Fóstra - 01.10.1931, Page 12

Fóstra - 01.10.1931, Page 12
10 Fóstra. 1. hefti. I. ár. Heilsuvarðveisla er það starf nefnt, að reyna að koma í veg fyrir sjúk- dóma. Menn fara oft ekki að hugsa alvarlega um að vernda heilsuna fyr en hún er farin. Þá er stundum of seint að byrgja brunninn. Menn þreifa á því betur og betur, að eitt lóð af heilsuvarðveislu er betra en vætt af lækningum. Heilsuhæli eru góð, en þúsund sinnum betra er að kenna ungu fólki að lifa svo heil- brigðu lífi, að það þurfi ekki að koma þangað. Hver er tilgangur heilsuvarðveislu? Tilgangur heilsuvarðveislu er aðallega þrennur, seg- ir Sir Arthur Newsholly. 1. Að fyrirbyggja sjúkdómana. 2. Að bæta heilsufarið. 3. Að ala einstaklingana þannig upp, að ná megi hinni fullkomnustu þroskun og samræmi likamlega, and- lega og siðferðilega. Próf. Winslow segir: „Einn aðalþátturinn í nýtísku heilsuvarðveislu er uppfræðsla einstaklinganna i heilsusamlegum lifnaðar- háttum, og til þess starfs hefir heilsuvarðveisluhjúkr- unarkonan reynst best fallin“. Ungfrú Þorbjörg Árnadóttir, fyrv. yfirhjúkrunar- kona á Vífilstöðum, hefir sjerstaklega kynt sjer alt er lýtur að heilsuvarðveislu í mörgum löndum og náð ágætu prófi við háskólann i Washington í þeim fræð- um. Sumargjöfin hefir fengið hana til þess að semja eftirfarandi heilsureglur. S. A.

x

Fóstra

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fóstra
https://timarit.is/publication/1425

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.