Bændablaðið - 09.01.2020, Síða 20

Bændablaðið - 09.01.2020, Síða 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 9. janúar 202020 Gjaldþrotum í bandarískum landbúnaði fer fjölgandi sam­ kvæmt samantekt Skrifstofu samtaka bandarískra bænda [American Farm Bureau Federation ­ AFBF] sem birt var í lok síðastliðins októbermánaðar. Hafði „gjaldþrotum“ samkvæmt kafla 12 í gjaldþrotalögum [Chapter 12 bankruptcies] þar ytra þá fjölgað um 24% á milli ára. Fjölgun gjaldrotameðferða í landbúnaði vekur ugg í Banda­ ríkjunum þó gjaldþrot hafi ekki náð því hámarki sem var a níunda áratug síðustu aldar. Ástæður fjölgunar gjaldþrota eru margvíslegar en óáran í veðurfari, ýmist með langvarandi þurrkum eða flóðum þar sem ekki tókst að sá í umflotna akra, spila þar stóra rullu. Önnur ástæða eru aðgerðir bandarískra stjórnvalda í formi tollastríðs við Kína og fleiri ríki. Í úttektinni er vísað í tölur landbúnaðarráðuneytis Banda­ ríkjanna (USDA) þar sem gert var ráð fyrir að framleiðslutekjur bænda yrðu um 88 milljarðar dollarar á árinu 2019, sem eru mestu tekjur síðan 2014 þegar þær voru um 92 milljarðar dollara. Það er samt 29% lægri tekjur en metárið 2013. Þessar upphæðir eru þó leikur að tölum því að af 88 milljarða dollar tekjum á árinu 2019 eru nærri 40%, eða um 33 milljarðar dollara í formi aðstoðar vegna óáran í landbúnaði af ýmsum toga. Með 516 milljarða dollara lán Samhliða lægri tekjum og meiri opinberrar aðstoðar þá hafa skuldir aldrei verið meiri en á árinu 2019 eða 416 milljarðar dollara. Þar af eru 256 milljarðar dollara fasteignatryggðar veðskuldir og 159 milljarðar dollara eru óveðtryggðar skuldir. Hins­ vegar standa stórbú undir tæplega helmingi af landbúnaðarframleiðslu Bandaríkjanna og þau hafa sum hver verið að gera það gott. Hjá þeim er búist við 9% tekjuaukningu að meðaltali á árinu 2020. Lenging lána og lágir vextir duga ekki til Samkvæmt gögnum seðlabanka Kansas hefur stöðugt verið að teygjast á endurgreiðslutíma lána. Meðal endurgreiðslutími óveðtryggðara lána er nú kominn í 15,4 mánuði á meðan endurgreiðslutími lána sem tryggð eru í fóðruðum gripum (eins og mjólkurkúm) eru 13 mánuðir 18 mánuðir í öðrum gripum. Þá eru veltulán tengd uppskeru og fóðrun að meðaltali með 11,5 mánaða endurgreiðslutíma sem er það lengsta sem sést hefur. Þannig eru bændur stöðugt að lengja í endurgreiðslutíma rekstrarlána og hefur það haldist nokkuð í hendur við lækkandi vexti á markaði. Lægri vextir hafa samt ekki dugað til að halda bændum á floti. Samhliða því að skuldastaða bandaríkra bænda hefur aldrei verið verri þá hefur greiðslustöðvunum samkvæmt kafla 12 í gjaldþrotalögum verið að fjölga. Frá september 2018 til september 2019 voru 580 býli tekin í gjaldþrotameðferð sem er aukning upp á 24% á milli ára. Það er jafnfram mesta gjaldþrotameðferðartíðni síðan 2011 þegar 676 býli voru tekin til meðferðar dómstóla. Mikill munur er á fjölda gjaldþrota tilfella eftir ríkjum í Bandaríkjunum. Voru gjaldþrota­ tilfellin flest í Wisconsin eða 48 og 37 í Georgíu, Nebraska og Kansas. Í Iowa, Kansas, Maryland, Minnesota, Nebraska, New Hampshire, Suður Dakota, Wisconsin og Vestur Virginíu voru gjaldþrotatíðnin í öllum tilvikum yfir tíu ára meðaltali. Aukningin milli ára var mest í Oklahoma eða um 14 býli. Aukningin nam 12 býlum í Georgíu, 11 í Kaliforníu og 10 í Iowa og Kansas. Hlutfallslega mesta aukningin var í Oklahoma eða úr 2 árið 2018 í 17 fram til september 2019. Verst í miðvesturríkjunum Yfir 40% gjaldþrotabeiðna eða 255 voru í 13 ríkjum í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Var það 13% aukning á milli ára. Næst komu suðaustur­ríkin með 118 gjaldþrotameðferðarbeiðnir sem var 31% aukning á milli ára. FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Mikill vandi í bandarískum landbúnaði: Skuldir aldrei meiri og gjaldþrotameðferðum hefur fjölgað um nær fjórðung milli ára Stáltollastríð Trump við Kína og Mexíkó sagt hafa stórskaðað bandarískan landbúnað: Fjölskyldubú í New York ríki leggja upp laupana hvert af öðru – Kúabændur á minni búunum eiga vart lengur fyrir nauðþurftum og sækja um matarmiða Bandaríska stórblaðið The Washington Post sagði í undirtitli blaðhaussins á öðrum degi jóla að svartnættið væri að drepa lýðræðið. Í fyrirsögn greinar um bandarískan landbúnað segir einnig að í landi Trump sé svo komið að fjölskyldubúin þurfi að reiða sig á neyðaraðstoð. Þetta er ansi mikið á skjön við fréttir af auknum þrótti bandaríska hagkerfisins eftir valdatöku Trump stjórnarinnar. Virðist sá aukni þróttur einkum ná til iðnfyrirtækja, en um leið vera m.a. á kostnað bandarísks landbúnaðar. Í grein eftir Annie Gowen er dregin upp dökk og dramatísk mynd af lífsbaráttu alþýðufólks og bandarískum landbúnaði. Lýst er erfiðleikum bóndakonunnar Anne Lee við að brauðfæða sjömanna fjölskyldu sína í Berkshire í New York ríki. Til þess hefur hún einungis úr 175 dollurum að spila á mánuði. Hún velti fyrir sér hvort hún ætti að bjóða upp á kjúklinganúðlusúpu, en ákvað að bjóða upp á kjúkling í kexi (Chicken in a Biskit pakkamat) þar sem í því væri meiri magafylling. Anne Lee er sögð þekkja afsláttartilboð matvöruverslana mjög vel eins og á tómatamauki með chili á 1 dollar dósin og kartöflunaggar (tots) á 1,69 dollara pokinn. „Ég vildi að ég gæti gert lasagna, en það er of dýrt,“ segir Anne Lee. Enda kosta 250 grömm af osti á lasagne 2,49 dollara. Ferskt grænmeti er líka dýrt, nema kannski laukur og kartöflur í pokum. Það er jafnvel líka spurning um hvort Anne hafi efni á að kaupa ávexti. Í miklum vanda þrátt fyrir afskriftir Anne Lee og eiginmaður hennar Andy tóku við kúabúi foreldra hans á 123 hektara jörð (305 ekrum) árið 2013. Þau eru nú með 65 mjólkandi kýr í fjósi. Eftir að Trump stjórnin lagði upp í viðskipta­ og tollastríð við erlend ríki féll verð á mjólkurvörum með þeim afleiðingum að eftir situr bú eins og hjá Anne Lee og Andy með 200.000 dollara í skuld og tekjur af mjólkursölunni hafa dregist saman um 4.000 dollara á mánuði. Samt hafa þau gengið í gegnum gjaldþrotameðferð sem Ekki er það kræsilegt fæðið sem kúabóndinn Anne Lee segist verða að bjóða fjölskyldunni upp á vegna fjárhagsvandræða í búrekstrinum. Ódýr dósa­ matur af útsölum, verksmiðju­ framleiddir kartöflunaggar og kex með kjúklinga bragði. Í grein eftir Annie Gowen er dregin upp dökk og dramatísk jólamynd af lífsbaráttu alþýðufólks og bandarískum landbúnaði. Mynd / UDIM Fjölgun gjaldrotameðferða í landbúnaði vekur ugg í Banda ríkjunum.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.