Fréttablaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 8
MENNING „Hugmyndin að endur- útgáfunni spratt upp frá einstökum áhuga á að spila Útvegsspilið aftur,“ segir Stefán Sigurjónsson, sem hefur starfað í auglýsingageiranum og hefur endurvakið spilaútgáfuna Spilaborg sem gaf spilið út á sínum tíma. Ferðalagið hófst fyrir um sjö árum síðan, þegar Stefán fór að óska eftir Útvegsspilinu á netinu og sá þá að margir voru í sömu stöðu. Var fólk tilbúið til að greiða vel fyrir eintök, allt upp í 70 þúsund krónur. Útvegsspilið snýst, eins og nafnið gefur til kynna, um sjávarútveg. Að kaupa dalla og fiskvinnslur og græða monninga. Kom spilið upp- runalega út árið 1977 og var endur- prentað með smávægilegum breyt- ingum tveimur árum siðar. Árið 1981 kom út ensk útgáfa, Glopol. Stefán setti sig í samband við Hauk Halldórsson myndlistar- mann, sem hannaði Útvegsspilið, og ákváðu þeir að hefja samstarf ásamt fjölskyldu Hauks, en hann er nú kominn á níræðisaldur. Lítið gerðist þó í verkefninu um nokk- urn tíma vegna anna. „Núna í sótt- kvínni blésum við rykinu af þessu og settum allt aftur í gang. Við- brögðin hafa verið mikil, sérstak- lega hjá eldri kynslóðinni, og við fáum mikið af spurningum,“ segir Stefán. Vonast hann til þess að þessi áhugi smitist yfir í yngri kynslóðir. Spurður um hver galdurinn við Útvegsspilið sé segir Stefán það vera hönnunina og teikningar Hauks. Þá sé spilið einnig nátengt helsta atvinnuvegi landsins og margir eigi góðar minningar. Stefán og félagar hafa einmitt verið að safna saman myndum og sögum fólks af spilinu. „Við höfum fengið alls konar Endurútgefa hið sögufræga Útvegsspil sem þjóðin elskar Hið sögufræga Útvegsspil frá árinu 1977 verður endurútgefið í ár. Margir eiga góðar minningar um spilið og ganga eintök af upprunalega spilinu kaupum og sölum á netinu á tugþúsundir króna hvert stykki. Verkefnið hófst fyrir um sjö árum síðan og hönnuður spilsins, Haukur Halldórsson, tekur þátt í því. ÍSRAEL Benjamin Netanyahu, for- sætisráðherra Ísraels, hefur verið gert að mæta fyrir dómstól í Jerú- salem á sunnudag. Réttarhöld hans áttu að hefjast í síðasta mánuði en var frestað af dómsmálaráðherra vegna kórónuveirufaraldursins. Forsætisráðherrann var ákærður í fyrra fyrir fjársvik, trúnaðarbrest og fyrir að taka við mútum. Net- anyahu hefur ítrekað neitað sök og fullyrt að hann sé fórnarlamb pólitískra nornaveiða. Lögfræðingar Netanyahu höfðu beðið dómstólinn um undanþágu frá því að mæta fyrir upphaf máls- meðferðarinnar en beiðninni var hafnað þar sem ekki þótti næg ástæða til. Hæsti réttur Ísraels úrskurðaði fyrr í mánuðinum að Netanyahu mætti mynda ríkis stjórn þrátt fyrir ákærurnar. – atv Netanyahu mætir fyrir dómstóla Upprunaleg eintök af Útvegsspilinu, sem kom út árið 1977, seljast á tugi þúsunda króna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Eintök af spilinu hafa sokkið með skipum. Stefán Sigurjónsson, spilaútgefandi Það gustar um Netanyahu sem fyrr. Suðandi verndarar vistkerfisins sögur. Til dæmis frá einum sem sagði að pabbi sinn hefði læst sig inni með vinum sínum einu sinni í viku til að spila og enginn í fjöl- skyldunni mátti koma inn,“ segir Stefán. „Ég hef frá skipstjórum að þeir hafi haft spilið um borð, stund- um aðeins spilapeningana sjálfa og þá handteiknað borðið sjálft eftir minni og plastað það. Eintök af spilinu hafa sokkið með skipum.“ Margt hefur breyst í íslenskum sjávarútvegi síðan árið 1977, meðal annars tilkoma kvótakerfisins. Stefán segir að spilið muni koma út í upprunalegri mynd. En samhliða því sé verið að vinna að því með spilaprófurum að gefa út uppfærðar reglur sem viðbót, og hugsanlega aukahluti. Þar að auki er verið að vinna að stafrænni útgáfu, í ætt við fantasy íþróttadeildir. „Við eigum líka tilbúna útgáfu af spilinu með öllum heimshöfunum undir, eins konar alheimsútgáfu.“ Stefán segir að stefnt hafi verið að útgáfu fyrir jólin. En vegna áhuga og þrýstings frá verslunum er nú verið að meta hvort útgáfan komi fyrr. Þegar séu þeir farnir að taka við forpöntunum. kristinnhaukur@frettabladid.is Býf lugnabóndi er hér við störf í Barlinekskógi í Póllandi þar sem unnið er hörðum höndum við það að styrkja stofn býf lugna á svæðinu. Alþjóð- legi býf lugnadagurinn var haldinn hátíðlegur í gær en honum er ætlað að vekja athygli á mikilvægi býf lugna í vistkerfi jarðarinnar. MYND/EPA BANDARÍKIN Ný könnun sýnir að varnir bandarískra hjúkrunarfræð- inga gegn COVID-19 sýkingu eru lélegar. Starfsfólk fær fá próf, þarf að endurnýta hlífðarfatnað og sé orðið vant því að vinna í aðstæðum sem séu hættulegar heilsu þess. „Við höfum vitað í mörg ár að við erum eftir á,“ segir Jean Ross, forseti bandaríska hjúkrunarfræð- ingasambandsins. Það sé ekki vegna þess að ekki sé hægt að fjármagna aðbúnaðinn, heldur sé kerfið sjálft græðgisvætt og spítalar þurfi að skila eigendum arði. Alls svöruðu 23 þúsund hjúkrun- arfræðingar í öllum 50 fylkjunum könnuninni í apríl og maí. 84 pró- sent höfðu ekki fengið COVID-19 próf og 87 prósent voru neyddir til að endurnýta hlífðargalla og grímur. 72 prósent störfuðu án þess að húð þeirra væri að fullu varin. Stór hluti þeirra sem hefur verið prófaður hefur reynst vera sýktur af veirunni. Gríðarleg samkeppni er um hlífðarfatnað á heimsmörkuðum og einnig í Bandaríkjunum. Hafa sum fylki og spítalar leitað til ofurríkra einstaklinga um hjálp til að útvega og fjármagna kaupin. – khg Lélegar varnir á spítölunum Barist er um hvern hlífðargalla og hverja grímu innan Bandaríkjanna. 87% voru neydd til að endurnýta hlífðarfatnað. 2 1 . M A Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.