Fréttablaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 32
Í ÞESSARI BÓK ERUM VIÐ AÐ ÍTREKA HVAÐ PÁLL VAR MIKILVÆGUR Í ÞRÓUN ÍSLENSKS TÓNLISTARLÍFS Á ÞEIM FIMMTÍU ÁRUM SEM HANN BJÓ HÉR.Ljáðu mér vængi – Minn­ingabrot úr líf i Páls Pampichlers Pálssonar er ný bók. Umsjón með útgáfunni og íslenskum textum höfðu Rut Ing­ ólfsdóttir fiðluleikari, Helga Hauks­ dóttir fiðluleikari og Sigurður I. Snorrason klarinettuleikari. Minningabrot úr lífi Páls Pamp­ ichlers Pálssonar kom fyrst út á þýsku í Austurríki árið 2016. Höf­ undur er Monika Luise Gschiel, en íslenska útgáfan er þýðing á hluta bókar hennar, en þar er einnig mikið af nýju efni. „Bókin heitir Minningabrot og það er nákvæmlega það sem hún er, minningabrot Páls frá æsku og til fullorðinsára, sem Monika skráði, og minningabrot okkar nokk­ urra vina Páls á Íslandi. „Páll segir mjög skemmtilega frá æsku sinni og árunum á Íslandi,“ segir Rut. „Hann er 21 árs þegar hann kemur frá Austurríki hingað til lands og er ráðinn sem trompetleikari til Útvarpshljómsveitarinnar í hálft starf og til Lúðrasveitar Reykja­ víkur í hálft starf. Hann var hér í nær 50 ár og starfaði sem trompet­ leikari, stjórnandi, kennari og tón­ skáld.“ Vinir skrifa um Pál Sigurður I. Snorrason þýddi bókina og Rut yfirfór síðan þýðingu hans. „Við ákváðum svo að vinna bókina þannig að hún höfðaði meira til Íslendinga. Við bættum við hana, helmingurinn er því texti Moniku og hinn helmingurinn frá okkur,“ segir Rut. „Stefán Þ. Stephensen hornleikari skrifar um heimilisvininn Pál, en Stefán kynntist Páli mjög ungur. Páll leit gjarnan við á Laufásveg­ inum, líka þótt þeir bræðurnir væru ekki heima. Lárus H. Grímsson skrifar um Drengjalúðrasveit Vesturbæjar sem Páll stjórnaði, kenndi á málm­ blásturshljóðfærin og tónfræðina í heil 40 ár. Drengjalúðrasveitin breyttist á áttunda áratugnum í Skólahljómsveit Vesturbæjar og þá fengu stúlkur að vera með. Lárus er fróður um Drengjalúðrasveitina því hann lék með henni frá 10 ára aldri og síðar hjá Páli í Lúðrasveit Reykja­ víkur. Lárus tók við stjórn beggja hljómsveitanna af Páli,“ segir Rut. Hinn framsýni Páll Pampichler Ljáðu mér vængi er bók um hinn merka stjórnanda, trompetleikara, tónlistar- kennara og tónskáld. Rut Ingólfsdóttir er meðal þeirra sem höfðu umsjón með útgáfunni. Kom út á 92 ára afmæli Páls. Hann kom svo víða við, segir Rut um Pál. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Páll bjó á Íslandi í um hálfa öld og vann hér þrekvirki í tónlistinni. „Sigurður I. Snorrason skrifar um vináttu sína við Pál en hann kynntist honum þegar hann var í skólalúðrasveit og þeir hafa haldið vináttu alla tíð. Ég skrifa um Kamm­ ersveit Reykjavíkur og samstarf okkar Páls. Hann var einn af stofn­ endum Kammersveitarinnar 1974, stjórnaði henni í um 10 ár og samdi fjölda verka fyrir sveitina.“ Afmælissöngurinn sunginn Íslenskt tónlistarlíf á Páli mikið að þakka. Hann var stjórnandi, trompetleikari, tónlistarkennari og tónskáld. „Í þessari bók erum við að ítreka hvað Páll var mikilvægur í þróun íslensks tónlistarlífs á þeim 50 árum sem hann bjó hér. Hann kom svo víða við. Með Drengja­ lúðrasveitinni stuðlaði hann að tónlistarlegu uppeldi og margir sem þar voru fóru þaðan í lúðrasveitina sem hann stjórnaði og síðan í tón­ listarnám og urðu hljóðfæraleikar­ ar í Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem þeir unnu aftur undir stjórn Páls,“ segir Rut. Í bókinni eru skrár um framlag Páls til íslensks tónlistarlífs sem Rut tók saman. Þar á meðal er listi yfir verk sem Páll samdi sérstaklega fyrir íslenska tónlistarmenn. „Ég skráði ekki bara þau verk sem vitað var að hann samdi sérstaklega fyrir einstaklinga heldur hringdi ég í fólk og spurði hvort Páll hefði samið verk sérstaklega fyrir það.“ Rut tók einnig saman lista yfir merk tónverk sem Páll varð fyrstur til að f lytja með Sinfóníuhljóm­ sveit Íslands og sömuleiðis lista yfir frumf lutning íslenskra verka. „Ég man eftir því á mínum fyrstu árum í Sinfóníuhljómsveitinni hvað ég dáðist að Páli fyrir að setja á efnis­ skrá verk sem hljómsveitin hefði ekki átt að geta f lutt vegna mann­ eklu. Hann var ákaflega framsýnn og fylgdist vel með því sem var að gerast í 20. aldar tónlist.“ Bókin kom út á níutíu og tveggja ára afmæli Páls. „Þá hringdi Sig­ urður í Pál og við sungum afmælis­ sönginn fyrir hann. Daginn áður höfðum við sent honum bókina í pósti til Austurríkis,“ segir Rut. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Óperudeild Söngskóla Sig­urðar Demetz f lytur óper­una Schauspieldirektor eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Sýningar verða tvær, í Tjarnar­ bíói mánudaginn 25. maí kl. 18 og 20.30. Takmarkaður fjöldi gesta getur mætt en beðið er um að óskir um miða verði sendar á netfangið songskoli@songskoli.is. Óperan er gamanleikur en þar sem hlutverkaskipan býður ekki upp á þann fjölda hlutverka sem deildin þurfti á halda var í þetta sinn samin leikgerð sem hentaði. Hlutverkum var fjölgað og tón­ listaratriðum einnig. Í f lestum tilfellum er þar um að ræða aríur úr óperum Mozarts en þó stelst Rossini til að ljá verkinu eina aríu. Umfjöllunarefnið er vissulega eldfimt en það hverfist um óperu­ stjóra sem vill garnan vera óperu­ listinni trúr. Hann er hins vegar neyddur til að horfast í augu við nýja tíma og breytta heimsmynd og fjallar verkið um hugarangur hans, oft á fremur gamansaman hátt. Leikstjóri sýningarinnar er Þor­ steinn Bachmann, en hann hefur í vetur verið leiðbeinandi hópsins, ásamt Gunnari Guðbjörnssyni, Antoníu Hevesi og Matthildi Önnu Gísladóttur.  Hugarangur óperustjóra Wolfgang Amadeus Mozart. L is tasa lur Mos fe l l sbæjar auglýsir eftir umsóknum fyrir sýningarárið 2021 Listasalur Mosfellsbæjar er í hjarta Mosfellsbæjar, staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar. Sýningar standa að jafnaði um fjórar vikur og er salurinn lánaður endurgjaldslaust. Sótt er um rafrænt á www.bokmos.is/listasalur Við mat umsókna er tekið mið af fjölbreytni og frumleika í miðlum og efnisvali. Umsóknarfrestur er til 15. júní 2020 Listasalur Mosfellsbæjar Kjarni Þverholt 2 270 Mosfellsbær s: 566 6822 listasalur@mos.is www.bokmos.is/listasalur www.facebook.com/listasalurmoso 2 1 . M A Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R24 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.