Fréttablaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 6
Við höfum líka séð
það í gegnum
þennan faraldur hversu
miklu það skiptir að eiga
öflugt rannsókna- og
vísindafólk.
Katrín Jakobsdóttir,
forsætisráðherra
eCommerce 2020
og innheimtuaðili
þeirra hér á landi hljóta að
endurgreiða viðskipta-
vinum sínum ofgreidda
vexti.
Brynhildur
Pétursdóttir,
framkvæmda-
stjóri Neytenda-
samtakanna
STJÓRNSÝSLA Fjörutíu- og fjögurra
milljón króna sýningarréttar-
greiðsla á þáttunum Ráðherrann
sem gjaldfærð var fyrir árið í fyrra
var ekki í gögnum sem Ríkisútvarp-
ið afhenti Fréttablaðinu. Var upp-
hæðin sem Saga Film fékk greidda
fyrir þættina 126 milljónir króna í
fyrra en ekki 82 milljónir. Þegar sú
greiðsla er tekin með í reikninginn
stemma gögnin við tölur sem birtar
voru í ársskýrslu RÚV fyrir árið í
fyrra.
Í svari RÚV við fyrirspurn blaðs-
ins segir að greiðslan hafi verið
tekin út fyrir sviga en hafi átt að
vera tekin með í reikninginn. Sam-
kvæmt viðmiðum í þjónustusamn-
ingi mennta- og menningarmála-
ráðuneytisins við Ríkisútvarpið bar
stofnuninni að verja 11 prósentum
af heildartekjum sínum í fyrra til
kaupa af sjálfstæðum framleið-
endum. – ab
Ráðherrann
ekki í gögnum
Áætlað er að frumsýna þættina
Ráðherrann næsta haust.
VÍSINDI „Það sem skiptir máli er að
við erum að efla rannsóknir, þróun
og nýsköpun með auknum fjár-
munum og nýjum verkefnum. Svo
skiptir líka máli hvernig við nýtum
vísindin í opinberri stefnumótun,“
segir Katrín Jakobsdóttir forsætis-
ráðherra.
Ríkisstjórnin kynnti í gær áhersl-
ur sínar í nýsköpun og vísindum.
Verja á milljarði króna fram til árs-
ins 2023 í gegnum sérstaka Mark-
áætlun um samfélagslegar áskor-
anir. Lögð verður sérstök áhersla á
loftslagsbreytingar og sjálf bærni,
heilbrigðisvísindi og fjórðu iðn-
byltinguna.
„Í aðdraganda þessarar nýju
markáætlunar fórum við í tölu-
vert mikið samráð við ýmsa aðila.
Það eru þessar þrjár áskoranir sem
standa upp úr, hvort sem þú spyrð
almenning, fræðasamfélagið eða
aðra. Þetta eru stóru áskoranirnar
fram undan sem þarf að setja aukið
púður í,“ segir Katrín.
Stjórnvöld hafa sett sér það mark-
mið að árið 2024 nemi fjárfestingar
til rannsókna og þróunar þremur
prósentum af landsframleiðslu.
Hlutfallið nam 2,02 prósentum árið
2018 og hafði þá lækkað milli ára.
Katrín segir að enn sé stefnt að því
að ná þriggja prósenta markinu.
„En þetta snýst ekki bara um opin-
ber framlög heldur líka framlög
einkageirans. Þess vegna erum við
með þessa blönduðu aðferðafræði.
Við erum að styðja grunnrannsókn-
irnar sem er auðvitað mjög mikið
opinbert fjármagn.“
Stjórnvöld séu líka með auknum
stuðningi að reyna að gera nýsköp-
unarfyrirtækjum kleift að vaxa
frá því að vera sprotar og fullvaxta
fyrirtæki.
„Við höfum líka séð það í gegnum
þennan faraldur hversu miklu það
skiptir að eiga öflugt rannsókna- og
vísindafólk. Þarna vorum við að tak-
ast á við eitthvað sem í rauninni allar
þjóðir stóðu frammi fyrir og það var
ekki hægt að flytja inn einhver svör.“
Í gær var líka kynnt 27 liða
aðgerðaáætlun verkefnisstjórnar
vegna fjórðu iðnbyltingarinnar.
Voru þær tillögur unnar í framhaldi
af skýrslu nefndar um málið sem
skilað var fyrir rúmu ári.
„Þessi aðgerðaáætlun er svona
praktískur leiðarvísir um hvað
stjórnvöld og samfélagið þurfa að
ráðast í á næstu misserum. Þar er
kannski lykilþáttur að við þurfum
að þjálfa samfélagið til að takast á
við þessar breytingar,“ segir Huginn
Freyr Þorsteinsson, formaður verk-
efnisstjórnarinnar.
Það þurfi að hjálpa fólki að öðlast
ákveðna færni í að nota þessa nýju
tækni til að það geti sjálft búið sér til
verðmæti svo störf séu ekki í hættu.
Varðandi erfiða stöðu á vinnu-
markaði í kjölfar COVID-19 farald-
ursins segist Huginn auðvitað von-
ast til þess að hagkerfið taki aftur
við sér og búi til störf á ný.
„En mikilvæg viðbót inn í
aðgerðaáætlunina er auðvitað að
stjórnvöld eiga líka að geta hjálpað
fólki að öðlast færni miðað við þá
tækni sem er að fara að taka yfir á
vinnumarkaði. Við eigum núna að
geta nýtt þessa stöðu sem upp er
komin til að þess að gera ákveðnar
breytingar og hraða því að stjórn-
völd innleiði þær.“
sighvatur@frettabladid.is
Efla á rannsóknir og vísindi
Stjórnvöld ætla að setja milljarð króna fram til 2023 í Markáætlun til að styðja við rannsóknir, þróun og
nýsköpun. Forsætisráðherra segir COVID-19 hafa sýnt fram á mikilvægi þess að eiga öflugt vísindafólk.
Ráðherrar og fulltrúar vísindasamfélagsins kynntu Markáætlunina í Hannesarholti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
NEYTENDUR Áfrýjunarnefnd neyt-
endamála hefur staðfest ákvörðun
Neytendastofu um að íslensk lög
eigi við um smálán eCommerce
2020 sem rak vörumerkin Smálán,
Kredia og f leiri hér á landi. Í fyrra
breytti eCommerce 2020 lánafyrir-
komulagi sínu að kröfu Almennrar
innheimtu og hóf að veita lán með
íslensku hámarki, sem er nú 36
prósent vextir. Áður var árleg hlut-
fallstala kostnaðar allt að 13 þúsund
prósent.
Fyrirtækið var skráð í Danmörku
en lánar aðeins Íslendingum og var
álitamál hvort íslensk eða dönsk lög
ættu við um samningana.
Líkt og Fréttablaðið greindi frá
nýverið tilkynnti danska fjármála-
eftirlitið starfsemi þess til lögreglu
fyrir meint brot á lögum um pen-
ingaþvætti. Var starfsemin í kjöl-
farið færð til Íslands.
Brynhildur Pétursdóttir, fram-
kvæmdastjóri Neytendasamtak-
anna, segir niðurstöðuna ekki koma
á óvart. „Um er að ræða lán sem
voru veitt á Íslandi og í íslenskum
krónum. eCommerce 2020 og inn-
heimtuaðili þeirra hér á landi hljóta
að endurgreiða viðskiptavinum
sínum ofgreidda vexti,“ segir Bryn-
hildur.
„eCommerce 2020 er hætt smá-
lánastarfsemi, blessunarlega, en
það er dönskum yfirvöldum að
þakka sem hafa kært fyrirtækið
fyrir brot á lögum um peninga-
þvott.“ – ab
Staðfesta ákvörðun um smálánafyrirtæki
STJÓRNSÝSLA Auglýsingastofan
Pipar/TBWA hefur kært Ríkiskaup
vegna vals á tilboði auglýsinga-
stofunnar M&C Saatchi í markaðs-
átakinu „Ísland – saman í sókn“.
Vill Pipar/TBWA að verkefnið, sem
hljóðar upp á rúmar 300 milljónir
króna, fari til þeirra.
Kæran byggir meðal annars á
broti á jafnræðisreglu og dregið er í
efa að M&C Saatchi geti talist gjald-
gengt til að stofna til viðskiptasam-
banda við hið opinbera í ljósi rann-
sóknar breska fjármálaeftirlitsins á
meintum bókhaldsbrotum.
Einnig er vísað til frétta um að
bresk stjórnvöld hafi ekki farið í
útboð EES-svæðinu á verkefnum
tengdum viðbrögðum við COVID-
19 og þannig fyrirgert möguleikum
breskra fyrirtækja til að taka þátt í
útboðum. – ab
Kæra Ríkiskaup
Guðmundur
Hrafn Pálsson,
framkvæmda-
stjóri Pipar/
TBWA
Héraðsdómur Austurlands er á Egilstöðum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
STJÓRNSÝSLA Ríkisendurskoðun
mælir með því að fjallað verði
um eftirlitshlutverk dómstóla-
sýslunnar með stjórnsýslu dóm-
stólanna í lögum og kveðið verði á
um heimild til að skjóta til hennar
ákvörðunum dómstjóra er lúta að
stjórnsýslu dómstóla. Þetta kemur
fram í nýútkominni skýrslu Ríkis-
endurskoðunar.
Í skýrslunni sem unnin er að
beiðni Alþingis segir að dómstóla-
sýslan hafi á sínum stutta starfs-
tíma markað sér trúverðuga stefnu
og framtíðarsýn. Ríkisendurskoðun
gerir ekki athugasemdir við hvernig
stofnunin hefur sinnt sameiginlegri
stjórnsýslu dómstólanna. Hún hafi
staðið undir þeirri ábyrgð sem
henni var falið við gildistöku nýrra
dómstólalaga.
Í skýrslunni er þó ítrekað að dóm-
stólasýslan þurfi að hafa aðgang að
sérfræðiþekkingu í tölvu- og tækni-
málum en hún hefur leitt þróun
tölvu- og tæknimála innan hennar
og fyrir dómstólana án þess að búa
yfir sérstakri sérþekkingu í mála-
flokknum. Stofnunin hafi til dæmis
ráðist í útboð á tölvuþjónustu án
þess að geta leitað leiðsagnar eða
ráðgjafar sérfræðinga í sínu fag-
ráðuneyti.
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er
einnig mælst til þess að metið verði
hver annars vegar fagleg og hins
vegar fjárhagsleg samlegðaráhrif
yrðu af sameiningu héraðsdómstóla
og bent á að við fámennustu dóm-
stólana starfi aðeins einn dómari.
Það sé ekki ákjósanleg staða í ljósi
eftirlitsvalds dómstjóra. – aá
Sameining dómstóla verði skoðuð
2 1 . M A Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð