Bændablaðið - 08.03.2018, Qupperneq 54

Bændablaðið - 08.03.2018, Qupperneq 54
54 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. mars 2018 Fyrir nokkru kom lítils háttar snjór í Reykjavík og var innkeyrslan og bílastæðin heima hjá mér orðin leiðinleg að keyra. Ég hafði samband við þá í Vallarnaut sem selja Solis og Hattat dráttarvélar og spurði hvort ég mætti ekki prófa vél hjá þeim við snjó mokstur. Skömmu síðar voru þeir mættir hvor með sína vélina og skildu eftir hjá mér. Solis 26 Þegar ég sá Solis 26 vélina datt mér strax í hug yfirbyggt fjórhjól með tönn og flaghefil, en þessi vél kom mér verulega á óvart. Tönnin skóf vel og krafturinn var nægur í vélinni ef maður beitti tönninni hæfilega langt niðri, en ef maður setti tönnina of neðarlega vildi hún spóla, sérstaklega á framhjólunum, og hefði verið gott að hafa keðjur að framan. Í nokkrum ferðum náði ég að skafa öllum snjónum innst í innkeyrsluna og með því að nota flaghefilinn aftan á vélinni náði ég að fínhreinsa innkeyrsluna nánast niður í malbik. Þá var bara stærra planið eftir sem var orðið frekar mikill klaki. Mér til furðu náði þessi litla vél að rífa upp klakann niður hallann á bílaplaninu og koma honum í neðsta stæðið. Húsið virkar stórt að utan séð, en er lítið þegar inn er komið Gott var að vinna á vélinni, en hávaðinn inni í húsinu er frekar mikill og stjórntækin fyrir tönnina og flaghefilinn ekki á besta stað. Var frekar klaufalegur í fyrstu, en var orðin nokkuð fljótur að teygja mig í stjórntækin þegar ég var að klára. Að sitja inni í húsinu finnst manni rýmið ekki vera mikið og smá basl fyrir stirðbusa eins og mig að koma mér fyrir í ökumannssætinu. Verðið á Solis 26 er gott, en þessi vél er nú á tilboði með húsi á 1.350.000, snjótönnin kostar 190.000 og flaghefillinn er á 113.000 (ath. öll verð eru án vsk.). Hattat A110 með 102 hestafla Perkings mótor Hattat A110 er fyrir mér nákvæmlega eins vél og Valtra, það stendur bara Hattat á henni í stað Valtra. Vélin sem ég prófaði var með Ross More FL60M, írskum moksturstækjum og sturtanlegri skúffu aftan á þrítenginu. Skúffuna notaði ég nánast ekkert við snjómoksturinn, en hún er ekkert þægileg til moksturs, en eflaust fín geymsla fyrir staura og önnur verkfæri í girðingavinnu og ýmsum smáverkum. Moksturstækin voru að vinna vel og ágætlega hraðvirk. Það tók mig stutta stund að moka snjónum í góðar hrúgur fyrir utan bílaplönin. Vel hljóðeinangrað hús og allt rými þar inni gott Inni í húsinu er allt rými gott og öll stjórntæki á þægilegum stöðum þar sem auðvelt er að ná til þeirra. Í Hattat traktornum er útvarp og á meðan ég mokaði var hávaði frá vélinni ekkert að trufla ljúfa tónlistina í útvarpinu, sem segir mér það eitt að vélin er ágætlega hljóðeinangruð. Útsýni er mjög gott fram fyrir vélina og þurfti maður ekkert að halla sér fram við moksturinn eins og á sumum vélum. Í vélinni er sæti fyrir farþega, góð miðstöð og loftkæling. Að mínu mati fullbúin dráttarvél á flottu verði sé hestaflaþörfin ekki mikið yfir 100 hestöfl. Verðið á Hattat A110 með ámoksturstækjunum er 5.700.000 án vsk. en Power skúffan aftan á vélina kostar 192.000. Nánari upplýsingar um dráttarvélarnar er hægt að nálgast á vefsíðunni www.vallarbraut.is. rVárr rr trTve kt fi a o a ballar a t:u É ÁV LAB SINN Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Hattat A110 er ótrúlega lík Valtra. Moksturstækin á Hattat eru hraðvirk og gott að vinna með. Myndir /HLJ Á Solis 26 vélinni virkar húsið svolítið stórt en þegar inn er komið er ekki mikið pláss. Solis traktorinn var ótrúlega seigur þótt hann væri ekki stór. 26 en útsýni var gott. Öll stjórntækin í Hattat eru á þægi- legum stöðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.