Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2003, Qupperneq 13
13
Öflug gæsla í fyrirtækjum og á heimilum
Öryggismiðstöð Islands er framsækið öryggis-
fyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á
heildarlausnum í öryggismálum, hvort heldur
sem er fyrir fyrirtæki eða heimili. Fyrirtækið
var stofnað 1995, sameinaðist Eldverk og
Vörutækni árið 2001 og hefur frá því verið
meðal leiðandi fyrirtækja á markaðnum hvað
varðar vöruárval, þjónustu og vöruþróun.
Starfsemi fyrirtækisins er fjölþætt en gróflega
má skipta henni upp í þrjá flokka; öryggis-
gæslu, öryggiskerfi og brunavarnir.
Nú síðustu ár hefur innbrotum í fyrirtæki
og heimili fjölgað jafnt og þétt. Skipulögð
innbrot í heimahús um hábjartan dag er eitt-
hvað sem við erum áþreifanlega vör við í dag
og er þá í mörgum tilfellum búið að fylgjast
með húsnæðinu og fjölskyldunni svo dögum
eða vikum skiptir. Ef marka má tölur síðustu
ára má gera ráð fyrir verulegri aukningu inn-
brota bæði í fyrirtæki og heimili á komandi
sumarmánuðum. Fjölskyldur halda að heiman
í lengri eða skemmri tíma og það gefur inn-
brotsþjófum betra næði og meiri tíma til að
athafna sig, það er ef engar öryggisráðstafanir
hafa verið gerðar. Eins eru dæmi þess að fyrir-
tæki loki svo vikum skiptir vegna sumarleyfa
og því er hættan ekki síður fyrir hendi þar.
Skilningur almennings á mikilvægi heima-
gæslu hefur stór aukist enda eiga innbrot í
heimahús sér stað nánast daglega hér á Iandi og
stafar flestum heimilum hætta af innbrotsþjóf-
um og eldsvoða. Heimilið og börnin okkar er
það sem stendur okkur alltaf næst og það sem
allt snýst um. Með heimagæslu Öryggismið-
stöðvar Islands verndar þú friðhelgi heimilisins
og eykur öryggi og öryggiskennd fjölskyldunn-
ar. Heimagæsla dregur verulega úr líkum á inn-
broti og aðkomu heimilismeðlima að innbroti.
Að koma heim í fangið á innbrotsþjófum eða
vakna við innbrot á heimili sínu er ógleyman-
leg lífsreynsla sem fylgir manni alla ævi og
verður aldrei bætt með tryggingum.
Heimagæsla er þráðlaust öryggiskerfi fyrir
heimili sem tengt er við stjórnstöð Öryggismið-
stöðvarinnar. Stjórnstöðin vaktar boð frá kerfinu
og sendir öryggisverði strax á vettvang ef boð
um hættuástand berast. Stjórnstöð, ásamt tölu-
borði og ýmsum skynjurum, er lánuð til við-
komandi og er það sett upp með tilliti til þess
hvað á að vakta hverju sinni. Stjórnstöðin býður
einnig upp á fleiri möguleika sem lítið hafa verið
notaðir hérlendis, en hún getur stjórnað inni- og
útiljósum, heimilistækjum og haldið utan um
textaskilaboð fyrir þann sem er á leiðinni heim
ásamt ýmsu öðru. Aðeins er greitt mánaðarlegt
þjónustugjald og innifalið í því er öll útkalls-
þjónusta og reglulegt viðhald kerfisins.
Brunagæsla er svo ný lausn sem Öryggismið-
stöð Islands er að setja á markað um þessar
mundir. Þetta er s.k. Brunagæsla, sem er bruna-
viðvörunarkerfi fyrir fjöleignarhús. Brunagæsla
felur í sér að sett er upp brunaviðvörunarkerfi
með reykskynjurum í sameign og inn í íbúðir.
Öryggismiðstöð Islands leggur til þann búnað
sem til þarf, stjórnstöð og reykskynjara eftir
þörfum hverju sinni. Hér er einnig aðeins greitt
fast mánaðargjald, ekkert stofngjald. Brunavið-
vörunarkerfið með öllum reykskynjurum er
tengt öryggismiðstöð okkar sem vaktar kerfið
alla daga, allan sólarhringinn, allt árið. Það
tryggir að brugðist er við samkvæmt skil-
greindri viðbragðsáætlun um leið og boð berast.
Hætta á eldsvoða er alltaf fyrir hendi en marg-
falt meiri þegar margir deila saman sameign og
margar íbúðir eru í sama húsi.
Brunagæsla
ÖRYCGISMIÐSTÖÐ ISUNDS
Þitt öryggi
Brunaviðvörunarkerfi fyrir fjöleignarhús
f= D 5
f= D i
te, o nn 3
Brunagæsla felur í sér ...
að sett er upp brunaviðvörunarkerfi með reykskynjurum í sameign
og inn í íbúðir. Öryggismiðstöð íslands leggur til þann búnað
sem til þarf, stjórnstöð og reykskynjara eftir þörfum hverju sinni.
Öryggismiðstöð okkar vaktar kerfið alla daga, allan sólarhringinn, allt árið
Aðeins er greitt fast mánaðargjald, ekkert stofngjald
Verð á íbúð kr. 1.189,-
Verð mv. 10 íbúða fjöleignarhús með 1 reykskynjara
í hverri íbúð og 3 reykskynjurum í sameign.
Borgartúni 31 105 Reykjavík sími 530 2400 www.oi.is
Slökkviliðsmaðurinn