Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2003, Blaðsíða 37

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2003, Blaðsíða 37
37 Anœgðnr mótstjóri í lokahófinu. að taka þátt í sínu fyrsta innanhússmóti. Við óskum þeim til hamingju með það og vonum að framhald verði á þátttöku þeirra. Eftir mikla baráttu, blóð, svita og tár og lágmarksskammt af rifrildi endaði mótið þannig að A-Iið SHS var í fyrsta sæti með 10 stig og 11 mörk í plús, B—lið SHS varð i öðru sæti, einnig með tíu stig en 5 mörk í plús, í þriðja sæti varð Slökkvilið Keflavíkurflugvall- ar með 4 stig og 3 mörk í mínus en lið Brunavarna Suðurnesja var einnig með 4 stig í fjórða sæti en 11 mörk í mínus. Slökkvilið Akureyrar rak síðan lestina með ekkert stig. Fjölmennt lokahóf Að mótinu loknu var haldið lokahóf í veit- ingasal Matarlystar. Þar var boðið uppá mat og drykki að hætti hússins og síðan var verð- launaafhending. Mótið tókst með eindæmum vel og er orðið langt síðan undirritaður hefur séð yfir 50 manns í veislunni eftir mót og er vonandi að sú tala eigi eftir að hækka. En þótt karlar og konur séu ekki að keppa er öll- um slökkviliðsmönnum velkomið að koma í veisluna og gera sér glaðan dag. Þetta snýst ekki bara um keppni heldur einnig að hittast, kynnast og gleðjast saman. Fyrir hönd Félags starfsmanna Brunavarna Suðurnesja vill undirritaður þakka keppend- um, dómurum og öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn kærlega fyrir frábæran dag. Einnig vil ég þakka þeirn sem styrktu þetta mót en það voru eftirtaldir aðilar: Eldvarnir, sem gáfu alla verðlaunagripi, þar á meðal far- andbikar í knattspyrnumótinu, Brunavarnir Suðurnesja, Matarlyst og Félag starfsmanna Brunavarna Suðurnesja. Sjáumst hress á sumarmótinu. Ingvar Georgsson. Fjölmenni var í lokahófinu í veitingasal Mátarlystar. Sigurvegararnir í réttstöðulyftu. Fótbolti í Fífunni í Kópavogi Þann 20. september 2002 var komið að SHS að halda Islandsmót slökkviliða í knattspyrnu. Fóru leikar fram í Fífunni í Kópavogi við mjög góðar aðstæður, blankalogn, 20 stiga hita og völlurinn var í mjög góðu standi. Til leiks mættu þrjú lið, Keflavíkurflugvöllur var með eitt lið og SHS sendi frá sér tvö lið. Þau voru annars- vegar skipuð ungum og hraustum eldhug- um og hinsvegar „old boys on viagra“. Leikið var í sjö manna liðum á hálfum velli í 2x20 mínútur. Það er gaman að segja frá því að yngra lið SHS hampaði Islands- meistaratitlinum á svipuðum tíma og Fylk- ismenn „töpuðu“ Islandsmeistaratitlinum í knattspyrnu. I öðru sæti urðu þeir bein- stífu í SHS og bronsið féll í skaut liðs Slökkviliðs Keflavíkurflugvallar. Umgjörð mótsins var öll hin besta en þátttaka hefði mátt vera betri. Til dæmis kom ekkert lið frá Brunavörnum Suðurnesja. Að móti loknu var svo haldið upp í fúndarsal íþróttahúss Breiðabliks þar sem snæddur var dýrindis matur frá Grillvagn- inum og honum skolað niður með litlu öl- glasi. Þátttakan í borðhaldinu var vægast sagt léleg. Af rúmlega 30 manns sem spörkuðu bolta um daginn sátu aðeins um 10 eftir. En engu að síður skemmtum við okkur mjög vel saman eftir vel heppnað og þrælgott mót. Guðjón Ingason, A-vakt SHS. Slökkviliðsmaðurinn

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.