Fóstra - 01.10.1931, Page 26
24
Fóstra. 1. hefti. I. ár.
vera til sem sjerstök þjóð, ef við höfum ekki efni á því
að halda við og efla alþýðumenninguna i landinu?
En það þarf að gera meira en að bæta kjör kennar-
anna, það þarf einnig að gjörbreyta sjónarmiði og
starfsháttum skólanna.
Mikilsmetinn skólamaður hjer á landi sagði nýlega
um mann, sem hafði starfað með honum við barna-
skóla, að hann væri óaðfinnanlegur kennari. Samt sem
áður mátti skilja á öðrum ummælum þessa skóla-
manns, að hinn „óaðfinnanlegi“ kennari væri á engan
hátt meira en meðalmaður i starfinu. Enda var dóm-
urinn „óaðfinnanlegur“ rökstuddur með því, að „það
hefði ekkert komið fyrir“ hjá þessum kennara. Með
öðrum orðum, kennaranum hafði tekist að láta börnin
ganga i röðum eftir göngum skólans, að láta þau sitja
nokkurnveginn stilt í kenslustundum, svo engir „skand-
alar“ gerðust þar, og að láta þau læra meira og minna
utanað lögskipaðar kenslubækur. Að dómi áðurnefnds
skólamanns er svona kennari óaðfinnanlegur, og þá
auðvitað sá skóli óaðfinnanlegur, sem getur látið kenn-
ara starfa á þennan hátt.
Hvort sem þessi hugsunarháttur og þessi skilningur á
hlutverki skólans er eign fleiri eða færri skólamanna
vorra, þá þarf hann að upprætast, og hugtökin „óað-
finnanlegur kennari“ og „óaðfinnanlegur skóli“ að fá
alt aðra og göfugri merkingu.
Hugsjónin, óaðfinnanlegur kennari, ætti að vera í
hugum allra, sem að skólamálum starfa, maður, sem
með töfrakrafti sterkrar persónu getur kallað fram hjá
hverju barni alla þá þroskamöguleika, sem i þvi búa,
og sem með skarpskygni sjerfræðingsins sjer hvað