Fóstra - 01.10.1931, Side 25
Fóstra. 1. hefti. I. ár.
23
Launin eru svo lítil, að það er ómögulegt að lifa af
þeim eingöngu. Afleiðingin verður sú, að kennarar tak-
ast á hendur allskonar aukastörf, óhjákvæmilega á
kostnað kenslunnar, sem hjá sumum verður beinlínis
hjáverk. Og í stað þess, að nota tómstundirnar til að
afla sjer meiri þekkingar og meiri áhuga á uppeldis-
starfinu, þá er þeim oft varið til alóskyldra starfa, og
kennarinn kemur þreyttur og áhyggjufullur í kenslu-
stundina.
Þetta er alvörumál, sem almenning varðar, og sem
hann á að gera að sínu máli. Það verður að krefjast
þess, að kjör barnakennara verði bætt þegar í stað, og
meiri kröfur gerðar til mentunar þeirra. Þetta er sama
sem krafa um meiri og betri þroskaskilyrði fyrir börn-
in, og glæsilegri framtíðarmöguleika fyrir íslensku
þjóðina.
Það verður ef til vill mörgum á að segja, að í þessari
kreppu sje það skýjaglópsháttur að gera kröfu um
aukin útgjöld fyrir bæi og riki. En því er til að svara,
að sú þjóð, sem hefir efni á að flytja árlega inn i land-
ið eiturnautnavörur fyrir miljónir króna, og veit, að
allmikill hluti þessara munaðarvara fer til æskulýðs-
ins, hún á erfitt með að bera við fátækt, þegar farið er
fram á nokkra tugi þúsunda í þeim tilgangi, að koma
börnum þjóðarinnar til meiri þroska. Má geta þess til
samanburðar, að sumar þjóðir, sem á undanförnum
árum hafa lent í mestum fjárhagsvandræðum, eins og
t. d. Austurríki, hafa talið sjer hag í því á erfiðustu
tímum að auka stórkostlega útgjöld til uppeldismála.
Þá er og á það að lita, að stolt okkar íslendinga og
jafnvel tilverurjettur okkar er alþýðumenningin. Yakn-
ar því auðveldlega spurningin: Höfum við efni á því að