Fréttablaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 20
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Miami Swim Week fer fram á hverju sumri en þar er sýnd nýjasta sundfata- tíska fyrir næsta ár. Sýningin vekur alltaf mikla athygli fyrir fjölbreytileika. Sundfatatískuna fyrir 2021 átti að sýna í Miami í júlí næstkomandi en henni hefur verið aflýst eins og öðrum tísku- vikum víða um heim. Það kenndi þó ýmissa nýjunga á sýningunni í fyrra og þessi sundföt ættu að vera komin á markað nú. Að minnsta kosti má fá smá innblástur áður en farið er í sundfataleiðangur í verslunum. Það er svo gaman að vera fínn í tauinu í sundinu þegar sólin fer að skína og hægt að leggjast á sund- laugarbekk og sóla sig. Sundfatatískan 2020 Það er búið að opna sundlaugarnar og ekkert því til fyrirstöðu að kíkja á nýjustu sundfötin. Sund- fatatískan er venjulega kynnt ári áður. Þessi flottu sundföt voru sýnd í Miami fyrir sumarið 2020. Sumarlegt og fallegt bikiní sem hentar bæði í sund og sólbað. Þetta bikiní kemur frá Fernando Alberto Atelier og var sýnt á tískuvikunni í Miami. Fallega rautt bikiní frá Surf Souleil sem hægt er að breyta. Surf Souleil er þekkt fyrir glæsileg sundföt. Dýramynstur voru nokkuð áberandi á tískuvikunni í Miami. Hér er grá- silfrað bikiní frá Mister Triple X. Fyrirtækið er þekkt fyrir framúrstefnuleg sundföt fyrir dömur og herra. Á heimasíðu þess má sjá fjölbreytt úrval. Klæðilegur röndóttur sund- bolur sem sýndur var á tískuvikunni í Miami. Skemmtilegur sundbolur í fallegum lit frá Paper London. PatBo sund- bolur baðaður rósum. Herramenn í sundbuxum frá Vilebriquin í suðrænum litum. Baimein sundföt eru vel þekkt. Þessi flotti bolur á örugglega eftir að verða vinsæll. Fyrirsætan er með mittistösku frá Balenciaga. LÍTTU VIÐ Á BELLADONNA.IS Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna FLOTT SUMARFÖT, FYRIR FLOTTAR KONUR 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 1 . M A Í 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.