Fóstra - 01.10.1931, Side 14

Fóstra - 01.10.1931, Side 14
12 Fóstra. 1. hefti. I. ár. barnið borði vel áður en það fer í skólann á morgn ana. 3. Svefn. Gætið þess, að barnið fái nógan svefn; fari snemma að hátta og sofi fyrir opnum gluggum, sem herðir það gegn kvefi og öðrum lasleika. 4. Persónulegt hreinlæti. Venjið barnið á að þvo sjer um hendurnar á undan hverri máltíð, bursta tennurn- ar a. m. k. einu sinni á dag, taka volgt sápubað a. m. k. einu sinni í viku (hárþvottur einu sinni í viku). 5. Frítími. Látið barnið hafa vissan tima á hverjum degi til að leika sjer úti við og annan til undirbúnings námsgreinunum. 6. Melting. Gætið þess að meltingin sje í góðu lagi, og að barnið hafi hægðir einu sinni á sólarhring. Ef eitthvað er að barninu, þá munið að leita læknis- hjálpar í tima, dráttur á slíku getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sjer. Þorbjörg Árnadóttir, hjúkrunarkona. Heldur kýs jeg þá hættu, sem frjáls umræða um kynsleg efni hefir i för með sjer, en hina meiri hættu af meinráðum þagnarinnar. Dr. Cosmo Gordon Lang, erkibiskup af Canterbury.

x

Fóstra

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fóstra
https://timarit.is/publication/1425

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.