Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2003, Qupperneq 17

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2003, Qupperneq 17
17 Fjölbreytt fagþekking og reynsla við Eyjafjörð Miöstöö fagþekkingar og reynslu í slökkvistarfi og sjúkraflutningum á landsbyggöinni er óumdeilanlega að finna í byggðunum við Eyjafjörð, einkum þó á Akureyri. Slökkviliðsmaðurinn beinir sjónum sínum að þessu sinni sérstaklega að þeim sem lifa og hrærast í þessu fagi við Eyjafjörð. Slökkviliðsstjórinn Við heimsóttum öflugasta slökkvilið landsbyggðarinnar, Slökkvilið Akur- eyrar, og ræddum þar við nýja slökkviliðsstjórann, Erling Júlínus- son, og hans menn. Fyrr á árinu voru einmitt 50 ár liðin frá því tekn- ar voru upp fastar vaktir launaðra starfsmanna hjá liðinu. Erling tók við starfi slökkviliðsstjóra af Tómasi Búa Böðvarssyni sem hafði gegnt starfinu í næstum 30 ár. Skólastjórinn Akureyri styrkti faglega stöðu sína á þessu sviði verulega þegar Sjúkra- flutningaskólinn fluttist norður í lok síðasta árs. Nýi skólastjórinn, Hildigunnur Svavarsdóttir hjúkrun- arfræðingur, er þegar farinn að út- skrifa nemendur og hyggur á land- vinninga fyrir hönd skólans. Bílasmiðurinn Síðast en ekki síst lá leið Slökkvi- liðsmannsins til Ólafsfjarðar þar sem fjöldi slökkvibíla landsins hefur tekið á sig mynd í smiðju Sigurjóns Magnússonar bílasmiðs. Hann hef- ur með elju og mikilli hugmynda- auðgi þróað yfirbyggingu á slökkvi- bíla. Nýjasti dælubíll Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins kemur úr smiðju Sigurjóns og er meðal flagg- skipa fyrirtækis hans, MT-bíla. Sjá bls. 18 Sjá bls. 24 Sjá bls. 21 Slökkviliðsmaðurinn

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.