. Nú þegar hefur afurðaverð lækkað um nærri 40% og því augljóst að þetta markmið mun ekki nást. Fyrir liggur ákvæði í nautgripa- ræktarsamningi að kjósa beri um framleiðslustýringu. Mikilvægt er að greinin komist út úr þeirri óvissu sem fylgir því að ekki liggi fyrir niðurstaða í þessu máli. Þessi kosning fari fram í ársbyrjun 2019. Búnaðarþing bendir á þörf fyrir aukið fjármagn til nýliðunar. Enn fremur leggur Búnaðarþing áherslu á að ekkert tryggir eðlilega nýliðun í búskap betur en ásættanlegt afurðaverð og stöðug rekstrarskilyrði. Búnaðarþing leggur áherslu á að Byggðastofnun verði falið að vinna nýja greiningu á því hvaða landsvæði ættu að njóta svæðisbundins stuðnings og á hvaða forsendum. Búnaðarþing leggur áherslu á eftirfarandi atriði varðandi garðyrkjusamning: Fjármunir verði auknir þannig að markmið um niðurgreiðslu á dreifingarkostnaði raforku náist. Tollvernd á kartöflum og útiræktuðu grænmeti verði færð í eðlilegt horf. Að ríkið tryggi aðgengi að nauðsynlegum plöntuverndarvörum. Tryggðir verði fjármunir til að bæta afurðatjón vegna alvarlegra plöntusjúkdóma. Eftirlit með innflutningi á plöntum og grænmeti verði raunverulegt. » SAMFÉLAG SVEITANNA Markmið Að jafna frekara aðgengi íbúa og fyrirtækja í landinu að þjónustu og standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt þeirra. Ályktun Búnaðarþings 2016 um byggðastefnu er ítrekuð. Leiðir • Að lokið verði uppbyggingu háhraða- og farsímaneta um allt land. • Að gert verði stórátak í þrífösun rafmagns og afhendingaröryggi orku aukið. Unnin verði áætlun byggð á raunverulegum þörfum notenda og forgangsraðað eftir henni. • Að fjárveitingar ti l samgöngumála verði stórauknar í ljósi verulega aukins umferðarþunga • Að stjórnsýsla miðhálendis sé áfram á forræði viðkomandi sveitarfélaga hvort heldur sem um er að ræða þjóðgarð eða óbreytt ástand, þ.e. þjóðlenda. • Að háskólamenntað fólk sem starfar í dreifbýli fái eftirgefinn hluta af námslánum sínum. Framgangur Stjórn BÍ hafi forgöngu um framgang málsins við stjórnvöld og þær stofnanir sem málið varðar. » AFLEYSINGA ÞJÓNUSTA BÆNDA Markmið Auka aðgengi bænda að afleysingaþjónustu til að rjúfa félagslega einangrun, auka gæði fjölskyldulífs og auðvelda töku fæðingarorlofs. Einnig til að auðvelda afleysingu vegna veikinda. Leiðir Komið verði á fót afleysingaþjónustu í landbúnaði til að auka lífsgæði bænda. Skoðað verði með hvaða hætti slík þjónusta er veitt í nágrannalöndunum og hvernig hún er fjármögnuð. Framgangur Stjórn BÍ falið að vinna að framgangi tillögunnar. Unnin verði tillaga til velferðar ráðuneytisins að því formi sem slík þjónusta gæti verið hér á landi og hvernig menn öðlast rétt til hennar. Þar verði m.a. skoðaður sá möguleiki að fela sveitarfélögum umsjón með verkefninu sbr. aðra félagslega þjónustu sem sveitarfélög veita. » AÐGERÐIR VEGNA DÓMS EFTA-DÓMSTÓLSINS Markmið Að íslensk löggjöf tryggi áfram vernd heilsu manna og dýra með bestu mögulegu aðferðum til að vernda innlenda búfjárstofna, koma í veg fyrir fjölgun matarsýkinga og aukningu á sýkingum af völdum sýklalyfjaónæmra baktería. Leiðir Að Bændasamtökin og aðildarfélög þeirra standi saman að öflugu kynningarstarfi þar sem afleiðingar ótakmarkaðs innflutnings á hráu, ófrosnu kjöti, ógerilsneyddum eggjum og ógerilsneyddri mjólk verði dregnar skýrt fram. Þetta kynningarstarf þarf að beinast að þingmönnum, stjórnvöldum og öllum almenningi. Að þrýst verði á að tillögur starfshóps um endurskoðun laga um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr komist til framkvæmda. Fjölmargar þýðingarmiklar tillögur um sóttvarnir eru í skýrslu hópsins sem skilað var í október 2017. Að sóttvarnir við landamæraeftirlit verði efldar, til dæmis með því að dreifa upplýsingum til komufarþega hingað til lands um mikilvægi þess að föt og skóbúnaður sé hreinn og beri ekki með sér óhreinindi frá landbúnaði í öðrum löndum. Að innflytjendum búvara sem geta borið með sér smit verði gert skylt að kaupa tryggingar eða greiða gjald sem geti mætt þeim skaða sem innflutningurinn getur valdið. Að niðurstaða EFTA-dómstólsins í málum E-2/17 og E-3/17 frá 14. nóvember 2017 verði ekki innleidd óbreytt. Það verði gert með samningaviðræðum við ESB. Framgangur Stjórnir BÍ og aðildarfélaga vinni af fullum þunga að eftirfylgni málsins. Í þessu felst m.a. að aflað verði nauðsynlegrar ráðgjafar til að sýna fram á þær leiðir sem stjórnvöld geta farið til þess að ná fram ásættanlegri niðurstöðu fyrir heilbrigði manna og dýra hér á landi. Búnaðarþing leggur ríka áherslu á að þetta mál verði í forgangi á árinu 2018. » VIÐBRÖGÐ VIÐ SMITSJÚKDÓMUM Í BÚFÉ Markmið Að verklag sé skýrt þegar smitsjúkdómar í búfé koma upp og réttur búfjáreigenda sé tryggður. Leiðir og framgangur Endurskoðaðar verði reglugerðir um viðbrögð við smitsjúkdómum nr. 665/2001 og rg. um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar nr. 651/2001. Við endurskoðun reglugerða verði hugað sérstaklega að lagalegum rétti bænda. Jafnframt verði farið yfir verklag þegar smitsjúkdómar koma upp, með það fyrir augum að valdheimildir, réttindi og skyldur allra sem að málinu koma séu skýrar. Stjórnir BÍ og aðildarfélaga sem málið snertir þrýsti á stjórnvöld um framgang og vinni saman að lausnum. » AÐGENGI AÐ PLÖNTUVERNDARVÖRUM Markmið Að tryggja nauðsynlegt aðgengi bænda sem stunda ræktun í atvinnuskyni að plöntuverndarvörum. Leiðir og framgangur Að stjórnvöld bregðist við markaðsbresti sem komið hefur í ljós varðandi aðgengi að plöntuverndarvörum, lífrænum vörnum og lyfjum sem nauðsynleg eru í innlendri ræktun. Kostnaður við markaðsleyfi er ekki í neinu samræmi við stærð markaðar og veldur því að honum er ekki sinnt, sem getur valdið verulegu tjóni. Íslenskir bændur nota lítið af lyfjum og plöntuverndarvörum en komast ekki frekar en aðrir alfarið hjá því. Stjórnir BÍ og aðildarfélaga sem málið snertir þrýsti á stjórnvöld um framgang og vinni saman að lausnum. » AÐILDARUMSÓKN TIL BÍ FRÁ BEINT FRÁ BÝLI Félagsmálanefnd mælir með að aðildarumsókn frá Beint frá býli að Bændasamtökum Íslands verði samþykkt. » AÐILDARUMSÓKN TIL BÍ FRÁ VERNDUN OG RÆKTUN FÉLAG FRAMLEIÐENDA Í LÍFRÆNUM BÚSKAP Félagsmálanefnd mælir með að aðildarumsókn frá Verndun og ræktun framleiðenda í lífrænum búskap að Bændasamtökum Íslands verði samþykkt. » FÉLAGSKERFI LANDBÚNAÐARINS Búnaðarþing 2018 felur stjórn BÍ að koma á fót þriggja manna starfshópi sem hefur það hlutverk að móta tillögur um allsherjar endurskipulagningu á félagskerfi landbúnaðarins. Við þá vinnu verði horft til uppbyggingar systursamtaka BÍ í nágrannalöndum okkar. Litið verði til allra þeirra verkefna sem samtök bænda koma að, svo sem hagsmunagæslu, kynningar- og útgáfumála, stefnumörkunar, rannsókna, ráðgjafar og ræktunarstarfs. Hópurinn skal skila áfangaskýrslum á formannafundum, ársfundi sam- takanna árið 2019 og endanlegum tillögum eigi síðar en á Búnaðarþingi árið 2020. » INNKAUPASTEFNA RÍKISINS Búnaðarþing haldið í Reykjavík 5.–6. mars 2018 beinir því til fjármálaráðuneytis að endurskoða innkaupastefnu ríkisins og lög um opinber innkaup með það að markmiði að opinberar stofnanir skuli velja innlend matvæli þar sem því er við komið. Þannig er stutt við innlenda matvælaframleiðendur og jafnframt stuðlað að minni losun gróðurhúsalofttegunda sem til falla við flutning til landsins. Búnaðarþing telur að ríkið skuli kaupa þær vörur sem hafa hvað minnst umhverfisfótspor. Stjórn BÍ fylgi málinu eftir við stjórnvöld. » KYNNINGARSTARF Í LANDBÚNAÐI Búnaðarþing haldið í Reykjavík 5.–6. mars 2018 beinir því til Bændasamtaka Íslands að sérstaða íslensks landbúnaðar hvað varðar framleiðsluhætti, lyfjanotkun, umhverfisfótspor og aðra afmarkandi þætti verði dregin fram með skýrum hætti gagnvart neytendum. Leiðir • Að unnin verði vönduð greining og samantekt á sérstöðu landbúnaðarins þar sem kortlagt verði með faglegum hætti hvað innlendur landbúnaður hefur upp á að bjóða umfram helstu samkeppnislönd. Þetta verði gert með því að draga saman fyrirliggjandi gögn eða afla þeirra þar sem þess er þörf. • Að vönduð upplýsingagjöf til neytenda verði forgangsmál í markaðsstarfi landbúnaðarins. Áhersla verði lögð á að auka þekkingu og vitund hins almenna neytanda um innihald, uppruna og eiginleika landbúnaðarvara og helstu þætti sem við höfum umfram helstu samkeppnislönd til að neytendur séu ávallt meðvitaðir um í hverju munurinn liggi. • Að BÍ, aðildarfélög þeirra og fyrirtæki í landbúnaði myndi sér skýra stefnu í markaðs- og kynningarstarfi fyrir landbúnaðinn í heild. Fyrrgreindir aðilar vinni betur saman í því skyni að réttar upplýsingar skili sér með öflugri hætti inn í samfélagsumræðuna og skoði með hvaða hætti það væri best gert. Framgangur Stjórn BÍ fylgi málinu eftir í samvinnu við aðildarfélögin og fyrirtæki í landbúnaði. » MERKINGAR OG EFTIRLIT MEÐ LANDBÚNAÐARVÖRUM Á MARKAÐI Búnaðarþing haldið í Reykjavík 5.–6. mars 2018 beinir því til landbúnaðar- ráðherra, fjármálaráðherra og ráðherra ferða-, iðnaðar- og nýsköpunarmála, sem jafnframt fer með neytendamál, að tryggja að í gildi séu viðeigandi reglur um vandaðar og áberandi merkingar á öllum matvælum og öðrum landbúnaðarafurðum, innlendum sem innfluttum. Merkingarnar taki m.a. til uppruna, ferils, framleiðsluhátta, innihalds og geymsluskilyrða. Skoða þarf nánar framsetningu á merkingum með tilliti til þess að þær gefi neytendum ætíð glöggar upplýsingar og beita þarf í auknum mæli viðurlögum þegar blekkingum er vísvitandi beitt. Stofnanir sem fara með eftirlit með merkingum, innflutningi og markaðsfærslu landbúnaðarafurða stundi reglulega vöruskoðun vegna innflutnings og virkt almennt eftirlit. Við innflutning matvæla og annarra landbúnaðarafurða verði sérstök áhersla lögð á að réttum reglum sé fylgt varðandi heilbrigði, tollafgreiðslu og merkingar. Með því verði stuðlað að lýðheilsu, smitgát, plöntu- og dýraheilbrigði, vandaðri upplýsingagjöf til neytenda og heilbrigðara samkeppnisumhverfi. Búnaðarþing telur að upplýsingar um uppruna matvara eigi ávallt að vera aðgengilegar fyrir neytendur, hvort sem er í verslunum, mötuneytum eða veitingastöðum. Framgangur Stjórn BÍ fylgi málinu eftir í samvinnu við aðildarfélögin. Búnaðarþing 2018 var sett í Bændahöllinni mánudags morguninn 5. mars að viðstöddu fjölmenni í Súlnasal. Þinghald hófst eftir hádegi 5. mars á Hótel Sögu og lauk á sjötta tímanum þriðjudaginn 6. mars. Hér á eftir eru ályktanir þingsins en bent er á að nánari upplýsingar, greinargerðir og fleira er að finna á vef Bændasamtakanna, bondi.is. Þar eru jafnframt ræður og fundargerðir aðgengilegar ásamt fleiri gögnum sem tengjast Búnaðarþingi 2018. BÚNAÐARÞING 2018

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.