Bændablaðið - 09.01.2020, Page 16

Bændablaðið - 09.01.2020, Page 16
Bændablaðið | Fimmtudagur 9. janúar 202016 Fjöldi rækjutegunda lifir á Íslandsmiðum. Hér má nefna tegundir eins og gaddþvara, órækju, ísrækju og sabinsrækju. Þær finnast ekki í miklu magni og reyndar eru þær ekki allar fýsi- legar til átu. Um fjögur þúsund rækjutegund­ ir hafa verið greindar í heiminum. Flestar rækjurnar eru í sjó en þær halda sig einnig í fersku vatni. Rækjur eru yfirleitt botnlægar tegundir og þær hafa veiðst allt niður á sex þúsund metra dýpi. Sumar þeirra kunna einnig vel við sig á grynnra vatni. Fáar af þessum tegundum eru nýttar til manneldis eða um þrjú hundruð. Árið 2016 var heimsaflinn í rækju um 3,5 milljónir tonna. Rækjur eru misstórar, frá nokkrum millimetrum upp í nokkra tugi sentimetra. Rækjur gegna stóru hlutverki í fæðukeðjunni en þær eru mikilvæg fæða margra sjávartegunda. Veiðast flestar í rannsóknaleiðöngrum Á síðasta ári gaf Hafrannsóknastofnun út samantekt um rækjutegundir sem fundist hafa á Íslandsmiðum og verið greindar til tegundar í gagnagrunni Hafró. Höfundar eru Ingibjörg G. Jónsdóttir, rækjusérfræðingur Hafró, og Agnes Eydal líffræðingur. Í gagnagrunni Hafrannsókna­ stofnunar eru skráðar 25 rækju­ tegundir sem fundist hafa við Ísland. Ingibjörg sagði, er rætt var nánar við hana, að væntanlega væru fleiri tegundir á Íslandsmiðum þótt þær hefðu ekki komið fram eða verið greindar ennþá. Þær rækjur sem hafa verið skráðar hafa fengist í rannsóknaleiðöngrum Hafró. Þá hafa sjómenn sent Hafró framandi rækjutegundir sem þeir hafa rekist á. Listi yfir rækjur á Íslandsmiðum er birtur með þessari grein og eins og sjá má þar eru mörg nafnanna skemmtileg. Stóri kampalampi ekki stærstur Rækjurnar hér við land eru mjög misjafnar að stærð, allt frá 2–3 sentímetrum í heildarlengd og upp í ríflega 30 sentímetra. Aðeins ein rækjutegund, stóri kampalampi, er nýtt á Íslandsmiðum sem kunnugt er. Þótt tegundina megi finna allt í kringum landið þá eru helstu veiði­ svæðin norður af landinu og inni á fjörðum vestan‐ og norðanlands. Stóri kampalampi er ekki stærsta rækjutegundin við Ísland eins og halda mætti í fljótu bragði. Hann getur orðið um 10 sentímetrar að heildarlengd og stærsta rækjan veiðist á Dohrnbanka milli Íslands og Grænlands. Nokkrar tegundir eru stærri en stóri kampalampi, til dæmis órækja og skarlatsrækja. Órækjan getur náð allt að 20 sentímetrum í heildarlengd og skarlatsrækjan yfir 30 sentímetrum. Órækjan er sviflæg rækjutegund og finnst víða um heim. Við Ísland hefur hún greinst í mögum á þorski, djúpkarfa og háfategundum. Hún er rauðleit og glær. Glerrækja er samheiti yfir órækju og aðra tegund sem nefnist tannarækja. Ísrækjan áhugaverð Ingibjörg var spurð hvort henni þætti ein rækjutegund hér við land vera áhugaverðari en önnur. Hún sagði að ísrækjan væri einmitt tegund sem gaman væri að fylgjast með. Hún sést mikið í magasýnum, sérstaklega í þeim fiskum sem veiðast sem meðafli við stofnmælingu á rækju á sumrin. Þetta er lítil rækja og verður varla mikið stærri en 6 sentímetrar. Hún er áberandi rauðleit og mjúk viðkomu. Hún er víða í Norður­Atlantshafi og einnig norðarlega í Kyrrahafi. Ísrækja er djúpsjávartegund og heldur sig hér við land mikið á um 800 metra dýpi. Ísrækjan er mjög fiturík. Um 44% af þurrvigt hennar er fita þannig að hún er ákaflega góð næring fyrir ýmsar fisktegundir. Má nýta fleiri tegundir? Ingibjörg var spurð hvort unnt væri að nýta fleiri rækjutegundir hér við land en stóra kampalampa. „Það bendir fátt til þess. Við fáum allar þessar rækjur í mjög litlum mæli nema ísrækjuna. Hún er hins vegar svo fiturík að ég held að hún henti alls ekki til manneldis. Hugsanlega mætti veiða hana til að nýta í dýra­ fóður. Hins vegar er ekki vitað hvað stofninn er stór. Ísrækjan getur þó verið í mjög miklu magni einkum í Norðurkantinum norður af Vestfjörðum og Húnaflóa. Á vissum tímum geta fiskarnir þar verið stút­ fullir af ísrækju eingöngu. Segja má að það sé veisla hjá þeim því þeir troða sig út líkt og þegar þeir komast í loðnu,“ sagði Ingibjörg. Hún bætti því við að yfirleitt væru aðrar rækjutegundir ekki stór hluti af fæðuvali fiski. Litli kampalampi veiddur við Kanada Fram kom hjá Ingibjörgu að hér við land væru tvær rækjutegundir sem veiddar væru til manneldis annars staðar. Um er að ræða litla kampalampa og sandrækju. Litli kampalampi er líkur stóra Kjartan Stefánsson kjartanst@simnet.is Í þessum fyrsta stekk ársins langar mig að lyfta andanum í skammdeginu og fagna því að sólin sé farin að hækka á lofti með því að fjalla um rósir. Rósir eru með elstu ræktun- arplöntum í heimi og vinsældir þeirra aukast sífellt. Ný ræktunarafbrigði bætast í hópinn á hverju ári og fjöldi gamalla afbrigða er eftirsóknar­ verður. Tæplega 200 tegundir tilheyra ættkvíslinni Rosa en undirtegundir, blendingar og yrki skipta þúsundum. Ekkert blóm á sér lengri eða skrautlegri sögu og rósin. Samkvæmt rituðum heimildum hófst rósaræktin í Kína og þar í landi eru til 5.000 ára gamlar rósaskrár. Rómverjar höfðu mikið dálæti á rósum og ræktun þeirra breiddist hratt út á yfirráðasvæði þeirra. Rómaraðallinn notaði rósir til skrauts við hátíðleg tækifæri, til lækninga og sem ilmgjafa og í Róm var stór rósagarður. Á 17. öld nutu rósir mik­ illa vinsælda og rósavatn þótti allra meina bót. Vinsældir rós­ anna voru svo miklar að þær voru notaðar sem gjaldmiðill. Jósefína, eiginkona Napóleons, safnaði rósum og átti stóran garð skammt frá París. Franski mynd­ listarmaðurinn Pierre­Joseph Redoute notaði rósir úr garði Jósefínu sem fyrirmyndir í bók sína, „Les Roses“, sem er talin ein best myndskreytta garðyrkjubók allra tíma. Rósarækt í Evrópu breytist mikið í lok 19. aldar þegar rósir fóru að berast frá Kína. Flestar ræktaðar rósir nú til dags eiga uppruna sinn í samruna tegunda frá þessum tveimur heimsálf­ um. Kínversku rósirnar höfðu það fram yfir þær evrópsku að blómstra oft yfir sumarið og voru þær því kærkomin viðbót við gömlu evrópsku rósirnar. Evrópskir garðyrkjumenn komust fljótt upp á lagið með að æxla saman blómviljugum kínverskum rósum og harðgerðum rósum frá Evrópu sem stóðu hinum eldri miklu framar hvað varðar blóma­ stærð og blómgunartíma. Rósir dafna best í skjóli og á sólríkum stað. Jarðvegurinn þarf að vera djúpur, næringarríkur, vel framræstur og jafnvel þurr. Heppilegt sýrustig fyrir rósir er á bilinu 5,5 til 6,0. Bil á milli rósa fer eftir stærð þeirra en hæfilegt bil á milli runnarósa er 80 til 100 sentímetrar svo rósirnar fái að njóta sín. Gott er að bleyta rótina vel fyrir gróðursetningu og ef um ágrædda rós er að ræða þarf að planta henni þannig að ágræðslustaðurinn sé um 10 sentímetrar ofan í jörðinni. Ekki er ráðlagt að bera mikið á rósir í einu heldur dreifa áburðargjöfinni yfir vaxtartímabilið, gefa lítið í einu og helst að nota lífrænan áburð. Samkvæmt alþjóðlegum stöðlum er rósum skipt í þrjá meginflokka með fjölda undirflokka. Nöfn megin­ flokkanna segja ágætlega til um hvers konar rósir tilheyra þeim. Þeir eru: Villirósir, antikrósir eða gamlar garðarósir, og nútímarósir. Til einföldunar er rósum oft skipt í flokka eftir vaxtarlagi í runna­, beð­ og þekjurósir og klifurrósir. Runnarósir eru harðgerðar rósir sem eru yfir metra á hæð. Beð­ og þekjurósir eru þokkalega harðgerðar, undir einum metra að hæð og geta verið skriðular. Klifurrósir eru viðkvæmastar og þurfa stuðning eða klifurgrind á móti sól til að dafna. /VH STEKKUR NYTJAR HAFSINS Um 25 rækjutegundir finnast á Íslandsmiðum Gaddþvari er með sérkennilegri rækjutegundum á Íslandsmiðum. Mynd / Ingibjörg G. Jónsdóttir Ísrækja. Hún er mikilvæg fæðutegund fyrir þorsk og grálúðu fyrir norðan land. Mynd / Ingibjörg G. Jónsdóttir Ingibjörg G. Jónsdóttir, rækjusér- fræðingur Hafrannsóknastofnunar. Rækjur í skjóli hjá sæfíflum. Mynd / Hafrannsóknastofnun Rósir

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.