Fóstra - 01.10.1931, Qupperneq 19
Fóstra. 1. hefti. I. ár.
17
Heilsufar og hreinlæti skólabarna.
Nokkrar bendingar.
FÆÐI. „Matur er mannsins megin“, segir gamalt mál-
----- tæki. Þetta er rjett, ef fæðið er skynsamlega
valið, ekki síst þegar skólabörn eiga í hlut. Mataræði
þeirra í Reykjavík mun einkum áfátt að því leyti, að
mörg börn fá ekki næga mjólk. Aðaldrykkir skóla-
barnsins eiga að vera nýmjólk og vatn. Kaffi eða sítrón-
vatn má gefa þeim til hátíðabrigðis, en enganvegin dag-
lega. Sumar mæður láta börnin hafa sítrón með sjer
i skólann, með matarbitanum. Þetta er misráðið. Það
getur ekki komið í stað nýmjólkur, og er auk þess dýr
drykkur.
Kaffi og snúðar er smánarleg fæða handa skólabörn-
um. Mjólk og rúgbrauð eða normalbrauð á að koma í
staðinn. I rúgnum er lífefni, sem hveitið vantar.
Gott er að börnin fái jarðarávöxt, kálmeti og nýja
ávexti, eftir þvi sem efni leyfa. Reynið að telja börnin
á að kaupa sjer nýja ávexti fyrir þá aura, sem annars
fara i sælgæti!
Þorskalýsi er einhver dýrmætasti hollustugjafi ís-
lendinga. Skólabarnið ætti að taka það allan veturinn
— þótt ekki sje nema ein matskeið á degi hverjum.
Sum eiga því miður bágt með bragðið. Mæðurnar geta
gefið ungbarninu nokkra dropa af lýsi á dag, og vanið
það þannig við. Sumum börnum fellur best að taka
inn lýsið um háttatíma.
TENNUR. Tannskemdir valda ekki eingöngu tann-
-----—pínu og vökunóttum. Læknar telja, að tann-
holurnar sjeu gróðrarstíur fyrir margskonar sýkla, sem