Fréttablaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 36
Verbúðin, Blackport á ensku, er sjónvarps-þáttaröð í átta hlut-um, og verður frum-sýnd á RÚV fyrri hluta árs 2021. Gísli
Örn Garðarsson, Björn Hlynur Har-
aldsson og Mikael Torfason skrifa
handritið og þeir tveir fyrrnefndu
leikstýra ásamt Maríu Reyndal.
Tökur á þáttaröðinni hófust fyrr
í þessum mánuði og munu halda
áfram fram eftir sumri á höfuð-
borgarssvæðinu og Vestfjörðum en
þættirnir gerast í íslensku sjávar-
þorpi á umbrotaárunum 1983-1991.
Verbúðin segir frá uppgangi
lítillar útgerðar sem hjónin Harpa
og Grímur byggja upp af miklum
dugnaði, ásamt vinafólki sínu, sam-
hliða því að íslensk stjórnvöld inn-
leiða fiskveiðikvóta gegn ofveiði á
fiskistofnum við Íslandsstrendur.
Hópurinn yfirtekur verbúðina
með öllu tilheyrandi en aðstæður
þar eru eftir atvikum mjög lifandi
og litríkar. Eftir að kvótinn kemur
til sögunnar laga vinirnir svo við-
skiptahætti og lífsstíl að breyt-
ingum í samfélaginu. Hugsjónir og
valdafíkn rekast á, vinir svíkja vini
og stjórnmálamenn reyna eftir
fremsta megni að fóta sig í síbreyti-
legum heimi.
Nína Dögg Filippusdóttir og
Björn Hlynur Haraldsson fara með
hlutverk Hörpu og Gríms en fjöldi
leikara kemur við sögu í þáttunum,
þar á meðal Gísli Örn Garðarsson,
Guðjón Davíð Karlsson, Unnur Ösp
Stefánsdóttir og Kristín Þóra Har-
aldsdóttir. toti@frettabladid.is
Spennukvóti
hjá Vesturporti
Tökur eru hafnar á Verbúðinni, spennu-
þáttum sem byggja á raunverulegum at-
burðum og fjalla um vinahóp sem byggir
upp viðskiptaveldi í krafti kvótakerfisins.
Verbúðin er samstarfsverkefni Vesturports, RÚV, ARTE og Turbine Studios. Hér eru þeir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri og Stefán Eiríksson útvarpsstjóri mættir um borð hvor sínum
megin við Nínu Dögg sem stendur í trollrennunni með Guðrúnu Láru Alfreðsdóttur, Eið Birgisson og Birgi Sigfússon að baki sér og Gísla Örn í stjór og Björn Hlyn í bak. MYNDIR/EGGERT ÞÓR JÓNSSON
Guðjón Davíð Karlsson er í hópi
fjölmargra leikara í Verbúðinni.
Leikstjórinn, handritshöfundurinn og einn aðalleikarinn, Björn Hlynur, og
Gói í senu þar sem mikið virðist liggja við.
Gísli Örn og Skúli Helgi Sigurgíslason bíða þess að dallurinn verði sjóklár.
Gísli Örn, Nína Dögg og Eva Lind Rútsdóttir niðursokkin í kvótabraskið.
2 1 . M A Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R28 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ