Bændablaðið - 08.03.2018, Page 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. mars 2018
Vandamál tengd júgurheilbrigði
kúa eru margvísleg og er
júgurbólga hjá kúm sá sjúkdómur
sem veldur kúabændum um allan
heim mestu fjárhagslegu tjóni
og árlega eru framkvæmdar
ótal rannsóknir víða um heim á
júgurheilbrigði mjólkurkúa.
Á liðnum tveimur áratugum hafa
verið gerðar allmargar áhugaverðar
rannsóknir á samspili hækkunar
frumutölu á afurðasemi kúa, en
oftast hafa rannsóknirnar fyrst og
fremst tekið til þessa samspils þegar
frumutalan er hærri en 200 þúsund/
ml. Skýringin á því að þessi tala er
notuð er vegna þess að hér áður fyrr
vantaði formlega skilgreiningu á því
hvenær kerfislega ætti að líta svo á
að kýr væru með júgurbólgu. Þar
sem frumutala er einungis óbein
mæling á júgurbólgu en ekki bein
mæling á henni var skilgreiningin
ákveðin af fagfólki á sameiginlegum
vettvangi IDF, sem eru alþjóðleg
samtök mjólkuriðnaðarins, að miða
við fyrrnefnt viðmið.
Hvert sýnilegt júgurbólgutilfelli
er dýrt
Vart þarf að ræða hvað hvert
sýnilegt júgurbólgutilfelli kostar
í tapaðri innlagðri mjólk, aukinni
vinnu, útlögðum lyfjakostnaði,
minni afurðasemi eftir sýkinguna
og auðvitað gerist það einnig að
bændur hafa neyðst til að stytta
mjaltaskeiðið eða farga grip sem er
auðvitað stærsta tapið.
Þegar kýrin er með dulda
júgurbólgu er oft lítið til ráða
þegar mjaltaskeiðið stendur yfir
og er yfirleitt ekki mælt með því
að meðhöndla kýr með dulda
júgurbólgu fyrr en á geldstöðunni,
séu ekki önnur vandamál fylgjandi
hinni duldu júgurbólgu en hækkun
á frumutölu mjólkurinnar. Margar
erlendar rannsóknir sýna að þær
kýr sem fá hækkaða frumutölu
lenda þó í afurðatapi og ekki þarf
að koma á óvart að kýr með hærri
frumutölu en 200 þúsund/ml tapa
nyt umfram þær sem eru frumulægri,
enda kostar það kýrnar bæði orku að
takast á við sýkingar auk þess sem
hið sýkta svæði júgurvefsins getur
ekki framleitt eins mikið af mjólk
og ósýkt svæði.
Víða um heim líta kúabændur
á frumutölu kúa sem er á bilinu
100 til 200 þúsund/ml ekki sem
stórkostlegt vandamál, þ.e. sé kýrin
ekki sýnilega veik, en á það hefur þó
verið bent að jafnvel þó svo að um
minniháttar sýkingar í júgurvef sé að
ræða þá hefur það strax örlítil áhrif
til lækkunar á nyt kúa. Þannig hafa
verið gerðar rannsóknir sem ná til
neikvæðs samspils lægri frumutölu
en 200 þúsund/ml og afurðasemi
kúa, en oftar en ekki hafa þessar
rannsóknir verið gerðar á sérstökum
tilraunabúum og hefur ekki alltaf
verið auðvelt að reikna út áhrif þess
hvernig hækkun frumutölu sem
er lægri en 200 þúsund/ml tengist
afurðasemi kúa almennt.
Samhengi frumutölu og
afurðasemi
Nýlegri rannsókn, sem framkvæmd
var í Brasilíu, var sérstaklega beint
að þessu samhengi frumutölu
og afurðasemi en það sem er etv.
nokkuð óvenjulegt við þessa
rannsókn er að hún byggir á afar
umfangsmiklu gagnasafni. Notaðar
voru niðurstöður frumutölumælinga
sem náðu til 31.692 Holstein
kúa frá 243 kúabúum og náðu
skýrsluhaldsgögnin fyrir þessar
kýr til tímabilsins janúar 2010 til
desembers 2015.
Þetta langa tímabil skilaði alls
232.937 mælidögum fyrir nyt og
frumutölu framangreindra kúa og
vegna þess að gögnin náðu til margra
ára var hægt að meta samspilsáhrif
frumutölunnar, aldurs kúa og stöðu
á mjaltaskeiði á afurðasemina.
Mjólkursýnum kúnna var skipt
upp eftir og innan mjaltaskeiðanna
og voru fyrstakálfs kýrnar með
meðalfrumutölu upp á 97 þúsund
frumur/ml, kýr á öðru mjaltaskeiði
með 122 þúsund frumur/ml, kýr á
þriðja mjaltaskeiði með 157 þúsund
frumur/ml, kýr á fjórða mjaltaskeiði
með 173 þúsund frumur/ml og þá
voru í gagnasafninu bæði kýr á
fimmta og sjötta mjaltaskeiði og
var frumutala þeirra 171 þúsund
frumur/ml og 181 þúsund frumur/
ml. Að meðaltali var 16% sýnanna
með hærri frumutölu en 200.000/ml.
Ekki kemur á óvart að
niðurstöðurnar leiddu í ljós að eftir
því sem frumutalan hækkaði að
meðaltali þá jukust neikvæð áhrif
á afurðasemi kúnna, en það kom
einnig í ljós að nytminnkunin er
bæði misjöfn á milli mjaltaskeiða
og einnig innan mjaltaskeiðs.
Þannig minnkar framleiðslan meira
í upphafi mjaltaskeið og í lok þess en
um miðbik þess, þó svo að hækkun
frumutölunnar sé eins á þessum
tímapunktum. Þá er afurðatapið,
þegar frumutalan hækkar, minnst
hjá yngstu kúnum en eykst töluvert
eftir því sem kýrnar eldast.
Niðurstöður rannsóknarinnar
um samspil hækkunar á frumutölu
og afurðataps hjá kúm á fyrsta
mjaltaskeiði fyrstu tvær vikur
mjaltaskeiðsins má sjá töflu 1 og
sést hér vel hve sterkt samhengið
er. Rétt er að taka fram að þessar
framleiðslutölur eiga við afurðir
Skógareyðing í Ástralíu:
Þrír milljónir hektara af skógum
gætu tapast á næstu 15 árum
Hugmyndir eru uppi
um að á næstu tveimur
áratugum, jafnvel fyrir
árið 2030, verði um
þrjár milljónir hektara
af frumskógi ruddir í
austanverðri Ástralíu.
Ástæða þessa er
aukin ásælni í ræktarland
til landbúnaðar, skorti
á reglugerðum um
landnotkun og vilja
stjórnvalda til aðgerða.
Líffræðileg fjölbreytni í Ástralíu
er mikil og talið að 8% af villtum
tegundum dýra og plantna eigi sér
heimkynni þar. Um 85% plöntu- og
84% dýrategunda í Ástralíu finnast
einungis þar. Þrátt fyrir gríðarlega
stærð heimsálfunnar Ástralíu eru
skráðar þar hátt á annað þúsund
plöntu- og dýrategunda í hættu
vegna ágangs manna á búsvæði
þeirra.
Vaxandi skógareyðing
Auk skógareyðingar vegna
skógarhöggs eru loftslagsbreytingar
þegar farnar að valda skógar-
eyðingum í Ástralíu sem enginn sér
fyrir endann á.
Árið 1990 settu stjórnvöld í
Ástralíu lög um fellingar á skógi
í álfunni eftir að mælingar sýndu
að um fjórðungur af kolefnislosun
Ástrala var vegna skógareyðingar.
Tuttugu árum síðar, árið 2010,
hafði losun vegna skógargeyðingar
náð sömu hæðum og hefur aukist
talsvert síðan. Ástandið er talið
svo slæmt að á nýjasta lista
náttúruverndarsamtakanna World
Wide Fund er eina vestræna landið á
lista yfir lönd þar sem skógareyðing
er sögð vera alvarlegt vandamál.
Tré felld sem aldrei fyrr
Samkvæmt opinberum tölum frá
Ástralíu voru tæplega 400 þúsund
hektarar af náttúrulegu gróðurlendi
rudd 2015 til 2016, sem er 33%
meira en árið áður. Tölur frá
Oueensland, þar sem eyðingin
er mest á þarlendum skala og
upplýsingar taldar ábyggilegastar,
sýna að tré eru felld sem aldrei fyrr.
Til að setja skóglendið í samræmi
er talið að land sem er á við 1.500
knattspyrnuvelli að alþjóðlegri
keppnisstærð sé fellt á hverjum degi.
Eyðing búsvæða
Ekki er nóg með að um gríðarlega
skógareyðingu sé að ræða í Ástralíu
heldur á sér stað á sama tíma eyðing
á náttúrulegum búsvæðum fjölda
sjaldgæfra dýrategunda sem ekki
eiga sér skjól annars staðar. /VH
Á FAGLEGUM NÓTUMUTAN ÚR HEIMI
Snorri Sigurðsson
snsig@arlafoods.com
Frumutalan bendir
til afurðataps
Skógareyðing í Ástralíu er jafnframt eyðing á náttúrulegum búsvæðum fjölda
Samkvæmt opinberum tölum frá Ástralíu voru
gróðurlendi rudd 2015 til 2016, sem er 33% meira
Um 30% af húsdýraáburði
verður breytt í hauggas
Orku- og umhverfisnefnd norska
þingsins hefur nú gefið út að 30%
af húsdýraáburði verði breytt í
hauggas í framtíðinni og að nú
hefjist vinna við að ná þessu
markmiði. Þessum fréttum fagna
norsku bændasamtökin og vilja
leggja sitt á vogarskálarnar til að
vinnan geti hafist sem fyrst.
„Hauggas sem framleitt er úr
húsdýraáburði og matarúrgangi er
jákvætt fyrir loftslagið, bæði innan
landbúnaðar og í flutningageiranum.
Í dag er eingöngu 1% af
húsdýraáburði breytt í hauggas
þannig að þetta eru mjög
ánægjulegar fréttir frá þinginu,“
segir Bjørn Gimming, varaformaður
norsku bændasamtakanna.
Fjárfestingarstuðningur til
hauggasstöðva
Orku- og umhverfisnefndin sendi
frá sér ályktun þess efnis að
hauggasmálið yrði að skilgreina
sem fyrst til að hægt sé að koma
því í gang. Forsvarsmenn norsku
bændasamtakanna benda á að fyrir
tímafrest verkefnisins verði meðal
annars að horfa í getu núverandi
stöðva og á þeim stöðum sem
eru nú á teikniborðinu ásamt
því hvaða staðir í Noregi væru
heppilegastir fyrir sem arðbærustu
hauggasframleiðsluna.
Meirihluti fulltrúa nefndarinnar
bendir á að við byggingu nýrra
stöðva til að framleiða hauggas
úr matarúrgangi þurfi að
greina hvort hentugt sé að taka
einnig inn húsdýraáburð í þær
framleiðslueiningar. Loftslags-
og umhverfisráðherra Noregs,
Ola Elvestuen, gaf nýlega út
jákvæð vilyrði um að hann vilji
breyta fjárfestingarstuðningi í
umhverfissjóðnum Enova þannig
að úrgangsfyrirtæki fái umbun
fyrir að taka á móti húsdýraáburði
á hauggasstöðvunum. Norsku
bændasamtökin höfðu komið með
tillögu um eigin fjárfestingarsjóð
fyrir hauggasframleiðslu á
húsdýraáburði en fengu einungis
stuðning fjögurra flokka og náðu
því ekki meirihluta með tillöguna.
/ehg - Bondelaget