Fóstra - 01.10.1931, Síða 30

Fóstra - 01.10.1931, Síða 30
28 Fóstra. 1. hefti. I. ár. bótum, eiga þær að verða fyrir samstarf heimilanna og skól- ans. Vandinn er mestur að vera vel skygn á veilurnar og vel sammála um ráðin til bóta. Það er t. d. ekki siðgæði, er barn- iS vandar framkomu sína i nálægð kennara eða annara, sem um það eiga að sjá, en er reiðubúið til alls, ef af þvi er litið. Slíkt er í.ætt við þrælsótta og augnaþjónustu og veldur hverj- um góðum kennara sárs hugarangurs. Góður kennari fyrirlít- ur það, að börnin hafi þræls- eða maSkstilfinningu fyrir hon- um. Hann þráir frjálsborin börn í frjálsum skóla með ein- kenni frelsis i hugsun og háttum. Sá kennari, sem veit og skil- ur og vinnur sitt hlutverk, er fyrst og fremst vinur, sem einskis krefst af nemendunum sín vegna, en vonar alt og um- ber alt, vinur, sem kýs heldur aS þjóna en drottna, laSa fram og ljetta undir, hlúa að og vekja. Og aSstaða foreldranna hlýV ur að verða i sama anda. Barnið þarf að læra aS vanda breytni sina, fyrst og fremst sín vegna, af þvi að það er maður —- frjáls maður — og svo annara vegna, af þvi að þaS er fjelagsvera. SiðgæSisleg trúar- játning þess gæti veriS þessi: Jeg geri þetta ctf því, að jeg er maður. Hún er einföld og auðvelt að skýra hana meS lifandi dæmum. Meira er vert að barnið þroskist í þessu, en þó að það kunni utan að ýmislegt það, er skrifstofuspekin krefst. Alt gott í dagfari og háttum manna þarf að bera þess merki, aS þaS komi frá göfgum huga og góSu hjarta. Viðfangsefni uppeldisins er að vinna aS því, að þetta verSi. UrlausnarefniS er: Hvaða ráð eru til þess að breyta ruddaskap í prúðmensku, sjálfbirgingi í samúS, ódrenglyndi í drenglyndi o. s. frv. íslendingar þurfa aS verða mentaðir fram í tær og fingur- góma. íslenska þjóðin er svo fámenn, að hún þarf valinn mann i hvert sæti. Foreldrar! Það eruð þið og skólinn, sem mestu ráðið um þaS, hvort þetta getur orðið. Það er skþlinn og þið, sem get- ið skapað börnum ykkar farsæld, ef unnið er saman af ein- um hug og stefnt til marksins með djörfung og dug. Hamingjan gefi að hægt verði aS segja meS sanni um hvern einasta íslending, hvar sem hann er og hvert sem hann fer: Hún er væn og kurteis kona og hann er drengur góður. ísak Jónsson.

x

Fóstra

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fóstra
https://timarit.is/publication/1425

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.