Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2003, Side 23

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2003, Side 23
23 okkur á hve stórir við getum verið með tilliti til markaðarins. Við ætlum alls ekki að fara framúr sjálfum okkur. Við erum að framleiða sérhæfða vöru fyrir smáan og að mörgu leyti mjög erfiðan markað. Kaupendurnir hafa auðvitað hver sína skoðun á því hvað hentar þeim og við vinnum mjög náið með þeim að þróun hvers bíls. Það var til dæmis mjög ánægju- legt að þróa MT-5000 bílinn fyrir SHS í samstarfi við starfsmennina þar. — Það er alveg Ijóst að þörfin fyrir endur- nýjun dælubíla í landinu er mjög mikil. Eg Stærsti og öflugasti bíllinn sem smíðaður hef- ur verið hjá MT-bílum er nýjasti dælubíll SHS sem afhentur var vorið 2002 og kallast MT-5000. Um er að ræða 19 tonna Scania með 3.000 lítra vatnstanki, 5.000 lítra dælu og 150 lítra froðutanki. Bíllinn er fjórhjóla- drifinn, sjálfskiptur og með 420 hestafla túrbínuvél. Hann er búinn öflugum dælu- og rafkerfum, tvöföldu áhafnarhúsi, rafdrifnu ljósamastri og ýmsum öðrum búnaði. Samið var við MT-bíla að undangengnu útboði en kostnaður við bílinn nemur um 20 milljón- um króna. Annar sams konar bíll verður af- hentur SHS í október næstkomandi. geri mér hins vegar ekki miklar vonir um að hún verði mjög hröð. Sum sveitarfélög hafa gert vel á þessu sviði á undanförnum árum en það er ótrúlegt að mínu mati hvað aðrar sveitarstjórnir hafa leyft sér að trassa endurnýjun búnaðar fyrir sín slökkvilið. Það virðist vera lenska hér að notast alltof lengi við úrelda slökkvibíla og mér finnst ótrúlegt til þess að hugsa að menn skuli enn vera að taka við úreldum bílum frá er- lendum slökkviliðum í stað þess að kaupa nýja, hérlendis eða erlendis, segir Sigurjón. Á árunum 2001 og 2002 afhentu MT- bílar slökkviliðunum á Akranesi og í Grundarfirði mjög öfluga og fullkomna dælubíla. Undirvagn þeirra er af Volvo- gerð. Þeir eru með 380 hestafla vél, búnir 3.500 lítra vatnstönkum og 350 lítra froðutönkum, öflugum Ziegler dælum, rúmgóðum skápum fyrir búnað og tvöföld- um áhafnarhúsum með reykköfunarstól- um. Sams konar bíll var afhentur Slökkvi- liði Bolungarvíkur í mars síðastliðnum. Nánari upplýsingar: www.rntbilar.is Bíla- smiðurinn Sigurjón Magnússon fæddist á Ólafsfirði 11. mars 1959. Hann á ekki langt að sækja áhuga sinn á slökkvibílum því hann er sjálfur slökkviliðsmaður og varaslökkviliðsstjóri á Ólafsfirði, sonur Magnúsar Sigursteinssonar slökkviliðs- stjóra. Sigurjón hefur fengist við að smíða bíla og báta frá barnsaldri. Þegar hann var 12 ára smíðaði hann fyrsta vél- knúna ökutækið og var það mikill kappakstursbíll með mótor úr vélhjóli. Bátum sem Sigurjón smíðaði sigldi hann með leikfélögum sínum á Ólafsfjarðar- höfn, pollum og tjörnum. Sigurjón segist því feginn að þegar hann var krakki hafi menn enn verið að gefa músum rítalín í tilraunaskyni. Það hafi orðið til þess að hann fékk að þroskast og leika sér að vild. Hann byrjaði að vinna sem krakki, meðal annars sem kaupamaður hjá ömmu sinni. Magnús faðir hans rak bíla- verkstæðið Múlatind í félagi við aðra frá 1960 og Sigurjón fór snemma að starfa þar. Hann er meistari í biívélavirkjun, bílaréttingum og bílamálun. Auk þess að smíða slökkvibíla hefur hann verið af- kastamikill í endurgerð fornbíla og liggja eftir hann margir glæsilegir gripir af því tagi, þar á meðal Chevrolet ‘57 sem nú er á fornbílasafni í Danmörku. Hann segir gott að búa á Ólafsfirði, ekki síst vegna veðurfarsins. Þar komi raunverulegir vetur, sumur, vor og haust svo sem vera ber og stillur séu með ólíkindum miðað við aðra staði á íslandi. Sigurjón hefur tekið virkan þátt i stjórn- og félagsmálum í heimabænum sínum; var formaður björgunarsveitarinnar um hríð og sat i bæjarstjórn í átta ár. Hann er kvæntur Sigriði J. Stefánsdóttur. Þau eiga tvær dætur og einn son. Bíllinn sem SlökkviliS Bohmgarvíkur fékk í mars síðastliðnum. Flaggskipin frá MT-bílum Slökkviliðsmaðurinn

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.