Fréttablaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 2
Veður Sunnan 8-13 í dag og skúraleið- ingar, en víða bjartviðri nyrðra með hita að 16 stigum NA-lands. Hiti 3 til 16 stig. SJÁ SÍÐU 22 Mikill eldsvoði á Akureyri Mikill bruni kom upp í íbúðarhúsnæði við Hafnarstræti á Akureyri um klukkan 20 á þriðjudagskvöld. Slökkvilið réð niðurlögum eldsins um 21.30 en reykkafarar fundu mann án meðvitundar á miðhæð. Var hann f luttur á sjúkrahús bæjarins en þaðan með sjúkraf lugi til Reykjavíkur. Eldsupp- tök eru ókunn en húsið er eitt af þeim eldri á Akureyri. Húsið er gjörónýtt og taldi slökkviliðsstjóri líklegt að það yrði rifið. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn á Goðalandi, Fljótshlíð, föstudaginn 12. júní 2020 og hefst kl. 15:00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga stjórnar um breytingar á 27. gr. samþykkta félagsins. 3. Önnur mál. Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Framboð til stjórnar og varastjórnar skulu hafa borist skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en þremur vikum fyrir aðalfund í samræmi við 2. mgr. 27. gr. samþykkta félagsins. Reykjavík, 19. maí 2020. Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. SAMFÉLAG Bandarískir hermenn sem störfuðu á herstöðinni við Keflavíkurflugvöll eru margir hverj- ir sólgnir í íslenskan mat eftir dvöl sína hér. Í viðleitni til að endurupp- lifa ljúfar minningar úr norðri setja margir hverjir það ekki fyrir sig að borga hátt verð fyrir eitt af f lagg- skipum íslenskrar matarmenningar, skammt af SS-pylsum með öllu. Á Facebook-síðunni NASKEF er tæplega 5.000 manna samfélag þeirra sem tengjast herstöðinni fyrrverandi með einhverjum hætti. Þar deila Bandaríkjamenn reglulega myndum af því þegar matarpakkar berast frá íslenskum netverslunum. Einn þeirra sem birti á dögunum slíka mynd er Richard J. Tate. Hann settist í helgan stein fyrir nokkrum árum eftir tæplega aldarfjórðungs þjónustu í bandaríska hernum. Á ferli sínum var hann staðsettur á herstöðvum Bandaríkjamanna um allan heim en einn staður stendur upp úr, Ísland. „Ég var í átján mánuði á Íslandi, frá september 2003 fram á sumarið 2005. Ég elskaði landið og myndi alvarlega íhuga að sækja um starf þar sem almennur borgari ef her- stöðin myndi einhvern tímann opna aftur,“ segir Richard. Hann nefnir miðnæturgolf að sumri til sem eina af sínum bestu minningum en að sérstaklega hafi vinátta og hlýja Íslendinga heillað hann og ekki síður matarhefðir landsins. „Ég elskaði fiskinn ykkar, sérstaklega þorskinn og laxinn. Svo var lambakjötið alveg ótrúlegt,“ segir Richard. Uppáhaldsskyndibitinn hans á meðan á dvöl hans stóð voru SS- pylsur. „Ég gekk inn á sölustað og óskaði eftir því að fá pylsu alveg eins og Íslendingar vilja hana og fékk hana því með öllu. Það var alveg unaðsleg máltíð og ég fékk mér reglulega pylsur á meðan á dvöl minni stóð,“ segir Richard sem kveðst vera mikill pylsuunnandi og hafa bragðað slíka fæðu víða um heim. Engar pylsur komist þó með tærnar þar sem þær íslensku hafa hælanna. „Pylsurnar sjálfar eru ljúffengar en galdurinn felst ekki síður í sós- unum sem fylgja með. Brakandi ferskur laukurinn er svo punktur- inn yfir i-ið,“ segir Richard af inn- lifun. Richard, sem er búsettur í New Jersey-fylki í Bandaríkjunum, pantaði því á dögunum matar- pakka frá íslenskri netverslun, alls fimm pylsur með öllu tilheyrandi sem og skammt af kokteilsósu. Pakkinn kostaði hann 74 dollara sem þýðir að hver pylsa hefur kostað um 2.100 krónur. Rétt er að geta þess að sendingarkostnaður vó þyngst. „Þetta var hverrar krónu virði. Konan mín elskaði pylsurnar þann- ig að ég reikna með að panta f ljót- lega annan skammt,“ segir Richard. Hann birti mynd af fengnum á áður- nefndri Facebook-síðu og viðbrögð kollega hans létu ekki á sér standa. Fjöldi sambærilegra mynda barst og því er ljóst að tugir bandarískra hermanna láta senda sér hráefni í „eina með öllu“ vestur um haf með ærnum tilkostnaði til þess að endurupplifa ljúfar minningar frá Fróni. bjornth@frettabladid.is Hermenn fá SS-pylsur sendar vestur um haf Fyrrverandi hermenn sem störfuðu á herstöðinni í Keflavík tóku margir ástfóstri við Ísland. Sakna miðnæturgolfs og séríslensks matar sem þeir láta senda sér vestur, eins og íslenskar pylsur og ekki síst séríslenskar sósur með. Richard J. Tate, fyrrverandi hermaður á Íslandi, deildi mynd af feng sínum við mikinn fögnuð kollega sinna úr bandaríska hernum. MYND/AÐSEND Pylsurnar sjálfar eru ljúffengar en galdurinn felst ekki síður í sósunum sem fylgja með. Richard J. Tate VIÐSKIPTI „Viðtökurnar hafa verið framar vonum og sérstaklega hjá eldri kynslóðum sem kom okkur örlítið á óvart,“ segir Patrekur Maron Magnússon, framkvæmda- stjóri Myntkaupa ehf. Þann 11. maí síðastliðinn setti fyrirtækið sam- nefndan vef í loftið þar sem Íslend- ingar geta með einföldum hætti keypt og selt rafmyntina bitcoin. Þegar þessi orð eru skrifuð hafa um 500 Íslendingar skráð sig á vefinn og alls hafa þessir einstaklingar keypt rafmyntina fyrir um átta milljónir króna. Mikil vinna fólst í því að fá skrán- ingu á starfseminni hjá Fjármála- eftirlitinu. „Það var ellefu mánaða ferli,“ segir Patrekur. Að hans mati var mikil þörf á því að Íslendingar fengju vettvang fyrir slík rafmynta- viðskipti. „Það var mjög f lókið og tíma- frekt að fá reikninga hjá erlendum rafmyntamiðlunum, til dæmis var nauðsynlegt að senda út afrit af skilríkjum og annað slíkt. Hér- lendis erum við svo heppin að hafa rafræn skilríki sem auðvelda slíka auðkenningu gífurlega. Það tekur því mjög skamma stund að stofna reikning og hefja viðskipti með Bitcoin gegn vægum þóknunum,“ segir Patrekur. Að hans sögn er áhugi landans á rafmyntinni mikill. „Ég segi stund- um að bitcoin sé í raun og veru staf- rænt gull enda er þetta takmörkuð auðlind. Það eru því sífellt f leiri sem hafa áhuga á að eiga rafmyntina sem hluta af sínu eignasafni.“ – bþ Mikill áhugi á stafrænu gulli Patrekur Maron Magnússon, framkvæmdastjóri Myntkaup ehf. K JARAMÁL Samninganefnd Flug- freyjufélags Íslands hafnaði í gær tilboði Icelandair og er kjaradeilan í algjörum hnút. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði tilboðið hafa verið lokatilboð og nú þurfi að leita annarra leiða. Bogi hefur ekki gefið það upp hvað felist í öðrum leiðum en hann hafnaði því þó að Icelandair væri í viðræðum við önnur stéttarfélög. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, sagði tilboðið afarkosti og keimlíkt fyrra tilboði sem hefði verið hafnað á afgerandi hátt. „FFÍ neitar að láta hræðslu á róður for svars manna Icelandair beygja fé lags menn í duftið,“ segir í yfir- lýsingu félagsins. Báðir aðilar segjast þó vera samn- ingsfúsir og viljugir til að ná lend- ingu í deilunni. – khg Stál í stál milli Icelandair og Flugfreyjufélags 2 1 . M A Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.