Fréttablaðið - 21.05.2020, Síða 16

Fréttablaðið - 21.05.2020, Síða 16
Ungur og efnilegur stjórn-málamaður, Dóra Björt Guðjónsdóttir, sendi mér og öðrum Laugavegskaupmönnum ádrepu í Fréttablaðinu 12. þm. og segir okkur viðhafa „fortíðar- skvaldur“ og hafa „sveittar krumlur fortíðar“ eins og hún orðar það. Dóra Björt er ekki sammála þessum gömlu afturhaldsdurgum sem vilja hafa Laugaveginn áfram opinn fyrir bílaumferð og eru að berjast fyrir lífi verslana sinna. Hún og sam- verkamenn hennar í borgarstjórn- inni telja sig jú vera svo hipp og kúl að vilja loka fyrir alla bílaumferð á Laugavegi og hluta Skólavörðu- stígs árið um kring. Þetta fólk sem situr í meirihluta (með minnihluta atkvæða) segir einfaldlega að búið sé að ákveða þetta og engu verði breytt – sama hvað gömlu durgarnir segja. Götunum hefur verið lokað und- anfarin ár frá maí og fram í október í andstöðu við afgerandi meirihluta rekstraraðila og án samráðs við þá. Svo er að sjá sem borgaryfirvöld telji að kaupmenn með margra áratuga reynslu hafi ekkert vit á verslun, ólíkt borgarfulltrúum sem setið hafa tvö ár í starfi. Afleiðingar af þessum lokunum eru satt best að segja afleitar fyrir verslun á svæðinu. Íslendingar eru mikið til búnir að gefast upp á lokunarruglinu og versla nú ann- ars staðar. Mörg þekkt og rótgróin fyrirtæki á Laugavegi eru búin að fá nóg og hafa flutt starfsemina eða þá að þau hafa einfaldlega lagt upp laupana. Í minni verslun hafa Íslendingar verið vel yfir 90% viðskiptavin- anna en þeir eru mikið til horfnir af Laugaveginum. Þetta get ég fært sönnur á því ég rek líka verslanir í Kringlunni og í Smáralind. Árið 2011 var verslunin á Laugavegi, sem er f laggskip fyrirtækisins, söluhærri en Kringlan og Smára- lind til samans. Síðan byrjaði salan að dragast saman á Laugavegi þegar lokanir hófust og að aukast á móti verulega í Kringlu og Smára- lind. Þess skal getið að verslunin á Laugavegi er ekki við þann hluta sem lokað hefur verið hingað til, en það breytir ekki því að þegar neðri hluta Laugavegar var lokað byrjaði salan strax að dragast saman og það verulega. Öllum má því ljóst vera þvílíkt feigðarflan er að loka Lauga- veginum alveg frá Hlemmi eins og nú stendur til. Þetta hefur versnað með hverju árinu og 2019 náði Laugavegurinn ekki þriðjungi af sölu í Kringlu og Smáralind og rekstrargrund- völlurinn þar með brostinn í sjálfu sér ef ekki væri fyrir þrjósku mína og stolt. Minn draumur er að fagna 50 ára afmæli verslunarinnar á Laugavegi 61 í byrjun næsta árs. Ef verður af fyrirhugaðri heilsárs götulokunum sé ég ekki að afmælishátíð fyrir- tækisins verði haldin á Laugavegi heldur í Kringlu og Smáralind, því það verður engin verslun á Lauga- vegi! Nú er mál að linni! Á undanförn- um árum hef ég horft á eftir mörg- um þekktum og rótgrónum verslun- um og vinum yfirgefa Laugaveginn vegna af leiðinga götulokana. Að óbreyttri lokunarstefnu þurfa þeir að öllum líkindum að horfa á eftir mér eftir næstum 50 ár á Laugaveg- inum og þú líka Dóra Björt. Eru það ekki bara gleðifréttir? Þá er einum gamaldags afturhaldsdurgnum færra með „sveittar krumlur“ og „fortíðarskvaldur“? Svar frá gömlum durgi Jón Sigurjónsson gullsmiður Svo er að sjá sem borgaryfir- völd telji að kaupmenn með margra áratuga reynslu hafi ekkert vit á verslun, ólíkt borgarfulltrúum sem setið hafa tvö ár í starfi. Ferðaþjónusta á Íslandi er tak-mörkuð auðlind. Við könn-umst við of beit og ofveiði og nú hefur oftúrismi sprottið fram á sjónarsviðið. Vegna COVID-krepp- unnar höfum við starfsfólk við ferðaþjónustu nægan tíma til að huga að framtíðinni. Við fáum nú tækifæri til að endurskoða síðasta áratuginn eða svo með tilliti til þol- marka ferðaþjónustu. Viljum við virkilega fara sömu leið og áður? Hvað sjálfan mig varðar, þá svara ég neitandi. Þrátt fyrir að ég hafi haft lifibrauð af ferðaþjónustu stóran hluta ævinnar þá þótti mér nóg komið. Þessi mikli fjöldi erlendra ferðamanna er ekki neinum til góðs, hvorki Íslendingum né ferðamönn- unum sjálfum. Tölurnar tala sínu máli. 2010 var fjöldi erlendra ferðamanna um hálf milljón. Árið 2015 var fjöldinn um 1,4 milljónir. Árið 2018 var hann kominn í um 2,5 milljónir. Árið eftir fækkaði gestunum um 300.000 og ég fann að álagið á land og þjóð minnkaði. Þrátt fyrir lakari afkomu hjá mínu eigin fyrirtæki þá fannst mér það af hinu góða á heildina litið. Það er nefnilega ekki vænlegt þegar bæði landsmenn og erlendir ferðamenn kvarta undan ágangi og fjölda ferðamanna. Viljum við stjórnlaust streymi erlendra ferða- manna um landið? Viljum við svo hraða fjölgun ferðamanna að hrikti í innviðum landsins? Viljum við svo ströng lög sett vegna fjölda og ágangs erlendra ferðamanna að ferðafrelsi okkar sjálfra er skert? Nú höfum við tíma og tækifæri til að byggja upp heilbrigða ferða- þjónustu þar sem tekið væri bæði tillit til landsins gæða og ekki síst til heimafólks. Við ættum kannski beita ítölu inn í landið og inn á ákveðin landsvæði. Með því að stýra komum skemmtiferðaskipa í hafnir, takmarka heildarfjölda erlendra ferðamanna á hverjum tíma á Íslandi og á hverju land- svæði á hverjum tíma þá getum við rekið ferðaþjónustu í sátt við land og þjóð. Á sama tíma þarf að bæta innviði ferðaþjónustunnar, þá ekki síst hvað varðar vegi, salerni og bíla- stæði. Stefna stjórnvalda virðist vera að takmarka aðgengi akandi vegfarenda um hálendið, með „umhverfisvernd“ að markmiði. Ferðaþjónusta og umhverfisvernd eru þó ekki endilega andstæður og hægt er að þróa bæði í einu ef sjálf- bærni er höfð í fyrirrúmi. Sjálf bær ferðaþjónusta getur bæði stuðlað að verndun íslenskrar náttúru og gert íslenskri ferðaþjónustu kleift að byggjast upp af framsýni. Því ef ferðaþjónusta á að vera arðbær, þá verður hún líka að vera sjálf bær. Það á að teljast sjálfsagður réttur Íslendinga að geta ferðast um landið sitt, sama hvernig ferðast er. Ferða- mátinn hefur breyst í aldanna rás en frelsisþráin ekki. Okkur ber að vernda og varðveita ferðaleiðir og fjölbreyttan ferðamáta, þessa sérís- lensku ferðamenningu með því að viðhalda henni. Við eigum að setja skynsamlegar takmarkanir á fjölda ferðamanna en við eigum ekki að setja hömlur á ferðafrelsi Íslendinga í nafni umhverfisverndar. Ísland er okkar dýrasta djásn og okkur á ekki að líða sem við séum óvelkomin í eigin landi. Náttúran er okkar mik- ilvægasta vörumerki og við verðum að varðveita hana, nýta og njóta af skynsemi. Það er kaldhæðnislegt að á sama tíma og stjórnvöld eru mark- visst að má hálendisvegi af kortum í nafni umhverfisverndar þá leyfa þau virkjanir og og uppistöðulón og raflínur sem setja ný ör á landslagið. Þetta er þröngur stígur sem við þurfum að feta. Að hóflegur fjöldi erlendra ferðamanna komi hingað til lands. Að tryggja ferðafrelsi Íslendinga. Að ekki aðeins ferða- þjónustufyrirtæki í landinu séu líf- vænleg, heldur einnig að lífvænlegt sé fyrir Íslendinga á Íslandi. Þolmörk ferðaþjónustu Þorvarður Ingi Þorbjörnsson fjallabílstjóri og eigandi ferða- þjónustufyrir- tækisins Boreal ehf. Nú höfum við tíma og tæki- færi til að byggja upp heil- brigða ferðaþjónustu þar sem tekið væri bæði tillit til landsins gæða og ekki síst til heimafólks. FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut og hringbraut.is Fylgstu með! Dagskráin á Hringbraut Lífinu átti að vera lokið Viðtölin í Mannamáli á Hringbraut verða varla hreinskiptnari en þegar Einar Þór Jónsson segir frá einu mesta tabúi seinni tíma, glímunni við alnæmi, en kveðjuferðin sem hann fór í með eiginmanni sínum um heiminn var ævintýri. Kostulegar eru einnig lýsingarnar á því þegar hann sneri heim til Bolungarvíkur, sem homminn í útför afa síns. Ekki missa af Mannamáli í kvöld kl. 20:00 á Hringbraut. 2 1 . M A Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.