Fóstra - 01.10.1931, Page 18
Í6
Fóstra. 1. hefti. I. ár.
Það mun vera mikill skortur á rjettum skilningi á
gildi stundahljesins.
Skólinn og foreldrarnir. ættu að taka höndum sam-
an um að láta verða sem mest gagn af hinum dýrmætu
frímínútum, bæði fyrir líkamlega og siðferðilega heil-
brigði barnanna.
Foreldrar, fríminútur eru jafndásamlega hugsaður
hvíldartími og sunnudagurinn er þreyttu erfiðisfólki.
Gerið alt, sem i yðar valdi stendur, til að koma börn-
unum í skilning um þetta, og hvetjið þau til að láta
aldrei hjá liða að koma út i frímínútunum, og rækja
þær eins og skólinn ætlast til.
Arngr. Kristjánsson.
Eins og jurtin vex af sínum eigin innra krafti, svo
verða og hin mannlegu öfl að vaxa af eigin æfingu og
viðleitni einstaklingsins. Froebel.
* *
*
Það er vilji barnsins sjálfs, en ekki þinn vilji, sem
verður að starfa í barninu að auknum siðgæðisþrótti.
W. P. Willson.