Bændablaðið - 08.03.2018, Page 55

Bændablaðið - 08.03.2018, Page 55
55Bændablaðið | Fimmtudagur 8. mars 2018 Töluvert hefur verið fjallað í fjölmiðlum um holótta vegi, sem skemma dekk, felgur og fleira, síðastliðinn mánuðinn. Frægasta holan sem ég veit um voru í raun þrjár holur sem mynduðust seinnipart dags á Vesturlandsvegi í beygjunni fyrir neðan Lágafellskirkju þann 21. febrúar þegar a.m.k. fimm bílar skemmdu dekk í holunum. Að morgni 22. febrúar átti ég leið þarna um og ætlaði varla að trúa því sem ég sá. Ellefu bílar voru í röð að skipta um dekk sem höfðu höggvist í sundur, þegar ég ók fram hjá röðinni. Þegar ég kom til baka voru enn nokkrir bílar í kantinum með sprungin dekk, eitt eða tvö, og mikið beyglaðar felgur. Samkvæmt talningu starfsmanna N1 dekkjaverkstæðisins á Langatanga komu þennan morgun 12 bílar með ónýt dekk og Vegaaðstoð N1 skipti undir 5 bílum. Í öllum þessum tilfellum voru dekkin ónýt og alls þurfti að laga eða kaupa 7 nýjar felgur. Mæla oftar loftið í dekkjunum til að forðast svona tjón Ég mældi dýpt holanna og ummál þeirra og voru allar á bilinu 50–70 cm. Fyrsta holan var 8 cm, næsta 10 og sú síðasta var 12 cm djúp. Engin furða að bílstjórar skemmi dekk í svona holu þegar þeir koma í holuna á 70 km hraða. Eftir að hafa mælt dýpt holanna skoðaði ég yfirgefnu bílana og mældi loftþrýstinginn í þeim hjólbörðum sem loft var í og af þessum fimm bílum voru fjórir með of lítið loft í dekkjum og í tveim bílum var framdekkið heilt en sprungið að aftan og þessi tvö framdekk voru með réttu loftmagni sem ég tel að hafi bjargað þeim. Holurnar eru ekki bara í Reykjavík, þær eru um allt, sérstaklega er þetta slæmt í þjóðgarðinum á Þingvöllum og m.a. töluvert á þjóðvegi 1 nálægt Borgarfirði og víðar þar sem ég hef farið undanfarinn mánuð. Margar kenningar um hvers vegna þessar holur myndast Síðustu þrjá vetur hefur „holufaraldurinn“ skollið á eftir þíðu og mikil vatnsveður. Ýmsir hafa tjáð sig um þessar holur og verið með skýringar á hvers vegna þær spretta upp eins og faraldur. Persónulega vil ég kenna um of mikilli saltnotkun á þunnt malbikaða vegi, en með svona miklum saltpækli á olíumalbik verður olían í malbikinu mjúk og fer í dekkin og snjóinn og eftir verður mölin ein. Á endanum er olían í malbikinu búin og gat kemur á þunnt malbikið með þessum fyrrgreindu afleiðingum. Oftast koma holurnar í lægðum og á samskeytum, beygjum og þar sem mikið álag er á malbikið, því er ágætt að hafa þetta í huga. Góð grein var á www.mbl.is þar sem vitnað var til Facebook-færslu Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings undir fyrirsögninni; HÁLKAN NÚ VERÐUR OKKUR DÝRKEYPT. Áhugaverð lesning sem gefur manni nýja sýn á hvers vegna holurnar koma, að mati fræðimanns. Dapurt að þurfa að gera ráð fyrir holutjónum í heimilisbókhaldinu Fyrir nokkru heyrði ég mann segja að það væri dapurt að þurfa að gera reglulega ráð fyrir því að þurfa að kaupa aukadekk oftar en einu sinni á hverju ári vegna lélegs viðhalds vega. Bíleigendur borga það mikið í opinber gjöld að þeir eiga betri þjónustu skilið. Fyrir mér er þetta mest saltinu að kenna og ef á að eyða svona miklu í salt fyrripart vetrar þarf að taka frá fyrir holuviðgerðum seinnipart vetrar til að laga það sem saltið skemmdi. Pössum okkur á árlegu febrúar/ mars-holunum. Holóttir varasamir vegir: Mikið um tjón á felgum og dekkjum undanfarna daga Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 KROSSGÁTA Bændablaðsins Lausn á krossgátu í síðasta blaði ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is STRÝTU GRANDI SPOR LJÁ BLEYTU-KRAP GÁSKI SIÐA SÓGURLEGA K E L F I L E G A KÍÞRÓTT E I L A STREITA FYRST FÆDD Á L A G RSKJÖGUR I Ð R E N G L A L I T ÓTRAUST- UR BILUN L A U S NAUMUR MÓRA TUNNU Í RÖÐ Á M U BLÓMNAGA R Ó S STÍGANDI FRAM- KVÆMA R I S TVEIR EINSSKEINA ÁUMSÖGNNÝLEGA KRÆKLA STAMPUR S M Í Ð A KNÖTTURVEIKI B O L T I HRÆÐA MUNNBITI PSKAPA K O J A MÆLI- EINING HINDRA G Í G A TÓNN Á NÝ N Ó T ARÚM Á S TUDDIVÍTA N A U T LABBGARGA G A N G U RÖXULL F A S REKALDÞEKKJA F L A K AFLIÚT F A N G HEITIVIÐMÓT L ÓSVIKINNHARMA E K T A BÓKSIGTI R I T TÁLVAFRA A G N Ö S K U R GRIPUR M U N U R SAMTÖKSJÓN A AORG T Ú T N A ÁRÁS RÓMVERSK TALA I N N R Á S TVEIR EINS FBÓLGNA U R T A A F N A STUNDA L I L Ð ÁRANS K A A N GIRND S F A Ý N S S NÁN DÍNAMÓR 78 ÁGÓÐI HINDRA FEIKNA SVIF SKJÓÐA STÓ TVEIR EINS HERPINGUR TEKJU- HLIÐ REIÐI- HLJÓÐ FÍNT SÚLD SJÚKDÓM HLÝJA AUM HYGGJAST SANDMÖL PRÓF- TITILL STOPP ÍLÁT TVEIR EINSDÚSKUR ÞINGA BÆTA VIÐ MÆLTI SLÓR IÐKA OFNEYSLA ÞRÁÐA RIFA ÚTVIÐ-KVÆMUR HYGGST GAFL PILI KALLORÐ ÁHRIFA- VALD JARÐBIK FOR- LEGGJARI FUGL BIRTA TVEIR EINS EFNI FLEINN EFNA- SAMBAND BRUÐL SÖGULJÓÐ SAGGIRÁN MUNDA FÖGNUÐUR LABBAÐI SPOR DÝR ATBURÐUR GLÁP ÁTT MAGUR FET RUNNI LÍKA TVEIR EINSVÉLUN VANSÆMD HNETA STIKK- PRUFAERLENDIS VOTVIÐRI 79 Fyrsta af holunum þrem á Vesturlandsvegi sem varð mörgum kostnaðarsamar. Ótrúlega oft myndast holurnar við svona samskeyti. Bylting í hreinlæti! Hafðu samband og pantaðu kynningu fyrir þitt fyrirtæki Sími 480-0000 sala@aflvelar.is www.i teamglobal.com Auðveldari og betri þrif, sparar tíma og léttir lífið

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.