Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2003, Qupperneq 10
10
Haraldur Guðjónsson og Björn Björnsson
Að segja og gera hið rétta
við erfiðar aðstæður á vettvangi
Haraldur og Björn hafa unniS aðþví mörg undanfarin dr að geta kenntfélögum sínum að segja oggera hið rétta á vettvangi.
Við höfðum spurnir af þessu námskeiði,
að segja og gera hið rétta á vettvangi,
fyrir mörgum árum og heilluðumst
strax af því. Við stóðum lengi í ströggli við að
sannfæra menn um gildi þess að bjóða upp á
námskeið af þessu tagi fyrir viðbragðsaðila. Nú
þegar það stríð er unnið og menn eru farnir að
kynnast námskeiðinu af eigin raun er allt ann-
að uppi á teningnum. Viðtökur hafa verið
mjög góðar og nú þegar hefur skapast talsverð
eftirspurn, segja Haraldur Guðjónsson og
Björn Björnsson, slökkviliðs- og sjúkraflutn-
ingamenn á B-vakt hjá SHS. Þeir hafa af mikl-
um áhuga og með mikilli þrautseigju komið
því til leiðar að slökkviliðs- og sjúkraflutninga-
mönnum og öðrum viðbragðsaðilum á Islandi
stendur nú til boða að sitja námskeið um
hvernig bregðast á við á vettvangi þar sem al-
varlegir atburðir hafa orðið.
Haraldur og Björn hafa báðir mikla reynslu
af störfum sem slökkviliðs- og sjúkraflutn-
ingamenn, fyrst hjá Slökkviliði Reykjavíkur
og síðan SHS. Haraldur hóf störf hjá
Slökkviliði Reykjavíkur árið 1976 og Björn
árið 1980. Þeir hafa á ferli sínum oftsinnis
lent í aðstæðum þar sem miklu máli skiptir
hvernig þeir bregðast við og eru sammála um
að þeir og margir félagar þeirra hafi oft tekið
þann kost að segja ekkert fremur en að segja
eitthvað sem gæti gert illt verra.
Leiðbeinendanámskeið í Fremont
- Menn bregðast oft þannig við erfiðum að-
stæðum að þeir verða einfaldlega vandræða-
legir og hafa ekkert fram að færa við þá sem
eiga um sárt að binda. Þetta höfum við upp-
lifað til dæmis í umgengni við aðstandendur
látinna og mikið veikra eða illa slasaðra.
Menn þurfa að fá leiðbeiningar um þetta eins
og aðrar hliðar starfsins og námskeiðinu er
ætlað að gera menn hæfari til þess að koma
þannig fram við erfiðar aðstæður að það geri
þeim sem í hlut eiga lífið bærilegra, segja þeir.
Höfundur námskeiðsins sem um ræðir er
Mary Reigel. Námskeiðið var fyrst haldið hjá
slökkviliðinu í Fremont í Kaliforníu árið
1993 en síðan hefur það hlotið nokkra út-
breiðslu í Bandaríkjunum. Það hefur hins
vegar ekki borist til Evrópu nema hingað til
lands. Haraldur segist fyrst hafa lesið um
námskeiðið í fagtímariti árið 1994 og heillast
þá af hugmyndinni. Nokkrum árum síðar fór
hann til Fremont til þess að kynna sér nám-
skeiðið og hitti þá meðal annars Mary Reigel.
í október síðastliðnum fóru þeir Björn svo til
Fremont, sátu leiðbeinendanámskeið hjá
Reigel og öðluðust þar með rétt til þess að
kenna námskeið hennar. Síðan hafa þeir
haldið námskeiðið fyrir félaga sína hjá SHS,
hjá Sjúkraflutningaskólanum og víðar.
Slökkviliösmaöurinn