Bændablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. mars 2018
Nýtum tækifæri framtíðar með nýsköpun
Á FAGLEGUM NÓTUM
„Forsenda þess að landbúnaður
geti nýtt tækifæri framtíðarinnar
er jafnvægi í framleiðslu, skilvirkt
eftirlit og nýsköpun“
Ofangreind fyrirsögn er í
stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og
eru orð að sönnu. En hvað þýðir hún?
Hvert er samhengi tækifæra framtíðar,
jafnvægis í framleiðslu, skilvirks
eftirlits og nýsköpunar? Þessu þarf
að svara og það verður einvörðungu
gert með því að móta skýra stefnu um
matvælaframleiðslu á Íslandi. Það
þarf að svara spurningunni:
„Hvað viljum við í raun að
íslenskur landbúnaður geri?“
Í þessu samhengi viljum við
benda á vinnu sem unnin var vegna
atvinnustefnu á árunum 2012–2013
og vegna lífhagkerfisstefnu á árunum
2015–2016, sem fjöldi bænda kom
að.
Hvernig geta margar þúfur velt
þungu hlassi?
Íslenskur landbúnaður er lítil
atvinnugrein. Í dag eru framleidd um
4.000.000.000 tonna af matvælum á
heimsvísu. Íslenskur landbúnaður
er af stærðargráðunni 200.000 tonn
(um 0,005% af heimsframleiðslu).
Flestir íslenskir bændur myndu
teljast smábændur í alþjóðlegum
samanburði og rannsókna-og
nýsköpunarumhverfið er dvergvaxið
og í raun tiltölulega illa samhæft, þó
margt standi til bóta í þeim efnum
að okkar mati. Samhengi rannsókna
og virðiskeðju landbúnaðarafurða er
auk þess ekki skýrt og allt of algengt
að bolmagn rannsókna sé ekki
nægilegt til að hafa raunveruleg áhrif
á hag bænda og annarra frumkvöðla í
virðiskeðjunni. Þessu þarf að breyta,
með aðferðum gírunar (e. leverage).
Dæmi um gírun eru einstaklingar
sem nota lántökur sem vogarafl (e.
lever) til þess að ná meiru fram
en þeim einum væri mögulegt.
Aðföng frá einstaklingum og
sambýlisfólki eru lögð við aðföng
frá fjármálastofnun og niðurstaðan
er að fjölskylda getur komið þaki
yfir höfuðið og þar með velt
þungu hlassi. Fyrir bændur og
landbúnað gilda sömu lögmál.
Ráðuneyti og ríkisaðilar þurfa að
leggja saman krafta sína og vinna
þvert á sílóskipulag. Einkaaðilar
og fjárfestar þurfa að fjárfesta með
langtímahagsmuni að leiðarljósi í
stað þess að einblína á næsta þriggja
mánaða uppgjör.
Sjálfbær matvælaframleiðsla er
hlassið sem þarf að velta
Sjálfbærni snýst um að
framtíðarhagsmunir séu tryggðir
en velferð nútímafólks á sama tíma
í hávegum höfð. Til þess þarf að
skilja og vinna að traustu samhengi
efnahags, umhverfis og samfélags.
Í þeim efnum er Ísland ekki eyland,
enda höfum við áhrif á aðra og
aðrir áhrif á okkur. Súrnun sjávar
vegna mengunar og dómar EFTA
dómstólsins eru tvö dæmi.
Þriðja dæmið er árangur
Íslendinga í nýsköpun í sjávarútvegi,
sem er öðrum þjóðum innblástur til
góðra verka. Sá árangur ætti að vera
íslenskum landbúnaði innblástur, en
stofnun AVS sjóðsins árið 2003 og
Tækniþróunarsjóðs árið 2004 voru
lykilvörður á þeirri vegferð að ríflega
tvöfalda verðmæti á hvert kg afla.
Aðrar þúfur sem velt hafa því hlassi
eru t.d. heildarsýn á markaðsdrifna
virðiskeðju, fjárfestingar í
rannsóknum og búnaði og þor til að
fara út fyrir rammann og starfa saman
þvert á ólík fyrirtæki og stofnanir,
með það meginmarkmið að auka
verðmæti íslensks sjávarfangs.
Mun íslenskur landbúnaður
bjarga heiminum?
Íslenskur landbúnaður mun ekki
bjarga heiminum frá hungri, en á
mikil tækifæri á sérvörumarkaði,
þar sem eftirspurn vex hraðar
en á öðrum matvörumörkuðum.
Lífræn ræktun, uppruni, óspillt
land, hrein orka og staðbundin
matvælaframleiðsla eru lykilorð.
Lykilspurning út frá fæðuöryggi
Íslendinga er:
Hvað viljum við að íslenskur
landbúnaður geti framleitt mikið
af matvælum án þess að komi til
innflutningur aðfanga?
Við erum lítið betur sett, út frá
sjónarmiðum fæðuöryggis, ef flytja
þarf inn verulegt magn aðfanga til
matvælaframleiðslu, en með því að
flytja inn sjálf matvælin.
Við þurfum að setja okkur
markmið um íslenskan land búnað
og móta stefnu til að ná þeim
markmiðum.
Er Ísland land hráefnisfram-
leiðslu (e. commodities) eða
byggjum við ímynd okkar á
gögnum um heil næmi og náttúru-
vernd og samþættum hagsmunum
ferðaþjónustu við hagsmuni
landbúnaðar og sjávarútvegs?
Ætlumst við til þess að
veitingastaðir hafi íslensk matvæli
og íslenska tungu í fyrirrúmi?
Við þurfum að ákveða
hver skal stefnt. Innan ramma
stefnumörkunar þarf að gefa
frumkvöðlum frjálsræði til að
láta reyna á nýjar lausnir, til að
takast á við breytta tíma og breytta
hugsun. Reynsla og innviðir sem
byggðir hafa verið upp þurfa að
nýtast til framtíðar. Við þurfum að
skilja hverjir eru lykilsamstarfs-
og hagaðilar í nútíð og framtíð
og miðla með skýrum hætti þeim
aðgerðum sem ráðast þarf í. Þær
aðgerðir þurfa að taka mið af
Heimsmarkmiðum Sameinuðu
þjóðanna um sjálfbæra þróun (e.
Sustainable Development Goals)
og Parísarsáttmálanum.
Áhættumat er grundvöllur
skynsamlegrar matvælastefnu
Aukin eftirspurn eftir matvælum
á heimsvísu mun líklega
ýta matvælaverði upp á við.
Landverð fer hækkandi víðast
hvar, ræktarland minnkar vegna
gróðurhúsaáhrifa og öfgafull
veður valda uppskerubresti. Allt
eru þetta áhættuþættir þegar
kemur að fæðuöryggi og sveiflum
á matvælaverði. Sýklalyfjaþol
baktería er raunveruleg áhætta
og án þess að falla í gryfju
einangrunarhyggju, eigum við að
ræða opinskátt kosti þess að ýta undir
fjölbreytta matvælaframleiðslu
með fæðuöryggi, byggðaþróun og
lýðheilsu að markmiði.
Felast tækifæri í að auka
frjálsræði í slátrun og heimavinnslu
lambakjöts og markaðssetningu
afurðanna til ferðamanna og
annarra í nærumhverfinu?
Felst raunverulega í slíku
fyrirkomulagi óásættanleg áhætta
þegar vísindalegum aðferðum
áhættumats er beitt?
Áhættumat er grundvöllur
skilvirks eftirlits
Traust er grundvöllur viðskipta
og viðhorfs neytenda. Það tekur
langan tíma að byggja upp en
skamman tíma að brjóta niður.
Skilvirkt eftirlit er ein forsenda
þess að byggja upp traust og
sýna fram á gæði íslenskrar
matvælaframleiðslu og heilindi
innan virðiskeðjunnar. Til að
eftirlit geti verið skilvirkt þarf
að framkvæma vísindalegt, óháð
áhættumat. Slíkt áhættumat
gerir greinarmun á stórum
framleiðslueiningum og minni
einingum og á eðli dreifingar
matvæla. Það gerir í raun eftirlit
sanngjarnara, ef svo má að orði
komast, þar sem tekið er tillit til
mismunandi aðstæðna, án þess að
öryggi fólks sé stofnað í hættu.
Áhættumat er grundvöllur
nýsköpunar
Nýsköpun er drifkraftur
sjálfbærs efnahagslegs vaxtar.
Með vísindalegu áhættumati er
lagður grunnur að fjölbreytni og
sveigjanleika í regluverki, sem er
forsenda þess að nýsköpun dafni.
Með nýrri hugsun og innleiðingu
tæknilausna getum við minnkað
umhverfisáhrif af framleiðslu
íslenskra landbúnaðarvara, dregið
úr innflutningi aðfanga, aukið
verðmæti og fjölbreytileika afurða
og bætt arðsemi. Víða um sveitir
Mynd 1. Með samstilltu átaki má lyfta grettistaki í átt til sjálfbærrar
matvælaframleiðslu á Íslandi.
Mynd 4. Hluti þeirra verkefna sem Matís vinnur að sem miða að auknum verðmætum landbúnaðar. Rannsókna- og
fyrirtækisins á árunum 2015–2016 hefur sjónum verið beint í auknum mæli að auðlindum lands.