Bændablaðið - 09.01.2020, Qupperneq 24

Bændablaðið - 09.01.2020, Qupperneq 24
Bændablaðið | Fimmtudagur 9. janúar 202024 LÍF&STARF „Við finnum fyrir auknum áhuga á trjáplöntum og einkum og sér í lagi er sá áhugi kveikjan að því að við vinnum að þeirri upp byggingu sem nú stendur yfir á okkar starfssvæði,“ segir Katrín Ásgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Sólskóga í Kjarnaskógi við Akureyri. Fyrirtækið hefur nýverið reist 2.000 fermetra stórt gróðurhús í Kjarnaskógi. Svipað gróðurhús var reist hjá fyrirtækinu árið 2008. Katrín er ásamt eiginmanni sínum, Gísla Guðmundssyni, eigandi Sólskóga. Hjá fyrirtækinu starfa um 10 manns yfir veturinn en þeim fjölgar yfir sumarmánuðina og eru þá um 20 talsins. Þrjú minni og léttari hús voru reist á liðnu sumri Framkvæmdir á svæðinu hófust síðasta vetur, en unnið var að deili­ skipulagsbreytingum í mars í fyrra og í kjölfar þess var farið í hönnun húsanna, öflun byggingaleyfa og fleira slíkt. „Við byrjuðum síðan á fram­ kvæmdum hér um miðjan júlí með byggingu á léttari gróðurhúsum, þau eru þrjú talsins og alls um 1.000 fermetrar að stærð. Í kjölfarið, eða í lok september, hófumst við handa við byggingu á stóra húsinu, það er um 2.000 fermetrar að stærð,“ segir Katrín en byggingu þess lauk um mánaðamótin nóvember desember síðastliðinn. „Við höfum verið að klára ýmis verkefni, meðal annars lagnir og fleira innandyra. Það er stefnt að því að sá í stóra húsið i byrjun apríl þannig að við stefnum að því að öllu verði lokið í mars. Við gerum svo ráð fyrir að taka minni húsin í notkun í vor eða byrjun sumars,“ segir Katrín.“ Hún segir að út í þessar fram­ kvæmdir sé farið til að mæta aukinni eftirspurn eftir trjá­ plöntum. Fyrst og fremst fram­ leiði Sólskógar plöntur fyrir Skógræktina, – „en við verðum líka vör við aukinn áhuga hjá fyrirtækjum og einstaklingum og það styrkir okkur í þeirri trú að þessi aukning í framleiðslunni eigi framtíð fyrir sér, hún sé komin til að vera,“ segir Katrín. Viðhald á eldri húsum og uppbygging útisvæða Samhliða uppbyggingu á nýjum gróðurhúsum hefur verið unnið að viðhaldi á þeim eldri og verður eitt þeirra tekið í notkun á komandi vori, þannig að alls bætast við starfsemina um 3.500 fermetrar í gróðurhúsum. Alls munu Sólskógar því hafa yfir að ráða um 6.500 fermetrum í gróðurhúsum sem skiptist þannig að 5.500 er fyrir skógarplöntur og um 1000 tengjast garðplönturæktun. Á komandi sumri og fram á haust verður einnig bætt við útisvæði fyrir skógarplöntur, alls um 6.000 fermetrum. Katrín Ásgrímsdóttir tók fyrstu skóflustungu að nýju 2.000 fermetra gróðurhúsi í lok september. Stefnt er að því að sá í húsinu í apríl. Myndir / Sólskógar Gísli Guðmundsson, eigandi Sólskóga, að störfum við að reisa minna húsið á liðnu sumri. Sólskógar eiga nú tvö gróðurhús um 2000 fermetra að stærð, sem kemur sér vel í ljósi þess að framleiðsla á skógarplöntum vex ár frá ári. Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is Sólskógar í Kjarnaskógi standa í stórræðum: Reisa nýtt 2000 fermetra gróðurhús og nokkur smærri að auki – Framleiðsla hefur vaxið hröðum skrefum á skógarplöntum V ið byrjuðum síðan á fram-kvæmdum hér um miðjan júlí með byggingu á léttari gróðurhúsum, þau eru þrjú talsins og alls um 1.000 fermetrar að stærð. Í kjölfarið, eða í lok september, hóf- umst við handa við byggingu á stóra húsinu, það er um 2.000 fermetrar að stærð.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.