Fréttablaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 18
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, S Í G I L D K Á P U B Ú Ð Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is Fylgið okkur á FB FERÐUMST INNANLANDS, VANDAÐUR FERÐAFATNAÐUR SKOÐIÐ NÝJA NETVERSLUN LAXDAL.IS Lilja Dís hvetur fólk til þess að vera óhrætt við að prófa sig áfram í förðun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Lilja Dís segir nánast ómögu- legt að gera upp á milli þeirra verkefna sem hún hefur komið að. Lilja Dís er 25 ára, fædd og uppalin í Garðabæ, og hefur áhuga á öllu milli himins og jarðar. „Ég starfa sjálfstætt sem förðunarfræðingur, hef mikinn áhuga á förðun, tísku, heilsu, matreiðslu og svo finnst mér mjög gaman að pæla í hegðun og líðan fólks.“ Þá er aldrei langt í glensið. „Ég er mikill húmoristi og elska að hlæja og hafa gaman.“ Basic look kryddað Lilja segir áhuga sinn á tísku hafa aukist með árunum. Þegar hún er beðin um að lýsa stílnum sínum segist hún gjarnan klæðast tiltölu- lega látlausum fatnaði en noti svo fylgihluti eða jafnvel förðun til að setja punktinn yfir i-ið. „Mér finnst gaman að blanda saman og kaupa mér bæði nýtt og notað. Er mest í svörtu en elska líka drapp- litað og mosagrænt. Vinn mikið með „basic look“ en krydda það með t.d. skarti, litríkum jökkum, töskum, sólgleraugum eða einfald- lega bara fallegri förðun.“ Eyðirðu miklu í föt? „Ég reyni að vera skynsöm, legg meira upp úr því að kaupa mér frekar færri og vandaðri f líkur.“ Hver er þinn helsti veikleiki þegar kemur að tísku og útliti? „Ég á oft erfitt með mig þegar ég sé fallega strigaskó.“ Gleymir tímanum við förðun Blaðamaður spyr Lilju að því hvenær áhuginn á förðun hafi kviknað. „Áhuginn minn byrjaði við fermingaraldurinn, ég var alltaf að leika mér með það litla makeup sem ég átti þá. Sat oft við spegilinn að mála mig í marga klukkutíma og geri það reyndar enn í dag. Ég gleymi oft alveg tímanum þegar ég er að mála sjálfa mig. Það sem ég elska við makeup er hvað hugtakið er vítt, það er svo ótrúlega margt hægt að gera.“ Hvernig kom það til að þú fórst að starfa við förðun? „Mig hafði lengi dreymt um að verða förðunarfræðingur en það stoppaði mig alltaf hversu margir útskrifaðir förðunarfræðingar voru á Íslandi. Þegar Makeup- Stúdíó Hörpu Kára var opnað þá sá ég mitt tækifæri og lét verða af því að skrá mig í námið. Eftir útskrift fór svo boltinn að rúlla. Harpa er mín fyrirmynd þegar kemur að makeupi.“ Hvar færðu innblástur? „Á Instagram aðallega en svo er ég líka dugleg að prófa mig áfram sjálf.“ Magnað að kíkja á bak við myndavélarnar Lilja hefur nú þegar komið að fjölda verkefna í starfi sínu sem förðunarfræðingur. Hún segir hægara sagt en gert að velja eitt- hvað eitt sem standi upp úr en nefnir þó tvö verkefni sem séu sérstaklega eftirminnileg. „Mörg verkefni sem ég hef farið í standa upp úr og eru þau öll mjög skemmtileg á sinn hátt. Ég hef mest unnið við auglýsinga- og stúdíómyndatökur. Það sem stendur kannski mest upp úr eru tvö stór verkefni. Þar á meðal auglýsingaherferð úti á landi með nokkrum af bestu íþróttamönnum og -konum í Evrópu, einnig tók Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@frettabladid.is ég þátt í að farða fyrir erlenda þáttaseríu hér á Íslandi. Það var risastórt verkefni og magnað að sjá það sem gerist bak við mynda- vélarnar, ég trúði oft ekki mínum eigin augum. Það er ótrúlegt hversu mikið er lagt í framleiðslu kvikmynda- og sjónvarpsefnis.“ Lumarðu á einhverjum ráðum fyrir þau sem vilja einfalda förð- unarrútínu? „Mitt ráð er: hafðu góðan raka og undirbúðu húðina vel áður en þú byrjar. Þrífa förðunarbursta og svampa reglulega! Það getur haft slæm áhrif á förðunina ef maður er með óhreina bursta. Annars bara þetta gamla góða „less is more“ en svo er líka alveg gaman að fara yfir strikið,“ segir Lilja og hlær. „Ég myndi vilja sjá meira af ljómandi húð, kinnalit, náttúru- legar augabrúnir, glossy varir, litaða augnblýanta og jafnvel litaða maskara. Ég hvet fólk til þess að prófa að fara út fyrir sínar venjulegu hefðir því maður getur orðið mjög vanafastur þegar kemur að förðun.“ Hvað er fram undan hjá þér? „Ég ætla að vinna í sumar og langar svo að bæta við mig þekk- ingu, draumurinn er að fara í nám í útlöndum tengt förðun eða tísku- bransanum.“ Áttu þér eitthvað mottó? „Vera jákvæð, einlæg og gera alltaf mitt besta.“ Hægt er að fylgjast með Lilju Dís á Instagram undir: liljadissmara Mín förðun þessa dagana n Rakakrem Skinfood Weleda n Farði YSL All-In-One-Glow n Hyljari (undir augu og á T-svæði) Too Faced Born This Way n Bronzer Marc Jacobs O!mega bronze coconut n Kinnalitur Dr. PawPaw peach n Highlighter Becca champagne pop glow drops n Augabrúnir Glært gel n Skygging á augu Bronzer n Maskari Marc Jacobs n Púður Charlotte Tilbury transluscent setting powder n Gloss Fenty beauty n Rakasprey Glam glow glowsetter Ég sat oft við speg- ilinn að mála mig í marga klukkutíma og geri það reyndar enn í dag. Ég gleymi oft alveg tímanum þegar ég er að mála sjálfa mig. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 1 . M A Í 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.