Bændablaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 9. janúar 2020 21
SLEÐAVEISLAí janúar
Sidewinder BTX 153
Orginal túrbína. Fjórgengismótor. Fox fjöðrun .
Fullt verð 2.850.000 kr.
Tilboðsverð 2.590.000 kr.
Takmarkað magn.
Sidewinder STX 146
Orginal túrbína. Fjórgengismótor.
Öflugur 2ja manna ferðasleði með
hliðartöskum og auka bensíntanki.
Fullt verð 3.040.000 kr.
Tilboðsverð 2.890.000 kr.
Takmarkað magn.
ARCTIC TRUCKS
KLETTHÁLSI 3
110 REYKJAVÍK
S: 540 4900
arctictrucks.is
fól í sér afskriftir með ríkisframlagi
(bailout) á 4.100 dollara skuldum.
Í slíkar aðgerðir sem áttu að vera
til bjargar illa stöddum bandarískum
bændum setti Trumpstjórnin 28
milljarða dollara á landsvísu.
Þetta hefur verið gagnrýnt á þeim
forsendum að það skapaði fyrst og
fremst stórbúunum tækifæri til að
sölsa undir sig illa settar bújarðir.
Samkvænt rannsókn Environmental
Working Group hefur um 60% þess
fjár sem fór til að hjálpa bændum
í New York ríki runnið til 10
efnuðustu búanna.
Anne Lee er þakklát fyrir stuðning
inn sem þau hjón fengu frá ríkinu þó
hann dugi hvergi nærri til að halda
búinu á floti. Trump er þrátt fyrir allt
forsetinn sem Anne Lee og fjöldi
miðstéttarfólks og fátækra kaus í
kosningunum 2016.
Slæmar afleiðingar af
vanhugsuðum aðgerðum
Þessi staða snýst þó ekki bara um
flausturslegar og vanhugsaðar að
gerðir Trumstjórnarinnar þó þær hafi
sannarlega bætt gráu ofan á svart í
alvarlegri stöðu. Raunveruleikinn
er sá að offramleiðsla var orðin á
mjólkurvörum á heimsmarkaði, m.a.
í löndum Evrópusambandsins eftir
að framleiðslukvótar voru aflagðir.
Neysla á mjólkurvörum hafði einnig
verið að minnka í Bandaríkjunum
sem líka orsakaði offramboð og
verðfall. Það var farið að hafa mjög
slæm áhrif á bændur í New York ríki.
Frá 2012 hefur kúabúum í ríkinu
t.d. fækkað um 1.100 samkvæmt
opinberum tölum.
Eftir að Trumpstjórnin setti
ofurtolla á stál sem flutt var
inn frá Kína og Mexíkó 2018,
svöruðu þær þjóðir fyrir sig
með innflutningstollum m.a. á
kornvörur og mjólkurvörur frá
Bandaríkjunum. Kínverjar hafa
auk þess farið út í að auka verulega
sína mjólkurframleiðslu til að verða
sjálfum sér nægir og það mun
skaða bandaríska bændur til langrar
framtíðar.
Þetta er ekki ósvipað afleiðingum
af heimskulegum viðskiptarefsingum
sem Evrópusambandið og Banda
ríkin fóru í gegn Rússum eftir
yfirtöku þeirra á Krímskaga.
Það olli því að Rússar ákváðu að
tryggja sitt fæðuöryggi og verða
sjálfum sér nægir í framleiðslu á
landbúnaðarvörum árið 2020. Það
hefur gengið eftir og valdið bændum
í ESB löndunum stórkostlegu tjóni
vegna minni viðskipta við Rússa. Nú
er sýnt að það er orðið viðvarandi
ástand til frambúðar.
Tollaútspil Trump gagnvart
Kína og Mexíkó olli strax 125
milljóna dollara kjaftshöggi fyrir
mjólkurbændur í New York ríki
samkvæmt áætluðum tölum yfir valda.
Um hálfur tugur kúabúa í næsta
nágrenni við Anne Lee og Andy hafa
gefist upp og hætt starfsemi og þau
sem eftir heyja harða baráttu fyrir
tilveru sinni.
Bændur víða um
Bandaríkin berjast í bökkum
Í greininni er sagt að bændur víða
um Banda ríkin berjist nú í bökkum
og eigi vart fyrir nauðþurftum.
Afleiðingin sé stöðug aukning
gjaldþrota sem hafi sjaldan
verið fleiri. Beiðnum vegna
gjaldþrotameðferða hafi fjölgað
um 57% frá 2015.
„Það er ætlast til að við brauð
fæðum heiminn, en við getum ekki
einu sinni boðið upp á mat á okkar
eigin borðum,“ segir Anne í viðtali
við The Washington Post.
Sækja um matarmiða
Í október síðastliðnum var staðan
á heimilinu þannig að varla var
nokkur matararða eftir á heimilinu.
Þá fór Anne að skoða hvað hægt
væri að gera og fór að íhuga leiðir
sem henni hafði aldrei áður dottið í
hug, eins og að biðja um matarmiða
og matargjafir. Var hún því að fylla
út umsókn um matarmiða sem áður
voru kallaðir svo, en ganga nú undir
skammstöfuninni „SNAP“ sem er
stytting á „Supplemental Nutrition
Assistance Program“ eða verkefni
um næringaraðstoð.
„Þetta er það sem neyðin kennir
okkur,“ sagði hún á þá við eigin
manninn.
Frá 2012 hefur kúabúum í New York ríki fækkað um 1.100 samkvæmt
opinberum tölum.
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300
Við sérhæfum okkur í þinni starfsemi
RML tekur við
verkefnum
tölvudeildar BÍ
Frá og með áramótum færðist starfsemi tölvudeildar
Bændasamtaka Íslands yfir til Ráðgjafarmiðstöðvar
landbúnaðarins.
Með breytingunni færist upplýsingatækni og ráðgjöf
undir sama hatt.
Útreikningar á kynbótamati, þróun forrita og þjónusta
verður framvegis á hendi RML.
Við vonumst til að þjónusta við bændur og aðra
notendur verði enn markvissari en áður.
Bændur og aðrir notendur forrita BÍ eru boðnir
velkomnir í viðskipti við RML.
Allar upplýsingar um skýrsluhald, forrit og þjónustu er
að finna á vefnum rml.is.
Sími: 516-5000
Netfang: rml@rml.is
Vefur: www.rml.is
Síminn hjá RML er opinn kl. 9.00 – 12.00
og 13.00 – 16.00 virka daga.
Netspjall RML er opið kl. 10.00 – 12.00
og 13.00 – 15.00 virka daga.
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
GRAFAGRINDUR
GOTT ÚRVAL