Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2003, Side 21

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2003, Side 21
21 Sigurjón Magnússon bílasmiður á Ólafsfirði Þrotlaust erfiði við hönnun og þróun er að skila sér Sigurjón Magnússon viS höfnina d ÓlafsfirSi. Hann hefúr getiS sér gott orS d undanfórnum drum fyrir smíSi dœlubílafyrir slökkviliS. Eg hef unnið hörðum höndum meira og minna síðan ég var krakki og hef aldrei veigrað mér við því að leggja mikla vinnu í að koma hugmyndum mínum í fram- kvæmd. Það var vissulega erfitt tímabil þegar ég lagði í þá fjárhagslegu áhættu og miklu vinnu að smíða mótið fyrir yfirbygginguna sem ég er að framleiða núna. En ég trúði því að þetta myndi skila sér og þessir bílar eru að mínu mati fyrir löngu búnir að sanna gildi sitt, segir Sigurjón Magnússon hjá MT-bílum á Ólafsfirði í samtali við Slökkviliðsmanninn. Sigurjón hefur á undanförnum árum getið sér gott orð fyrir smíði slökkvibíla af ýmsum stærðum. Bílar frá honum eru í notkun við góðan orðstír víða um land. Meðal þeirra er nýjasti dælubíll Slökkviliðs höfuðborgarsvæð- isins (SHS) sem Sigurjón afhenti vorið 2002 en hann er einmitt með annan slíkan í smíð- um og hyggst afhenda SHS hann í haust. Vérkstæði Sigurjón lætur ekki mikið yfir sér, svona utanfrá séð, og síst myndi það hvarfla að manni þegar ekið er inn í Ólafsfjarðarbæ að þar færi fram þróuð bílasmíði. Höfnin hefur verið og er þungamiðja atvinnulífs í bænum en Iífið er greinilega miklu meira en saltfiskur þar í bænum. Sigurjón hefur unnið við bíla lengst af sinnar starfsævi en undanfarin ár hefur hann helgað hug sinn og krafta smíði slökkvibíla. Fyrsti slökkvibíllinn - Það má segja að þetta hafi byrjað um 1990 þegar ég og faðir minn sömdum við Ólafs- Slökkviliðsmaðurinn

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.