Bændablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 8. mars 2018 Kletthálsi 3 |110 Reykjavík | sími 540 4900 www.yamaha.is TRAKTOR SEM LÉTTIR ÞÉR STÖRFIN GRZZLY 700 EPS MEÐ TRAKTORSSKRÁNINGU Ný útgáfa með dráttarspili, LED ljósum og 26“ dekkjum. Aukin burðargeta og lækkaður þyngdarpunktur gerir gott hjól enn betra. TILBOÐSVERÐ KR. 2.190.000,- M/VSK. Einnig fáanlegt með aukasæti og innbyggðum farangurskassa. TILBOÐSVERÐ KR. 2.240.000,- M/VSK. VERKSTÆÐISÞJÓNUSTA! Tímapantanir í síma 540 4980 Vinnuþjarkur! Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 540 4980 til að fá frekari upplýsingar. Ísfell ehf, Óseyrarbraut 28 220 Hafnarfjörður, Sími 5200 500 www.isfell.is, isfell@isfell.is Höfum á lager mikið úrval af alskyns vinnufatnaði, hífi- og festingabúnaði, krönum og talíum, snjókeðjum, pökkunarlausnum og fallvarnarbúnaði. Í vörulistanum á www.isfell.is er að finna ítarlegar upplýsingar um allar vörur. Vinnufatnaður Hífilausnir Kranar og talíur Snjókeðjur Pökkunarlausnir Fallvarnarbúnaður Komdu við og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna! Auglýst er eftir umsóknum um fjárfestingastuðning í nautgriparækt Opnað verður fyrir rafrænar umsóknir um fjárfestingastuðning í nautgriparækt á Bændatorginu fimmtudaginn 8. mars nk. Markmið stuðningsins er að hraða því að framleiðendur standist kröfur samkvæmt gildandi reglugerð um velferð nautgripa. Fjárfestingastuðningur er veittur vegna framkvæmda sem stuðla að hagkvæmari búskaparháttum, bættum aðbúnaði nautgripa og aukinni umhverfisvernd. Í samræmi við reglugerð um stuðning í nautgriparækt nr. 1181/2017, VII. kafla skulu umsóknum um fjárfestingastuðning skilað inn rafrænt eigi síðar en 31. mars. Framleiðandi í nautgriparækt sem uppfyllir skilyrði 3. gr. ofangreindrar reglugerðar getur sótt um fjárfestingastuðning. Sé fyrirhugað að framkvæmdir sem sótt er um stuðning fyrir verði framkvæmdar á fleiri en einu ári skal umsækjandi gera grein fyrir áfangaskiptingu við framkvæmdirnar í heild sinni í verklýsingu, verk- og kostnaðaráætlun. Heimilt er að veita stuðning við sömu framkvæmdir til allt að þriggja ára. Umsækjendur sem hafa hug á að nýta sér þessa heimild skulu leggja inn framhaldsumsókn fyrir árið 2018. Umsóknum sem skilað er með ófullnægjandi gögnum, sbr. 23. gr. ofangreindrar reglugerðar, hefur Matvælastofnun heimild til að hafna. HÚS BITAR ÞöK Komdu með teikninguna eða við teiknum fyrir þig. Vitinn í Vestur-Skaftafellssýslu: Hættur að koma út eftir 23 ára útgáfu „Það hefur alltaf verið skemmtilegt að gefa út Vitann, það er ekkert eitt sem stendur upp úr. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum þeim sem ég hef haft kynni af í gegnum Vitann, auglýsendum og lesendum“, segir Sæunn Sigurlaugsdóttir, ritstjóri Vitans, héraðsfréttablaðs sem kom út í síðasta skipti 28. febrúar síðastliðinn. Sæunn og eiginmaður hennar, Eyþór Ólafsson á Skeiðflöt, tóku við Vitanum haustið 1995 og hafa á þessum 23 árum gefið út 1.150 blöð vikulega. „Það voru hjón sem voru búin að vera með svipaða útgáfu en þau fluttu á Laugarvatn og hættu starfsemi blaðsins. Það var hringt í mig og ég spurð hvort við hjón værum tilbúin í útgáfuna, ég fékk 1 klukkutíma til að hugsa málið, þar sem Eyþór var ekki heima fannst mér ekki ég geta svarað því, en eftir þennan umhugsunartíma var aftur hringt og Eyþór ekki kominn heim, ég sagði því bara já. Við vorum líka búin að gefa út Héraðsblað Vestur-Skaftfellinga, Fréttabúa, þá í 10 ár þannig að við þekktum til verksins,“ bætir Sæunn við. Vitinn hefur verið á tölvutæku formi, þ.e.a.s. sendur á annað hundruð netföng, síðan prentað um 460 eintök sem dreifðist í V-Skaftafellssýslu og töluvert í Rangárvallasýslu. „Ástæða þess að ég hætti útgáfunni er af ýmsum ástæðum, m.a. fækkandi auglýsingar, því nú fer mikið af þeim á netmiðla t.d. Facebook, ég eldist og þreytist og allur prentkostnaður kostar sitt,“ segir Sæunn. /MHH Sæunn og Eyþór hafa staðið að útgáfu Vitans síðustu 23 ár en útgáfan hefur verið í höndum Sæunnar síðustu ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.