Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.05.2020, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 21.05.2020, Qupperneq 26
Úrvalsdeild karla Úrvalsdeild kvenna 168 165 119 -49 -27138 ✿ Spilatími íslenskra leikmanna n 2018 n 2020 FÓTBOLTI Mikael Nikulásson, þjálfari karlaliðs Njarðvíkur í 2. deildinni, sagði í hlaðvarpinu Doctor football að Anna Björk Kristjánsdóttir, leikmaður Selfoss, ætti ekki skilið að fá þau laun sem hún fær hjá Selfossi. „Þetta kostaði meiri pening en ég vil meina að leikmaður í kvennabolta eigi að fá,“ sagði Mikael. Anna sneri aftur til Íslands eftir farsælan feril í atvinnumennsku og samdi við Sel- fyssinga. Setningin olli gríðarlegri reiði og tjáðu landsliðskonur í fótbolta sig um orðin á samfélagsmiðlum sem og margir aðrir fótboltaáhuga- menn. Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona og varnarmaður hjá Vålerenga í Noregi, sagði; „Þetta er svo ótrúlega þreytt dæmi. Lands- liðskona í fótbolta að koma heim eftir mörg ár í atvinnumennsku en á samt ekki skilið að fá laun eins og leikmaður í Pepsi-deild karla.“ Sif Atladóttir segir að  umfjöll- unin sé gerð í nafni Avis og vonar að þetta lagist. Ef ekki geti Avis farið annað. Það séu til hlaðvörp um kvennaboltann eins og Heima- völlurinn hjá fótbolta.net. Helgi Seljan fjölmiðlamaður dró hvergi undan og sagði á Twitter; „Gæi sem telur sig Mourinho en er í besta falli skeiðklukkueigandi með vald til að ráða hver klæðist hvaða jogginggalla á sparkvelli í Njarðvík, talar með rassgatinu.“ Þetta fannst Ólafi Kristjáns- syni, þjálfara FH, sniðugt og henti í gott læk. Ólafur er langt frá því að vera besti vinur þeirra sem sjá um Doctor Football og hefur fengið sinn skerf af gagnrýni. Doktor Football er í umsjón Hjörvars Haf liðasonar, og snýr hann aftur á skjáinn í sumar þegar hann sest í sér fræðingasætið í Pepsi-mörkunum. Hlaðvarp hans er eitt það vinsælasta á Íslandi og hefur hann verið duglegur að sanka að sér styrktaraðilum. Umræðan um kvennaboltann var í boði Avis en ekki náðist í bílaleiguna í gær til að spyrja hvort hún ætlaði að bakka út úr samstarfinu eftir einn þátt eða halda áfram. – bb Ólafur Kristjánsson þjálfari FH ánægður með Helga Seljan Ólafur þjálfari FH var ánægður með Helga Seljan. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Helgi Seljan fjölmiðlamaður. 2 1 . M A Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT ÚRVALSDEILD KARLA   Í nóvember 2017 tók stjórn Körfuknattleiks- sambands Íslands þá ákvörðun að hverfa frá svokallaðri 4+1 reglu, sem varðaði leyfilegan fjölda erlendra leik manna . Gr ímu r At lason, stjórnarmaður í körfuknattleiks- deild Vals, skrifaði lokaverkefni sitt í MBA-námi um afnám reglunnar og hvaða áhrif hún hafði á mínútur íslenskra leikmanna í úrvalsdeild- inni og 1. deild karla og kvenna þegar opnað var fyrir ótakmarkað flæði leikmanna frá EES-svæðinu. Tveir meistaraflokkar kvenna hafa verið lagðir niður frá því að 4+1 reglan var afnumin. Niðurstöður eru ansi sláandi því mínútum íslenskra leikmanna í úrvalsdeildum karla og kvenna og 1. deild karla fækkaði við breytinguna á bilinu 16,3 prósent til 29 prósent. Engar marktækar breytingar urðu á 1. deild kvenna. Erlendum leik- mönnum fjölgaði á sama tíma um 42 í þessum deildum. Einnig benda niðurstöður rann- sóknarinnar til þess að fjárhagur körfuknattleiksdeildanna sé ógagn- sær og rekstur ósjálf bær sem og að staða kvennaliða virðist brothætt- ari en karlaliða og að jafnréttis- sjónarmiða sé ekki alltaf gætt. „Það er margt sláandi við þetta. KKÍ greip ekki til neinna varna á sínum tíma og ákváð að fara ekki í neina millileið eða horfa á hvað aðrir voru að gera. Við fórum úr því að hafa stóra girðingu í að hafa allt galopið og af leiðingarnar eru svona,“ segir Grímur. Samkvæmt rannsókninni spil- uðu íslenskir leikmenn í úrvals- deild karla að meðaltali 29 pró- sent færri mínútur í leik en þeir gerðu fyrir breytinguna. Hjá kon- unum var fækkunin 16,5 prósent. Á fundi forráðamanna félaga í úrvalsdeildum karla og kvenna hjá KKÍ í júníbyrjun 2019 lýsti Grímur yfir áhyggjum af stöðu kvennakörfuboltans á Íslandi. Hann segir að mínúturnar séu eitt en fækkun í æfingahópunum sé annað en þeim fækkaði alls um 86. „Þetta eru sláandi tölur að mörgu leyti og það sem mér finnst verst er Konum fórnað þegar kreppir að í körfubolta hér á landi Tveir meistaraflokkar kvenna hafa verið lagðir niður síðan 4+1 reglan var afnumin. Á sama tíma hefur spiluðum mínútum íslenskra leikmanna fækkað mikið síðan reglan var afnumin. Um leið fjölgaði er- lendum leikmönnum um 42. Þetta kemur fram í MBA-rannsókn Gríms Atlasonar, stjórnarmanns Vals. Tveir meistaraflokkar hafa verið lagðir niður frá því að 4+1 reglan var afnumin. Það má færa fyrir því rök að lið leggi fremur niður kvennastarfið þegar harðnar á dalnum, segir í rannsókninni. FRÉTTABLAÐIÐ/SYGTRYGGUR ARI Það er fullt af opinberu fé að koma inn í félögin og maður þarf að treysta því að barna- og unglingastarf sé ekki að borga fyrir meistara- flokka. Grímur Atlason, stjórnarmaður í körfuboltadeild Vals. að enginn er að pæla í þessu. Það var enginn sem reis upp og sagði okkur að passa okkur, skoða hvað þetta hefur í för með sér og svo framvegis. Út frá því á að taka ákvörðun finnst mér.“ Hann segir að of margir séu að hugsa aðeins um sitt eigið lið, hvað því hentar best á þeim tíma en ekki á morgun eða hinn, hvað þá eftir tvö ár eða fimm ár. „Svona breytingar hafa afleiðingar,“ segir Grímur. „Við erum á tímum núna þar sem félögin standa ekki vel eftir að hafa verið djörf að fá sér leikmenn og ekki bætti úr skák að COVID kom þannig að þetta er slæmt fyrir körfubolta í heild.“ Grímur þekkir vel til í rekstri og segir að gegnsæi sé lítið þrátt fyrir að mikið af opinberu fé komi inn í félög í landinu. „Þetta eru allt áhugamenn sem koma að þessu og þetta á að vera gegnsætt. Það er fullt af opinberu fé að koma inn í félögin og maður þarf að treysta því að barna- og unglingastarf sé ekki að borga fyrir meistaraflokka. Það þarf að vera skilgreint hvert þessir peningar eru að fara. Klósettpappír- inn sem börnin eru að selja fara oft í einn pott sem allir geta gengið í. Það er mjög vont.“ benediktboas@frettabladid.is ÍA tapaði miklum fjárhæðum í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR FÓTBOLTI Heildarvelta félaga í Pepsi Max-deildinni í fyrra var 2,8 millj- arðar króna. Gjöldin voru svipuð. Heildartap félaga í efstu deild var 68 milljónir króna. Þetta kemur fram í skýrslu sem Deloitte gerði í samvinnu við KSÍ um möguleg fjár- hagsleg áhrif COVID-19 á rekstur félaga í Pepsi Max-deild karla. Félögin gera ráð fyrir veru- legum samdrætti í tekjum vegna auglýsinga og samstarfsaðila. Í heild áætla félögin tekjutap upp á 21 prósent að meðaltali vegna COVID-19 þannig að tekjur eftir COVID-19 verði rúmir tveir millj- arðar. Félögin eru svartsýn þegar kemur að árinu 2020 og búast við mun meiri tekjusamdrætti og niðurskurði í heildarútgjöldum. Félögin áætla að meðaltali lækkun á gjaldalið um sjö prósent þannig að heildargjöld þeirra verða um tveir og hálfur milljarður. Þau áætla því tap upp á 447 milljónir króna eða að hver knattspyrnudeild tapi 37 milljónum króna. Þess ber að geta að þetta eru tölur sem komu frá félögunum fyrir úrræði ríkisins og ÍSÍ og hugsanlegs fjármagns frá KSÍ. Töluvert hefur verið rætt og ritað um stöðu félaga í efstu deild og barma forkólfar félaganna sér nú yfir slæmri stöðu vegna COVID- 19. Staðan var þó orðin slæm löngu fyrir hann. Barna- og unglingamót skila knattspyrnudeildunum miklum tekjum. Þannig fengu Blikar um 110 milljónir í tekjur fyrir sín mót . – bb Gera ráð fyrir að tapa hálfum milljarði króna Félögin áætla því tap upp á 447 milljónir króna eða að hver knattspyrnu- deild tapi 37 milljónum króna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.