Fréttablaðið - 21.05.2020, Síða 22

Fréttablaðið - 21.05.2020, Síða 22
Samkvæmt nýju skýrslunni eiga 30% af tískufyrirtækjum heims eftir að fara á hausinn, þar á meðal þekkt merki og deildar- verslanir. Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Tæplega þriðjungur tískugeir-ans mun ekki lifa af krísuna sem COVID-19 hefur skapað, samkvæmt nýjustu skýrslu bandaríska ráðgjafafyrirtækisins McKinsey & Company um stöðu tískuheimsins. Fjallað var um skýrsluna á vef Fashion United. McKinsey er 94 ára gamalt fyrir- tæki og skýrslur og bækur fyrir- tækisins hafa í gegnum tíðina haft mikil áhrif á stjórnendur fyrir- tækja um allan heim. Samkvæmt nýju skýrslunni eiga 30% af tísku- fyrirtækjum heims eftir að fara á hausinn, þar á meðal þekkt merki og deildarverslanir. Þar kemur einnig fram að markaðsvirði fyrir- tækja sem framleiða fatnað, tísku- vörur og munaðarvörur hafi fallið um 40% frá því í byrjun janúar og fram til 24. mars 2020. Áhrifa vírussins hefur gætt víðs- vegar í tískugeiranum. Verksmiðj- um hefur verið lokað í Bangla- dess, Víetnam og á Indlandi, en í þessum löndum eru föt stærstu merkja tískuheimsins framleidd. Kasmíriðnaðurinn í Mongólíu hefur líka stöðvast, eftir að kaup- menn á Vesturlöndum og í Kína af bókuðu sínar pantanir. Verslanir á lykilsölustöðum eins og London, Hong Kong og New York og víðar hafa einnig verið lokaðar síðan Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin tilkynnti að um heimsfaraldur væri að ræða. Í Bangladess eru framleiðendur að reyna að jafna sig eftir að hafa misst af þremur milljörðum dollara sem þeir hefðu fengið fyrir framleiðslu á stuttermabolum, skóm og kjólum eftir þekkta hönnuði ef ekki hefði verið fyrir faraldurinn. Þetta hefur mikil áhrif á réttindi og atvinnumögu- leika hjá milljónum verkamanna. Fyrirtæki þurfa að sýna ábyrgð Samtök framleiðenda og útflytj- enda klæða í Bangladess segja að það sé kominn tími á að alþjóðleg fyrirtæki virði skuldbindingar sínar varðandi réttindi verka- manna, samfélagsábyrgð og sjálf bærar birgðakeðjur. Fyrst og fremst verði þau að virða skilmála kaupsamninga, uppfylla skyldur sínar og endursemja ekki um verð Spá hruni í tískugeiranum Bandaríska ráðgjafafyrirtækið McKinsey spáir því að 30% af tískugeiranum fari á hausinn vegna COVID-19. Fyrirtæki þurfa að sýna ábyrgð í viðskiptum og ríkisstjórnir verða að mýkja höggið. Í Bangladess eru framleiðendur að reyna að jafna sig eftir að hafa misst af þremur mill­ jörðum dollara sem þeir hefðu fengið fyrir framleiðslu á stutterma­ bolum, skóm og kjólum eftir þekkta hönnuði ef ekki hefði verið fyrir faraldurinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Kasmíriðnaður­ inn í Mongolíu hefur stöðvast, eftir að kaup­ menn á Vestur­ löndum og í Kína afbókuðu sínar pantanir. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY eða greiðslufyrirkomulag. Þegar vörumerki og verslanir eru að af bóka stóran hluta pantana sinna er þörf á ábyrgum verslunarhátt- um innan iðnaðarins svo hann geti lifað og jafnað sig eftir krísuna. Það virðist óhjákvæmilegt að þetta muni bitna á fólkinu sem starfar innan tískugeirans og að þessar efnahagsþrengingar muni hafa áhrif lengur en takmarkanir vegna faraldursins endast. Mikið atvinnuleysi og fjárhagsvandræði er nýi veruleikinn í tískugeiranum og um allan heim eru fyrirtæki að fara í gjaldþrot og segja upp starfsfólki. Stór hluti þeirra sem starfa í tískuiðnaðinum er ekki svo heppinn að búa á svæðum þar sem ríkisstjórnir hjálpa þeim fjárhags- lega í gegnum þessa erfiðleika. Almenn svartsýni Í skýrslunni stendur að krísan hafi áhrif á daglegt líf og skapi kvíða og óvissu í hugum flestra. Neyt- endur eru almennt svartsýnir á efnahagshorfur, en 75% neytenda í Evrópu og Bandaríkjunum telja að fjárhagsstaða þeirra verði fyrir neikvæðum áhrifum í meira en tvo mánuði. Því er spáð að efnahagur margra landa dragist saman á árinu. Í þessari viku byrjaði efnahagur Japans að dragast saman, viðvör- unarbjöllur benda til að atvinnu- leysi í Bandaríkjunum gæti náð 25% og það er einnig að aukast í Bretlandi og á f leiri stórum mörk- uðum. Þetta boðar ekki gott og gæti versnað, en það fer að hluta til eftir því hve lengi áhrif faraldurs- ins endast og hvernig ríkisstjórnir bregðast við til að örva hagvöxt. Föstudaginn 29. maí gefur Fréttablaðið út sérblaðið ÚT AÐ HLAUPA Blaðið er sérstaklega ætlað þeim sem stunda hlaup, skokk eða kraftgöngu, byrjendum jafnt sem lengra komnum. Boðið verður upp á skemmtilegan fróðleik og áhugaverð viðtöl. Tryggðu þér auglýsingapláss í mest lesna dagblaði landsins. Nánari upplýsingar um blaðið veitir Arnar Magnússon sölu- og markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 550 5652 / arnarm@frettabladid.is FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 1 . M A Í 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.