Bændablaðið - 09.01.2020, Side 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 9. janúar 202010
„Í nýliðnu óveðri kom augljóslega
í ljós að núverandi dreifikerfi
raforku á Norðurlandi er ekki
á vetur setjandi. Sú staðreynd
hefur reyndar lengi legið
fyrir enda skort verulega á að
eðlilegu viðhaldi á dreifikerfinu
væri sinnt,“ segir í ályktun sem
Framsýn, stéttarfélag hefur sent
frá sér. Þar er lýst yfir megnri
óánægju með aðgerðarleysi hins
opinbera í raforkumálum.
„Það er ólíðandi með öllu að
fólk þurfi að búa við fjarskipta-
og rafmagnsleysi sólarhringum
saman árið 2019, svo ekki sé talað
um atvinnulífið sem treysta þarf á
örugga raforku,“ segir enn fremur
í ályktun Framsýnar.
Rafmagnsstaurar brotnuðu
eins og tannstönglar
Eins segir að tjón vegna
rafmagnsleysis sé verulegt, það
hlaupi á milljörðum króna. „Án efa
hefði verið hægt að draga verulega
úr tjóni af völdum óveðursins hefði
eðlilegri innviðauppbyggingu
verið sinnt í gegnum tíðina í stað
þess að láta það sitja á hakanum.
Vissulega er það athyglisvert að
rafmagnsstaurar hafi brotnað eins
og tannstönglar í óveðrinu, það
hlýtur að segja töluvert um ástand
þeirra.“
Fjárfesting sem skilar sér
Framsýn segir að stjórnvöld verði
að bregðast við þessum alvarlega
vanda í samráði við raforkufyrir-
tækin og íbúa þeirra sveitarfélaga
sem búa við þessar óboðlegu að-
stæður. Þá krefst Framsýn þess að
ráðist verði í lagfæringar á dreifi-
kerfinu þegar í stað svo aðstæður
sem þessar endurtaki sig ekki. „Nú
þegar ákveðin efnahagslægð er í
þjóðfélaginu er fátt betra en að ráð-
ast í uppbyggingu á raforkukerfinu
á landsbyggðinni, það er fjárfesting
sem skilar sér beint aftur til þjóðar-
búsins.“
Loks þakkar Framsýn þeim
fjölmörgu starfsmönnum sem
unnu við að koma rafmagni í
lag fyrir ómetanleg störf, oft við
hættulegar aðstæður. „Það sama á
við um þá björgunarsveitarmenn
sem stóðu vaktina í óveðrinu.
Þeim verður seint þakkað að fullu
fyrir þeirra frábæra starf í þágu
samfélagsins.“
/MÞÞ
FRÉTTIR
Dreifikerfi raforku á Norðurlandi
ekki á vetur setjandi
Staurastæður brotnuðu viða á Norðurlandi í óveðrinu í desember.
Mynd / RARIK
Sveitarstjórn Hörgársveitar:
Gerir kröfur um að raflínum verði komið í jörð
Sveitarstjórn Hörgársveitar
segir í bókun að ljóst sé að þær
loftlínur raforku sem enn eru í
sveitarfélaginu hafi valdið mikl-
um vanda og tjóni í óveðri sem
gekk yfir landið í desember. Þær
séu á engan hátt tilbúnar að mæta
miklum vetrarveðrum eða hvass-
virðri og staðsetning hluta þeirra
í gegnum þéttan trjágróður sé
ekki viðunandi.
Í Hörgárdal og Öxnadal var raf-
magnslaust í nær fjóra sólarhringa
þar sem það skorti lengst.
Standast ekki kröfur
um raforkuöryggi
„Því er algjörlega hafnað að farið
verði í einhverjar framtíðarviðgerðir
á þeim tveimur köflum loftlína í
sveitarfélaginu sem nú brugðust.
Krafan er að strax og hægt er verði
þessum línum komið í jörð,“ segir
sveitarstjórn Hörgársveitar og gerir
þá kröfu að RARIK og Landsnet
sjái síðan til þess að allar þær loft-
línur rafmagns sem í sveitarfé-
laginu eru, fari í jörð eins fljótt og
mögulegt er. Á þetta við um allar
sveitalínur, Dalvíkurlínu og núver-
andi byggðalínu. Allar þessar línur
eru komnar til ára sinna og ljóst að
þær standast ekki þær kröfur sem
nútímasamfélag gerir varðandi raf-
orkuöryggi.
Fjarskiptakerfi svæðisins þarf að
yfirfara með því markmiði að aldrei
komi upp sú staða að vegna skorts á
fjarskiptum verði lífi stefnt í hættu.
Það hefði getað gerst hér í sveitar-
félaginu nú, þegar allt fjarskipta-
samband lá niðri á ákveðnu svæði
vegna rafmagnsleysis og neyðarafl
var uppurið,“ segir m.a. í bókuninni.
/MÞÞ
Úr Hörgársveit.
Sveitarstjórn Húnaþings vestra:
Land innan marka sveitarfélagsins
verði ekki hluti þjóðgarðs
Sveitarstjórn Húnaþings vestra
hefur ítrekað ósk sína um að
land innan marka Húnaþings
vestra verði ekki hluti fyrirhug-
aðs þjóðgarðs á miðhálendinu. Á
þetta bæði við um land í beinni
eigu sveitarfélagsins og þjóðlend-
ur í afréttareign innan marka
Húnaþings vestra.
Sveitarstjórn hefur einnig áréttað
að samkvæmt lögum er skipulags-
vald, þ.e. vinnsla og samþykkt svæð-
is-, aðal- og deiliskipulags í höndum
sveitarfélaga. Það er því ekki í verka-
hring ráðherraskipaðrar nefndar,
ráðherra eða Alþingis að hafa með
beinum hætti áhrif á skipulag sveitar-
félaga með því að gera tillögu að
legu þjóðgarðs á miðhálendinu innan
marka þeirra.
Ákvarðanir flytjast
úr heimahéraði
Áherslur er varða stjórnskipun
þjóð garðs á miðhálendi Íslands
fela í sér flutning á stefnumörkun,
umsjón og rekstri frá sveitarfélögum
til svæðis ráða. Þessar hugmyndir
takmarka áhrif sveitarfélaga til þess
að móta sér stefnu til að mynda
hvað varðar uppbyggingu inn-
viða, atvinnumál, landnýtingu og
landvernd. Sveitarstjórn gagn rýnir
að fyrirliggjandi texta drög feli í sér
hugmyndir um færslu á valdheimildum
sveitarstjórna til svæðisráða. Þannig
flyst ákvarðanataka frá lýðræðislega
kjörnum fulltrúum sveitarfélaga til
kjörinna fulltrúa annarra sveitarfélaga,
embættismanna og hagsmunahópa.
Sveitarstjórn leggur áherslu á að í dag
ríkir engin óvissa um stjórn svæða
innan marka sveitarfélagsins.
Skerðing á valdheimildum
Sveitarstjórn telur að fyrirliggjandi
tillaga nefndar um stofnun þjóðgarðs
á miðhálendi Íslands feli í sér veru-
lega skerðingu á valdheimildum
sveitar félaga og réttindum íbúa
þeirra. Í fyrirliggjandi texta drögum
þar sem fjallað er um markmið með
stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu
er ekki lýst brýnni nauðsyn fyrir
stofnun hans. Hugmyndir um stofnun
þjóðgarðs á miðhálend inu virðast
fyrst og fremst tilkomnar til þess að
styrkja eignar- eða ráðstöfunarrétt
ríkisins yfir landi á hálendi Íslands,
segir í bókun sveitarstjórnar Húna-
þings vestra. /MÞÞ
Sveitarstjórn gagnrýnir að fyrirliggj-
andi textadrög feli í sér hugmyndir
um færslu á valdheimildum sveitar-
stjórna til svæðisráða.
Styrkur til mastersnáms í jarðvegsvistfræði
og jarðvegsheilbrigði í lífrænni ræktun
VOR - Verndun og ræktun, félag framleiðenda í lífrænum búskap,
auglýsir styrk til mastersnema við Landbúnaðarháskóla Íslands til
rannsókna.
Verkefnið er á sviði jarðvegsvistfræði og miðar að því að kanna og
bera saman smádýr, sveppi og örverur (með DNA greiningu) í jarðvegi
sem annars vegar hefur fengið tilbúinn áburð og hins vegar sauðatað.
Einnig verður mæld öndun í jarðvegssýnunum og hvernig hún bregst
við ólíkum umhverfisþáttum. Markmiðin eru að leiða fram áhrif ólíkra
áburðarmeðferða, þ.e. lífrænna og ólífrænna, á líffræðilega fjölbreytni
og starfsemi jarðvegsins og þar með heilbrigði hans.
Rannsóknin skal fara fram á framræstu tilraunalandi á Hvanneyri sem
hefur til áratuga fengið ólíka skammta af hefðbundnum áburði annars
vegar og sauðatað hins vegar. Leiðbeinendur í verkefninu verða Próf.
Jan Axmacher LbhÍ og Próf. Ólafur S. Andrésson HÍ.
VOR og LbhÍ óska hér með eftir umsóknum nemenda með háskólapróf
í lífvísindum/umhverfisfræðum í þetta verkefni. Umsókninni þarf að
fylgja ferilskrá og stutt persónuleg greinargerð frá viðkomandi sem lýsir
áhugasviði og framtíðaráformum.
Styrkupphæðin er 1,5 milljón króna, þar af eru áætlaðar 500.000 kr
í efniskostnað. Umsóknum skal skila á rafrænu formi til Guðmundu
Smáradóttur, mannauðs- og gæðastjóra LbhÍ (gudmunda@lbhi.is)
fyrir 10. febrúar 2020.
Skjálfandahólf skilgreint
sem riðufrítt varnarhólf
Allt Skjálfandahólf hefur nú verið
skilgreint sem riðufrítt varnarhólf,
en um áramótin hafði ekki komið
upp smit í því í tuttugu ár. Þá
eru eftir sjö varnarhólf sem eru
flokkuð sem sýkt varnarhólf, af
þeim 25 sem landið er flokkað
niður í.
Engin riðusýkt svæði eru því
í Skjálfandahólfi en áfram gilda
takmarkanir á flutningi á fé milli
bæja þar sem garnaveiki hefur
greinst síðustu tíu árin. Samkvæmt
upplýsingum frá Matvælastofnun
gilda sömu reglur um sýkt svæði
innan varnarhólfs og um sýkt
varnarhólf; allir flutningar á fé
milli hjarða innan þessara svæða
og frá þeim yfir varnalínur eru
bannaðar. Til að kaupa líffé inn á
sýkt varnarsvæði þarf að sækja um
leyfi til Matvælastofnunar.
Leyfi þarf til að flytja
inn á ósýkt svæði
Þegar skilgreind eru ósýkt svæði
innan varnarhólfs þá gilda sömu
reglur og um ósýkt varnarhólf; engar
takmarkanir eru settar á flutninga
með lifandi fé milli hjarða innan
þessara svæða. Hins vegar þarf að
sækja um leyfi til Matvælastofnunar
ef flytja á fé inn á þessi svæði.
Eftirtalin sjö varnarhólf eru þá
enn skilgreind sem sýkt riðusvæði:
Landnámshólf, Vatnsneshólf, Húna-
og Skagahólf, Tröllaskagahólf,
Suðurfjarðahólf, Hreppa-, Skeiða-
og Flóahólf auk Biskupstungnahólfs.
Landnámshólf verður næst til að
verða aflétt úr riðuhöftum, eða í lok
árs 2023, komi ekki upp smit. Þar
á eftir er það Biskupstungnahólf, ári
seinna. /smh
Skipting landsins niður í varnarhólf og litamerkingar eftir svæðum.
Mynd / Matvælastofnun
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300