Fóstra - 01.10.1931, Qupperneq 27
Fóstra. 1. hefti. I. ár.
25
hverju barni er vænlegast til þroska og mentunar á
hverju augnabliki.
Hugsjónin óaðfinnanlegur skóli ætti að vera staður,
sem veitti hverju barni, er skólann sækti hin fullkomn-
ustu þroska- og vaxtarskilyrði líkama og sálar.
Þrátt fyrir ýmsa annmarka á barnafræðslu vorri,
sem bent hefir verið á hjer að framan, og sem auðvelt
Iiefði verið að rökstyðja betur, ef rúm hefði verið til,
þá er saga íslenskrar barnafræðslu ekki að öllu von-
laus raunasaga. Margir ágætismenn hafa helgað henni
krafta sína og unnið gott verk og gagnlegt fyrir börn-
in og þjóðina, þrátt fyrir erfið kjör og ill ytri skilyrði.
Nú, t. d., vinna hjer við barnaskóla Reykjavíkur ekki
svo fáir kennarar, sem með fádæma dugnaði og „i
trássi“ við þjóðfjelagið og lífskjörin liafa aflað sjer
góðrar mentunar, og brenna af áhuga fyrir endurbótum
á kjörum barna. Almenningur ætti að veita starfi þess-
ara manna athygli, og styðja þá með ráði og dáð, ekki
vegna þeirra sjálfra, heldur vegna þess málefnis, sem
þeir vinna fyrir, málefnis kynslóðarinnar, sem á að
skapa íslandi örlög eftir nokkur ár.
Almenningur getur styrkt þessa menn og hugsjónir
þeirra með því að vinna að þvi að kjör þeirra verði
bætt, svo að þeir geti helgað alla krafta sína uppeldis-
starfinu. Hann getur styrkt þá með því, að gera kröfur
um að þeir fái bætt skilyrði til að auka mentun sína,
og loks með því, að þeir sem eiga börn sin í kenslu hjá
þeim, reyni að skilja þá og vinna með þeim á vinsam-
legum grundvelli.
Þess skal getið í þessu sambandi, að kennarar Nýja
barnaskólans hafa tekið sig saman um það, að reyna að
ná sem allra nánastri samvinnu við heimili þeirra barna