Fréttablaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 15
Þorsteinn Pálsson AF KÖGUNARHÓLI Hafi varnar- málum og atvinnu- málum verið hrært saman á einhverju stigi eru það mistök. Morgunblaðið greindi frá því á dög­unum að utanríkisráðherra hefði óskað eftir heimild ríkisstjórnar­ innar til þess að leyfa umfangsmiklar nýjar varnarframkvæmdir suður með sjó. For­ sætisráðherra á að hafa hafnað beiðninni. Andstæðingum varnarsamvinnunnar hefur ekki áður tekist að stöðva varnar­ framkvæmdir þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt aðild að ríkisstjórn. Í því ljósi var þetta frétt um pólitísk vatnaskil í varnar­ málum. Neitunarvald getur haft víðtæk áhrif Fram til þessa hafa flestir litið svo á að and­ staða VG við varnarsamstarfið væri fyrst og fremst táknræn. Í stjórnarsáttmálanum er ekki minnst á neiturnarvald. En nú benda frásagnir til þess að neitunarvaldið sé virkt. Standi þessir málavextir óbreyttir geta aðrar þjóðir með réttu litið svo á að VG hafi einnig neitunarvald, ef til þess kæmi að virkja þyrfti ákvæði varnarsamningsins vegna yfirvofandi ógnar. Það myndi setja strik í reikninginn um stöðu Íslands. Óhjákvæmilega vaknar einnig sú spurning hvaða pólitíska umboð utanríkisráðherra hefur eftir þetta í samtölum við Bandaríkin og aðrar bandalagsþjóðir um áframhaldandi þróun varnarsamstarfsins. Aldrei fyrr náð sínu fram Þegar hervernd Bandaríkjanna lauk 1946 fóru þau fram á að fá aðstöðu á Kefla­ víkurflugvelli þótt herinn færi. Þáverandi utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins vissi um andstöðu ráðherra sósíalista. Hann samdi eigi að síður og lagði niður­ stöðuna fyrir Alþingi, sem samþykkti samninginn. Sósíalistar rufu þá stjórnarsamstarfið. Í framhaldinu var mynduð stjórn þeirra flokka, sem samþykktu samninginn. Alþýðubandalagið samdi 1956 og 1971 um brottför varnarliðsins. Framsókn, Alþýðu­ flokkur og Samtök frjálslyndra og vinstri­ manna, sem sátu í þeim stjórnum, komu í bæði skiptin í veg fyrir að við þau loforð yrði staðið án þess að það hreyfði við ráðherrum Alþýðubandalagsins. Við ríkisstjórnarmyndun Gunnars Thor­ oddsen 1980 náði Ólafur Ragnar Grímsson því fram að nýja flugstöðin fyrir borgara­ legt flug, sem Bandaríkjamenn kostuðu, var minnkuð lítið eitt. Það er eini árangurinn fram til þessa. VG vill taka valdið frá utanríkisráðherra Þótt Sjálfstæðisflokkurinn hefði tekið á málinu nú með sömu festu og 1946 er mjög ólíklegt að VG hefði rofið stjórnarsamstarf­ ið. En með því móti hefði hann hins vegar sýnt að andstæðingar varnarsamstarfsins hafi ekki neitunarvald um þróun þess. Þessu geta kjósendur ekki lengur treyst. Þó að Sjálfstæðisflokkurinn eigi vísan stuðning meirihluta Alþingis í þessu máli kýs hann að láta VG ráða för. Það er mikil ábyrgð þegar teflt er um mál, sem snerta öryggi landsins. Til þessa hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki litið á varnarmálin sem skiptimynt. Fyrir Alþingi liggur frumvarp frá öllum þingmönnum VG um að taka valdið um varnarliðsframkvæmdir frá utanríkisráð­ herra. Flutningur þess lýsir fádæmalausri ögrun í stjórnarsamstarfi, en virðist þegar hafa haft veruleg óbein áhrif. Varnarhagsmunir ráða en ekki atvinnuhagsmunir Forsætisráðherra segir réttilega að ekki megi blanda saman ákvörðunum um varnar­ mannvirki og erfiðu atvinnuástandi. Því verður hins vegar trauðla trúað að utanríkis­ ráðherra hafi lagt málið fyrir án samtala við bandamenn og eingöngu á þeirri forsendu að erfitt væri um atvinnu. Formaður utanríkisnefndar hefur talað um málið eins og undirbúningur þess hafi verið fullnægjandi og gildi framkvæmdanna fyrir varnarhagsmuni Íslands ótvírætt. Forsætisráðherra segir hins vegar að Atl­ antshafsbandalagið hafi ekki rætt við íslensk stjórnvöld um málið. Í því felst býsna þung ásökun um að utanríkisráðherra hafi borið það fram án málefnalegs undirbúnings. Hafi varnarmálum og atvinnumálum verið hrært saman á einhverju stigi eru það mistök. Þau ættu þó ekki að hafa áhrif á efnislega niðurstöðu snúist málið í raun og veru um varnarhagsmuni Íslands. Ábyrgð þjóðaröryggisráðs Lögum samkvæmt á þjóðaröryggisráð að meta ástand og horfur í þjóðaröryggis­ málum. Utanríkisráðuneytinu er skylt að upplýsa ráðið og það getur sjálft kallað eftir öllum nauðsynlegum gögnum. Forsætisráðherra á ekki að ýta málinu út af borðinu nema þjóðaröryggisráð hafi komist að þeirri niðurstöðu að það sé óháð varnarhagsmunum. Það mat liggur ekki fyrir. Vatnaskil í varnarmálum Það má með sanni segja að okkur hafi tekist vel á Íslandi að glíma við þennan vágest sem kórónu­ veiran er og er það eftirtektarvert í samanburði við önnur lönd heimsins. Yfirvöld eiga hrós skilið með þríeykið í fararbroddi frá upphafi sem hefur leiðbeint með stuðningi fagfólks, yfirvegun og góðri daglegri upplýs­ ingagjöf. Okkur tókst það sem stefnt var að, að draga sem mest var mögu­ legt úr smiti, fjöldanum og sinna þeim veiku með beinum og nýstár­ legri hætti en áður hefur þekkst með COVID­göngudeild Landspítala. Heilsugæsla og Læknavakt unnu samræmt sem einn maður að upp­ vinnslu og sýnatöku auk hins mikla stuðnings sem fékkst frá Íslenskri erfðagreiningu og almannavörnum í viðbragði við faraldrinum. Þannig var stefnan að verja heilbrigðiskerfið fyrir ofálagi, og okkur hin, en einna mest þá sem veikastir voru fyrir. Þjóðin brást við og hlýddi Víði og félögum með mjög góðum árangri. Á hjúkrunarheimilum var tekin sú ákvörðun snemma í faraldrinum líkt og á Landspítala og víðar að loka fyrir heimsóknir, slíkt hefur aldrei gerst áður í sögunni með þeim hætti og sætti talsverðri gagnrýni. Það var ekki það eina sem var gert heldur voru teknir upp verkferlar varðandi aðföng og innkaup, hólfun eininga og aðskilnaður innan hvers húss var skipulagður í þaula. Starfsmenn voru fræddir og þjálfaðir til meðvit­ undar um þá áhættu sem þeir sem slíkir báru með sér væru þeir smit­ aðir. Verulega var hert á skoðunum og uppvinnslu þeirra sem voru með minnstu einkenni og starfsmenn héldu sig heima þar til niðurstaða fékkst úr skimprófi fyrir veiru. Sam­ starf við Heilsugæslu og Læknavakt var mikið og framlínustarfsmenn hvort heldur sem voru hjúkrunar­ fræðingar, sjúkraliðar, sjúkra­/iðju­ þjálfar, starfsfólk í aðhlynningu, eldhúsi, þrifum, húsverðir sem og læknar voru á tánum að verja hina veikustu. Árangurinn er að mínu mati heimsmet á þessum viðsjár­ verðu tímum þar sem f lest lönd í kringum okkur hafa misst hvað flesta einstaklinga sem einmitt eru íbúar hjúkrunar­ og dvalarrýma. Tölurnar eru ógnvekjandi þegar horft er til mismunandi landa í þessum hópum. Það er mikilsvert að hrósa þeim sem það eiga skilið, það hefur vissu­ lega farið mest fyrir umræðunni um hversu margir eru veikir í samfélag­ inu, liggja á spítala og gjörgæslu og í hvaða átt faraldurinn var og er að þróast, sem er eðlilegt. Heilbrigðis­ þjónustan hefur staðið sig með mikill prýði og verður áhugavert að sjá uppgjör að leikslokum, sumpart var mikið álag, annars staðar minna en í venjulegu árferði. Við höfum séð minna af ýmsum vanda eins og pestum, kvefi, f lensu og slíku sem alla jafna fer vítt og breitt í samfélag­ inu. Á hjúkrunarheimilum höfum við orðið áþreifanlega vör við mun minni tíðni sýkinga en áður, en það á eftir að taka saman endanleg gögn og birta þar um. Ég vil hrósa sérstaklega, og alls ekki gleyma, þeim hópi sem stóð vaktina með bravúr á hjúkrunar­ heimilum, allir sem einn um landið allt. Hrósa því hvernig hópurinn vann saman að bæði lokun heim­ sókna, nálgun á vinnu og ferla sína, erfiða umönnun í krefjandi kringum­ stæðum, stóð í fæturnar þrátt fyrir gagnrýni og gekk í málið með það að leiðarljósi að vernda íbúa sína, for­ eldra ykkar, ömmur og afa, bræður, systur, frænkur og frændur. Fólkið sem byggði þetta land og á allt gott skilið var verndað og þann undra­ verða árangur sem náðist ber mikið að þakka starfsfólki hjúkrunar­ heimila. Hann er einsdæmi í heiminum nánast hvar sem við berum niður. Takk fyrir! Árangur hjúkrunarheimila á Íslandi í baráttunni við COVID Teitur Guðmundsson framkvæmda- stjóri Heilsu- verndar Pylsa + gos 649 kr. Tvær pylsur + gos 799 kr. Pylsupartí í Kvikk! Pylsur og gos á einstöku tilboðsverði S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 15F I M M T U D A G U R 2 1 . M A Í 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.